Lionessur styrkja nemendagarða

RitstjórnFréttir

Nemendagarðar Menntaskóla Borgarfjarðar fengu nýverið 100.000 króna styrk frá Lionsklúbbnum Öglu í Borgarnesi. Styrkurinn kemur  í góðar þarfir en honum verður varið í að kaupa náttborð. Á myndinni sést Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir skólameistari taka við styrknum frá Maríu Guðmundsdóttur fulltrúa Öglukvenna.

Samvinna við sænskan menntaskóla

RitstjórnFréttir

21 nemandi af náttúrufræðibraut heldur á laugardaginn kemur til Kalmar í Svíþjóð ásamt Þóru Árnadóttur kennara og Leifi Guðjónssyni stuðningsfulltrúa. Þetta er önnur námsferð nemenda MB til samstarfsskólans Calmare internationella skola (CIS). Samstarfsverkefni skólanna er styrkt af Nordplus Junior og dugir styrkurinn til að borga allan ferðakostnað og uppihald að hluta. Í því taka þátt nemendur á öðru til þriðja …

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2015

RitstjórnFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1.-30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2015 verður dagana 1.-30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is    Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Uppbroti lokið

RitstjórnFréttir

Eins og fram hefur komið var hefðbundin kennsla lögð til hliðar nú í vikunni og þess í stað unnu nemendur að fjölbreyttum verkefnum innan skóla og utan. Í morgun var svo haldin nokkurs konar uppskeruhátíð. Kynfræðingurinn Sigga Dögg hélt fyrirlestur um kynlíf og kynhegðun og að því loknu kynntu nemendur afrakstur vikunnar. Loks var boðið upp á heitt kakó, samlokur …

Vettvangsferð í stjórnmálafræði

RitstjórnFréttir

Þriðjudaginn 28. október héldu nemendur úr stjórnmálafræðiáfanga og af starfsbraut í vettvangsferð til Reykjavíkur. Tilgangurinn var að kynnast lýðræðinu með skoðunarferð um Alþingishúsið auk þess að hitta þrjá þingmenn. Vel var tekið á móti hópnum og þingmenn NV-kjördæmis, þeir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, auk Guðmundar Steingrímssonar frá Bjartri framtíð tóku á móti hópnum. Þeir …

Óhefðbundið skólastarf í næstu viku

RitstjórnFréttir

Dagana 27. – 31. október næstkomandi verður skólastarfið í MB með heldur nýstárlegum hætti. Hefðbundin kennsla verður lögð niður en þess í stað munu nemendur vinna að ýmsum verkefnum í stærri og minni hópum. Slíkt uppbrot á skólastarfi tíðkast víða í framhaldsskólum og er kærkomin tilbreyting fyrir bæði nemendur og kennara. Meðal þess sem fram fer í vikunni má nefna …

Gestafyrirlesari úr röðum nemenda

RitstjórnFréttir

Algengt er að svokallaðir gestafyrirlesarar heimsæki Menntaskóla Borgarfjarðar og kynni margvísleg málefni. Nýverið bar þó svo við að gestafyrirlesari kom úr röðum nemenda. Torfi Lárus Karlsson, nemandi á öðru ári í MB, sagði samnemendum sínum í líffræðiáfanga frá sjúkdómnum „lymphatic malformations“ og sýndi myndir sem tengjast ævilangri glímu hans við sjúkdóminn. Sjúkdómurinn, sem er afar sjaldgæfur, lýsir sér með ofvexti …

Heilsueflandi framhaldsskóli – MB hlýtur brons fyrir geðrækt

RitstjórnFréttir

Verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli byggist á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku  sjónarhorni í því skyni að auka vellíðan og bæta árangur nemenda, kennara og annars starfsfólks skólanna. Verkefnið er unnið í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), undir formerkjum HoFF samstarfsins (heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum). Höfuðáhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. …

Sýning um íslenskt atvinnulíf í MB

RitstjórnFréttir

Sýning um íslenskt atvinnulíf var sett upp í Menntaskóla Borgarfjarðar þann 17. október. Sýningin var opnuð á Bifröst í júní síðastliðnum og hefur svo að undanförnu verið sett upp m.a. í grunnskólum í héraði þar sem nemendur hafa unnið verkefni í tengslum við hana. Sýningin fjallar um íslensk fyrirtæki og veitir innsýn í verðmætasköpun þeirra og hugmyndir starfsmanna um framtíð …

Söngleikurinn Rocky Horror Picture Show tekinn til sýninga í MB

RitstjórnFréttir

Söngleikurinn Rocky Horror Picture Show eftir Richard O´Brien verður næsta verkefni leikfélagsins Sv1 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Bjartmar Þórðarson verður leikstjóri og skipað verður í hlutverk nú í vikunni. Söngleikurinn fjallar um nýtrúlofað par, Brad Majors og Janet Weiss, og skelfilega lífsreynslu sem þau verða fyrir í kastala klæðskiptingsins Dr. Frank M. Furter. Stefnt er að því að frumsýna verkið um …