Tveir kennarar frá Nils Fredriksson menntaskólanum, NFU, í Svedala í Svíþjóð hafa verið í heimsókn í MB undanfarna daga og kynnt sér skólastarfið. Þær Kristin Adegran og Jette Rockum Boeskov eru raungreinakennarar auk þess sem Jette kennir dönsku sem er valgrein í skólanum. Heimsókn þeirra markar upphafið að samstarfi Menntaskóla Borgarfjarðar og NFU en fyrirhugað er að hópur sænskra nemenda …
Nemendur MB í hópi bestu dansara
Um síðustu helgi voru Reykjavíkurleikarnir haldnir í fimmta sinn. Á leikunum var meðal annars keppt í dansi en auk þess fór fram Íslandsmeistaramót í 5 og 5 dönsum með frjálsri aðferð samhliða leikunum. Í MB hefur skapast mikil dansmenning enda ekki langt fyrir nemendur að sækja danstíma þar sem Dansskóli Evu Karenar er starfræktur í sama húsi. Fjórir nemendur MB …
Kennsla í kynjafræði hafin í MB
Á vorönn er nú í fyrsta sinn kenndur kynjafræðiáfangi við skólann. Þetta er skylduáfangi á báðum brautum og er ætlaður fyrir annars árs nema. Virk umræða hefur átt sér stað síðan áfanginn hóf göngu sína enda eru málefni kynjanna ofarlega á baugi í samfélaginu nú um stundir. Meðal annars hefur verið fjallað um stöðu kynjanna í skólablaðinu, fjölbreytileika fjölskyldna, mótunarhyggju …
Samningur um húsnæði fyrir nemendur undirritaður
Menntaskóli Borgarfjarðar hefur gert samning við farfuglaheimilið að Borgarbraut 11-13 um leigu á herbergjum handa nemendum skólans. Um er að ræða leigu á allt að 10 herbergjum. Samkvæmt samningnum getur fjöldi herbergja sem skólinn leigir verið breytilegur og fer það eftir aðsókn nemenda hversu mörg herbergi skólinn greiðir fyrir. Innifalið í samningnum er eftirlit og umsjón leigusala með því að …
Jöfnunarstyrkur til náms
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk til náms á vorönn 2013 er til 15. febrúar næstkomandi. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Um er að ræða annars vegar dvalarstyrk fyrir þá sem verða að dvelja …
Tveir nemendur útskrifuðust með stúdentspróf í janúar
Tveir nemendur, Bjarki Þór Grönfeldt og Herdís Birna Kristjánsdóttir, útskrifuðust með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 11. janúar síðastliðinn. Þau luku bæði námi af félagsfræðabraut. Bjarki hefur nú þegar hafið nám í sálfræði við Háskólann í Reykjavík en Herdís Birna starfar í Arionbanka í Borgarnesi. what is the best antivirus software Á myndinni má sjá Bjarka Þór ásamt Lilju Ólafsdóttur …
Annaskil – vorönn 2013
Stundatöflur verða afhentar mánudaginn 14. janúar kl. 9. Stundatöflur og einkunnir verða aðgengilegar í INNU eftir kl. 16 fimmtudaginn 10. janúar. Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 14. janúar kl. 12:40. Óskir um breytingar á stundatöflu verða afgreiddar frá mánudegi 14. janúar til fimmtudags 17. janúar. best computer security software zp8497586rq
Starf stuðningsfulltrúa á starfsbraut laust til umsóknar
Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 50% starf við starfsbraut skólans á vorönn 2013. Starfið felst í aðstoð við að sinna nemendum á starfsbraut og vinna undir leiðsögn kennara að ýmsum verkefnum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Hæfniskröfur: Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari, kolfinna@menntaborg.is eða í síma 433 …
Eva Lára Vilhjálmsdóttir tekur til starfa við framhaldsskólabraut
Eva Lára Vilhjálmsdóttir kennari hefur verið ráðin í hálft starf við framhaldsskólabraut Menntaskóla Borgarfjarðar á vorönn 2013. Framhaldsskólabraut er eins til tveggja ára námsbraut sem ætluð er fyrir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði inn á aðrar námsbrautir skólans. Um er að ræða 90 – 120 eininga (nýjar framhaldsskólaeiningar) nám sem lýkur með framhaldsskólaprófi á fyrsta hæfniþrepi. Tilgangurinn er að nemendum …
MB keppir í Gettu betur 7. janúar
writing essays ið Menntaskóla Borgarfjarðar í Gettu betur keppir við Verslunarskóla Íslands mánudaginn 7. janúar og verður viðureigninni útvarpað á Rás 2 kl. 20.30. Fyrir hönd MB keppa Eyrún Baldursdóttir, Þorkell Már Einarsson og Sveinn Jóhann Þórðarson. Varamaður er Tinna Sól Þorsteinsdóttir. Þjálfari liðsins er sem fyrr Heiðar Lind Hansson og aðstoðarþjálfari er Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson. Nemendur skólans ætla …