Nú stendur yfir vinna við 2. tölublað skólablaðsins Eglu en eins og kunnugt er hóf blaðið göngu sína síðastliðið vor. Ritstjórn skólablaðsins er skipuð þeim Bjarka Þór Grönfeldt ritstjóra, Írisi R. Pedersen aðstoðarritstjóra, Eyrúnu Baldursdóttur gjaldkera, Bárði Jökli Bjarkarsyni markaðsstjóra, Arnari Þórssyni vefsíðustjóra, Tinnu Sól Þorsteinsdóttur hönnuði og Dagbjörtu Birgisdóttur ljósmyndara. Ráðgert er að 2. tölublað Eglu komi út um …
Jöfnunarstyrkur
Þann 1. september var opnað fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2012-2013. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum og/eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna. Umsóknarfrestur vegna haustannar 2012 er til 15. október næstkomandi. Nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili og fjölskyldu eru hvattir til að kynna sér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á vef …
Vel tekið á móti nýnemum í Menntaskóla Borgarfjarðar
Frá því skólinn hóf göngu sína hafa hefðbundnar busavígslur ekki tíðkast í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þess í stað hefur nýnemum verið boðið í haustferð ásamt eldri nemendum og kennurum. Að þessu sinni var þó bætt um betur því þriðjudaginn 28. ágúst síðastliðinn buðu eldri nemar nýnema sérstaklega velkomna í skólann. Stjórn nemendafélagsins sá um undirbúning dagsins. Sérstakar gönguleiðir voru merktar til …
Kvikmyndagerð hefur áhrif á skólalífið
Það hefur vart farið framhjá neinum að nú standa yfir tökur á myndinni The Secret Life of Walter Mitty hér á Vesturlandi. Atriði í myndinni verða tekin upp í Menntaskóla Borgarfjarðar og af þeim sökum fellur kennsla niður mánudaginn 3. september næstkomandi. Myndin byggir á samnefndri smásögu eftir bandaríska rithöfundinn James Thurber en hún er talin meðal meistaraverka bandarískrar smásagnaritunar. …
Ný stjórn Leikfélags MB
Ný stjórn Leikfélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir leikárið 2012 – 2013 hefur verið valin. Stjórnina skipa Ísfold Rán Grétarsdóttir, formaður, Rúnar Gíslason, varaformaður og Bjarki Þór Grönfeldt, meðstjórnandi. Fyrsta verkefni nýju stjórnarinnar verður, í samvinnu við Nemendafélag MB, að velja leikrit og leikstjóra. Fyrirhugað er að setja upp leikrit í skólanum nú á haustönn og því er ljóst að stjórnin verður …
MB formlega Heilsueflandi skóli
Í dag verður MB formlega þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Verkefnið snýr að heildrænni stefnu í forvarna- og heilsueflingarmálum sem gerir framhaldsskólum kleift að marka skýra stefnu, skerpa á aðgerðaráætlunum og forvörnum. Markmiðið með verkefninu er að stuðla að velferð og góðri heilsu framhaldsskólanemenda. Skólaárið 2011-2012 var undirbúningsár þar sem lögð var áhersla á næringu. Þetta skólaár verður aðal áherslan …
Skólaráð
Skólaráð Menntaskóla Borgarfjarðar er skólameistara til aðstoðar við stjórn skólans og fjallar um starfsáætlun skólans, skólareglur og fleira. Stjórn nemendafélags skólans hefur kosið fulltrúa nemenda í skólaráð, þær Lilju Hrönn Jakobsdóttur og Eyrúnu Baldursdóttur. Af hálfu kennara sitja í skólaráði Anna Guðmundsdóttir og Ingibjörg Ingadóttir. Auk þeirra eiga sæti í skólaráði Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari og Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari.
Kynningarfundur fyrir foreldra
Miðvikudaginn 22. ágúst klukkan 17.00 verður sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema. Fundurinn verður í stofu 101 í skólanum. Foreldrar eru eindregið hvattir til að koma og kynna sér starfsemi skólans.
Haustönn 2012 hefst 20. ágúst
Mánudaginn 20. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks. Að morgunverði loknum fá nýnemar afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Eldri nemendur koma til starfa sama dag kl. 11:00 og fá afhentar stundaskrár, lykilorð og önnur tilheyrandi gögn. Skólastarf hefst þriðjudaginn 21. ágúst samkvæmt stundatöflu. Nemendur …
Skrifstofa skólans opin frá 8 – 16
Skrifstofa skólans hefur opnað eftir sumarfrí og er opin frá 8 – 16. Símanúmer skólans er 433-7700 og netfangið menntaborg@menntaborg.is Nýtt skólaár hefst 20. ágúst nk.