Almenningssamgöngur

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Líkt og skólaárið 2021 – 2022 mun Borgarbyggð  opna skóla- og tómstundabíla sveitarfélagsins fyrir almenning þannig að almenningur geti keypt sér far með bílunum.  Þá verða teknar upp morgunferðir alla virka daga yfir vetrartímann frá Varmalandsskóla og Kleppjárnsreykjaskóla í Borgarnes. Nemendum býðst því áfram að fara með skólabílum frá sínu heimili til Kleppjárnsreykja eða Varmalands og þaðan verður farið kl: …

Upphaf skólastarfs

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Nú er starfið að komast í fullan gang í skólanum eftir sumarleyfi. Starfsfólks skrifstofu vinnur hörðum höndum að undirbúningi og er skirfstofa skólans opin. Við hvetjum nemendur og forráðamenn  til að hafa samband ef þurfa þykir.  Eins er enn hægt að skrá sig í fjarnám við MB og um að gera að hafa samband. Kennarar eru að vinna að undirbúningi …

Ráðning í skapandi rými

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Á vordögum auglýsti MB lausa til umsóknar stöðu umsjónaraðila Kviku. Kvikan er náms- og kennslurými fyrir fjölbreytta og skapandi vinnu í öllum áföngum skólans. Nemendur og starfsfólk geta nýtt sér aðgang að tækjum og hugbúnaði sem gagnast í verklegri kennslu í öllum greinum ásamt þjálfun í stafrænni hönnun og miðlun. Kvikan mun einnig vera opin almenningi og öðrum skólastigum eins …

Þróunarsjóður námsgagna hefur styrkt MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Þróunarsjóður námsgagna hefur styrkt MB til þróunar námsefnis fyrir STEAM nám og kennslu. Stóru málin í heiminum eins og fjórða iðnbyltingin, umhverfismálin og heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun, ásamt lýðfræðilegum áskorunum kalla á aukna nýsköpun á öllum sviðum mannlífs og samfélags. Stefnur íslenskra stjórnvalda í menntamálum og nýsköpun til ársins 2030 endurspegla mikilvægi þess að ungt fólk búi yfir hæfni …

Sumarleyfi – lokun skrifstofu MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 23. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 8. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið bragi@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við umsjónarmann húsnæðis í gegnum netfangið hjalmaklettur@menntaborg.is

Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar og Stéttarfélag Vesturlands  hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Við í  Menntaskóla Borgarfjarðar eru þakklát fyrir þennan velvilja sem stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands sýnir nemendum MB.   Það er framsýnt stéttarfélag sem lætur sig varða andlega og/eða félagslega erfiðleika ungs fólks. Framkvæmd er þannig háttað að tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk …

Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar fékk úthlutað veglegum styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands á dögunum. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi.  Menntaskóli Borgarfjarðar sóttist eftir styrk til að  stofna og reka fjölnota skapandi rými sem ber vinnuheitið Kvikan. Kvikan á að styðja við nýsköpun og þróun frumgerða á hugmyndum með því að bjóða aðgang að verkfærum eins og …

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Fimmtudaginn 16. júní  nk. kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf  Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna aðalstjórnarmanna Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins og framlög í varasjóð Ákvörðun um greiðslur …

Framtíðin er hér!

Signý ÓskarsdóttirFréttir

Skólaþróunarverkefnin MB fær verðskuldaða athygli í grein sem birtist í Skólaþráðum fyrr í þessum mánuði. Þar er sagt frá nýjum áherslum skólans á innleiðingu lífsnáms, stafrænnar hönnunar og miðlunar ásamt kennslu STEAM greina  (Science, Technology, Engineering, Art og Math) á öllum brautum skólans til stúdentsprófs. En í STEAM er lögð áhersla á að samþætta vísindi, tækni, verkfræði listir og stærðfræði í viðfangsefnum nemenda. Hér er …

Útskrift 2022

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Föstudaginn 27. maí voru 36 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Þórunn Sara Arnarsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Þórunn minnti samnemendur sína á að dagurinn væri stór áfangi og einn áfangi af mörgum. Í hönd færi nýtt tímabil í þeirra lífi með öllu því sem það hefur upp á að bjóða. Það tímabil bjóði án efa upp á mistök …