Nemendur í frumkvöðlafræði í MB fóru nýverið, ásamt kennara sínum Helgu Karlsdóttur, í heimsókn í nýsköpunar- og frumkvöðlasetrið Hugheima í Borgarnesi. Þar fengu nemendur kynningu á starfsemi Hugheima ásamt því að sjá hvernig þrívíddarprentari virkar. Nemendur fengu líka nytsamlegar upplýsingar um hvernig þer eigi að bera sig að fái þeir hugmynd að verkefni á sviði nýsköpunar.
Egill í Landnámssetri
Í íslensku 3A06 er fjallað um bókmenntir frá landnámi til siðaskipta. Meðal námsefnisins er Egils saga Skalla-Grímssonar. Landnámssetrið hefur um árabil boðið nemendum í áfanganum á sýninguna um Egil. Að þessu sinni var haldið í Landnámssetrið miðvikudaginn 3. sept. Sýningin varpar skemmtilegu og nýju ljósi á ýmsa atburði þessarar margbrotnu sögu og nemendur höfðu bæði gagn og gaman af því …
Félagslíf byrjar af krafti
Nemendafélag MB hefur nú hafið starfsemi af fullum krafti að nýju. Þrír klúbbar hafa nú þegar tekið til starfa; nördaklúbbur sem einkum er ætlaður áhugafólki um tölvur og tölvuleiki, hestaklúbbur og leiklistarklúbbur. Sá síðastnefndi starfar í tengslum við Sv1, en svo nefnist leikfélag skólans. Nú er unnið að því að velja leikrit til sýningar á þessu skólaári og verða leiksýningin …
KB og Nettó styrkja nemendagarðana
Kaupfélag Borgfirðinga og Nettó í Borgarnesi hafa fært nemendagörðum Menntaskóla Borgarfjarðar höfðinglega gjöf. Fyrirtækin gáfu hvort um sig 500.000 krónur, samtals eina milljón, sem ætluð er til húsgagnakaupa. Nemendagarðarnir eru við Brákarbraut 8 og voru teknir í notkun í haust. Þeir eru í eigu Menntaskóla Borgarfjarðar og Borgarbyggðar og þar er rúm fyrir allt að 8 nemendur.
Nýnemadagur á miðvikudag
Nýnemadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 27. ágúst næstkomandi. Byrjað verður á sameiginlegum morgunverði og síðan verður kennt til hádegis. Þá hefjast hátíðahöld til heiðurs nýnemum og verður margt til skemmtunar sem ekki verður upplýst hér. Svokallaðar busavígslur hafa aldrei tíðkast í MB en þess í stað eru nýnemar boðnir velkomnir í skólann og félagslífið með skemmtilegum hætti. …
Fundur með foreldrum nýnema
Sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst kl. 17.00. Á fundinum verður farið yfir skólastarfið framundan og kynntir ákveðnir þættir í þjónustu skólans við nemendur. Fundurinn verður í stofu 101 í skólanum.
Haustönn 2014 – skólabyrjun
Þriðjudaginn 19. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks. Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Opnað veður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) þriðjudaginn 19. ágúst. Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Nemendur í Búðardal athugið: Afhending stundatöflu og annarra …
Skrifstofa skólans opin
Skrifstofa skólans hefur opnað eftir sumarfrí og er opin frá 8 – 16. Símanúmer skólans er 433-7700 og netfangið menntaborg@menntaborg.is Nýtt skólaár hefst 19. ágúst nk.
Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar
Boðað er til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. föstudaginn 22. ágúst nk. kl. 12:00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði skólans Borgarbraut 54. Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins: 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 3. Kosning stjórnar 4. Kosning endurskoðunarfélags til eins árs 5. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins …
Nýtt húsnæði nemendagarða við Brákarbraut 8
Um er að ræða tvær íbúðir á jarðhæð. Í hvorri íbúð eru tvö góð svefnherbergi. Gert er ráð fyrir að tveir nemendur geti verið saman í herbergi. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar. Leiguverð fyrir einstakling í tveggja manna herbergi er 30.000 kr og 25.000 kr fyrir minna herbergið. Í herbergjunum eru rúm, náttborð og fataskápar. Afnot af baðherbergi, eldhúsi og …