Fjölskrúðugt félagslíf í MB

RitstjórnFréttir

 Fjölskrúðugt félagslíf nemenda setur svip á starfið í Menntaskóla Borgarfjarðar. Nú standa yfir æfingar fyrir söngkeppni skólans sem fram fer þann 26. febrúar. Sigurvegari í söngkeppninni verður vonandi fulltrúi MB í söngkeppni framhaldsskólanna. Búningaball verður haldið þann 5. mars næstkomandi. Það er Nördaklúbbur skólans sem skipuleggur ballið. Leikdeild nemendafélagsins hefur sýnt söngleikinn Grease við góða aðsókn undanfarnar vikur. Síðustu sýningar …

Sýningar á Grease ganga vel

RitstjórnFréttir

Söngleikurinn Grease sem frumsýndur var í Hjálmakletti þann 7. febrúar hefur nú verið sýndur þrisvar fyrir fullu húsi. Sýningin er hin besta skemmtun og nemendur sýna mikil tilþrif í söng, dansi og leik. Næsta sýning verður 20. febrúar og hefst kl. 20:00.  Sunnudaginn 23. febrúar verður sérstök barnasýning sem hefst kl. 16:00.  25. og 27. febrúar verða sýningar kl. 20 …

Rætt um kennslufræði í MB

RitstjórnFréttir

Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, átti fund með kennurum og skólastjórnendum í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skömmu. Ingvar, sem starfað hefur að rannsóknum á kennslu um árabil, ræddi um nám og kennsluhætti 21. aldarinnar og nauðsyn þess að kennarar endurskoði starf sitt og kennsluhætti reglulega með tilliti til þarfa nemenda og breytinga í samfélaginu. Hann tók fjölmörg dæmi af …

Kynning á Landbúnaðarháskóla Íslands

RitstjórnFréttir

Áskell Þórisson útgáfu- og kynningarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri kom í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar nýlega og kynnti nemendum nám og aðra starfsemi Landbúnaðarháskólans. Á Hvanneyri má stunda fjölbreytt starfsmenntanám, BS nám í búvísindum, hestafræði, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði og landgræðslu og umhverfisskipulagsfræðum. Auk þess er boðið upp á rannsóknamiðað meistaranám á Hvanneyri. Greinilegt er að nokkur áhugi er á …

Saga fjarlægra slóða – nemendur gera heimasíðu

RitstjórnFréttir

Nemendur í áfanganum Saga3B05 vinna nú að heimasíðu sem tengist námsefninu. Í áfanganum er lögð áhersla á sögu Afríku, Asíu og Ameríku. Heimasíðuna er að finna á slóðinni https://sites.google.com/site/fjarlaegarslodir/ og er allt efnið unnið af nemendum. Í seinni hluta áfangans er svo stefnt að því að gefa út tímarit. Sögukennari og umsjónarmaður verkefnisins er Ívar Örn Reynisson.  

Innritun á starfsbraut MB

RitstjórnFréttir

Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst þann 3. febrúar næstkomandi og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja sjálfir veflykil á menntagatt.is en að öðru leyti er þessi innritun með sama hætti og almenn innritun. Upplýsingar um skóla sem bjóða upp á starfsbrautir má finna á menntagatt.is. Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski …

Prjónamaraþon

RitstjórnFréttir

Útskriftarhópur MB tekur nú þátt í prjónamaraþoni. Það fé sem safnast með áheitum rennur í útskriftarsjóð nemenda. Maraþonið hófst á hádegi þann 28. janúar og stendur í sólarhring. Handavinnuhúsið, Nettó og fleiri aðilar gáfu garn en nemendur munu gefa afurðirnar til Rauða krossins. Það eru einkum treflar sem krakkarnir prjóna. Á myndinni má þó sjá dæmi um frumlega hannað höfuðfat. …

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk rennur út 15. febrúar

RitstjórnFréttir

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2014 er til 15.febrúar næstkomandi. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum og/eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna. Nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili og fjölskyldu eiga rétt á jöfnunarstyrk. Upplýsingar um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu er að finna á www.lin.is https://www.lin.is/jofnun/skolar/innskr.jsp

MB mætir MH í annarri umferð Gettu betur

RitstjórnFréttir

Spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hófst nú í janúar. Lið MB sigraði Framhaldsskólann í Austur Skaftafellssýslu í fyrstu umferð með 19 stigum gegn 10. Í næstu umferð mætir lið MB liði Menntaskólans við Hamrahlíð og fer keppnin fram í útvarpshúsinu við Efstaleiti þann 26. janúar næstkomandi. Lið MB skipa  Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sandri Shabansson og Þorkell Már Einarsson og varamaður er …

Góður árangur nemenda MB á Íslandsmeistaramóti í dansi

RitstjórnFréttir

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmeistaramót í suður-amerískum dönsum með frjálsri aðferð (meistaraflokkur). Samhliða mótinu fór einnig fram bikarmeistaramót í standarddönsum með frjálsri aðferð, bikarmeistaramót í grunnsporum og opið wdsf (world dancesport federation) mót á Reykjavíkurleikunum. Tveir fulltrúar MB, Daði Freyr Guðjónsson og Arnar Þórsson, tóku þátt í mótinu ásamt sínum dömum, en báðir keppa þeir fyrir Dansíþróttafélag Borgarfjarðar og …