Vetrarfrí í MB 1. og 4. mars

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar verða í vetrarfríi föstudaginn 1. mars og mánudaginn 4. mars. Skrifstofan opnar aftur klukkan 8:00 þriðjudaginn 5. mars og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá sama dag klukkan 8:20.

Fyrrverandi nemandi MB sem hefur náð langt!

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Bjarki Þór Grönfeldt sem útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar árið 2013 hefur heldur betur staðið sig vel í námi eftir að hann fór frá MB. Að loknu stúdentsprófi lá leið hans í Háskólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist með BSc próf í sálfræði árið 2016. Nú hefur Bjarki hlotið „Vice Chancellor’s Research Scholarship“ til doktorsnáms í félagslegri sálfræði …

Menntaskóli Borgarfjarðar og Þekking

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í dag skrifuðu skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og Árni Rúnar Karlsson viðskiptastjóri Þekkingar undir þjónustusamning. Í samningnum felst að Þekking mun sjá um allan daglegan rekstur tölvukerfis Menntaskóla Borgarfjarðar og vera skólanum til ráðgjafar varðandi tækniframfarir og notkun upplýsingatækni í kennslu og almennum störfum. Þekking er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni en hjá fyrirtækinu starfa um 70 starfsmenn á tveimur starfsstöðvum á …

Áskorendadagur í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Árlegur áskorendadagur milli nemenda og starfsfólks MB var haldinn í dag. Keppt var í sjö mismunandi greinum og var keppnin hnífjöfn og skemmtileg fram á síðustu stundu. Fyrir hádegi var keppt í íþróttahúsinu í fótbolta, blaki, körfubolta og kíló en staðan var 2 – 2 um hádegið þegar hópurinn fór saman í MB og snæddi SS pylsur og fékk ís …

Snæþór Bjarki er nemandi í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í Menntaskóla Borgarfjarðar er iðkað öflugt menntaskólastarf þar sem nemendur sýna mikinn metnað og elju í námi. Snæþór Bjarki Jónsson er einn af þeim nemendum MB sem sýnir mikinn metnað í námi sem og félagsstörfum innan skólans en hann er formaður Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar, NMB. Snæþór er fyrirmyndarnemandi sem eðli málsins samkvæmt sinnir námi sinni af kostgæfni en að sama …

Skólaupphaf vorönn 2019

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Skólastarf á vorönn hefst mánudaginn 7. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar sendar í tölvupósti 4. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:20 þann 7. janúar. Stundaskrár eldri nemenda eru þegar aðgengilegar á Innu en þó með fyrirvara um lítilsháttar breytingar. Skólagjöld fyrir vorönn eru 12.000 krónur og samanstanda af 7.000 króna innritunargjaldi og 5.000 króna þjónustugjaldi. Eindagi þessara …

Jólaleyfi – Lokun skrifstofu

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 21. desember til  3. janúar. Hafa má samband við skólameistara  á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 7. janúar kl. 8.20 samkvæmt stundaskrá.

Tveir útskrifuðust með stúdentspróf í desember

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Tveir nemendur útskrifuðust frá Menntaskóla Borgarfjarðar í dag 20. desember 2018. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir útskrifaðist af Opinni braut og Dagrún Irja Baldursdóttir af Náttúrufræðibraut. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur en formleg útskrift verður í maí. Á myndinni má sjá Ástu ásamt Guðrúnu Björgu skólameistara.

Jólapeysudagur í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í dag var jólapeysudagur í MB þar sem nemendur og starfsfólk klæddust hinum ýmsu gerðum af jólapeysum. Fjölbreyttnin var mikil og mjög skemmtilegt uppbrot á venjulegum degi.