Tveir nemendur luku námi við skólann nú í janúar. Það voru þær Erla Rún Rúnarsdóttir á Náttúrufræðibraut og Linda Björk Jakobsdóttir á Félagsfræðabraut. Þar sem ekki er formleg brautskráningarathöfn í janúar fengu þær stöllur afhent skíreini hjá skólameistara en munu taka þátt í athöfninni í vor með þeim nemendum sem þá brautskrást. Starfsfólk MB óskar Erlu Rún og Lindu Björk …
Skólameistaraskipti í Menntaskóla Borgarfjarðar
Í dag tók Lilja S. Ólafsdóttir við starfi skólameistara í Menntaskóla Borgarfjarðar þegar Ársæll Guðmundsson lét formlega af störfum sem skólameistari. Lilja hefur verið aðstoðarskólameistari í frá því að skólastarf hófst í MB. Við í MB óskum Lilju til hamingju með nýja starfið um leið og við þökkum Ársæli fyrir samstarfið á liðnum árum.
Vorönn 2011
Stundatöflur (og tölvur til nýnema sem eru í 12 einingum eða fleiri) verða afhentar föstudaginn 14. janúar kl. 10. Stundatöflur og einkunnir verða aðgengilegar í INNU eftir kl. 16 fimmtudaginn 13. janúar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 17. janúar. Óskir um breytingar á stundatöflu verða afgreiddar frá mánudegi 17. janúar til miðvikudags 19. janúar. how to get your ex back? …
Kennsla hafin að nýju
Kennsla hófst að nýju eftir jólafrí í dag mánudaginn 3. janúar. Nemendur mættu í skólann eftir gott jólafrí. Ekki var annað að sjá og heyra en að nemendur hefðu haft það gott í jólafríinu og væru til í að takast á við námið að nýju.
Skólameistari lætur af störfum
Ársæll skólameistari við MB lætur af störfum núna um áramótin. Hann mun taka við embætti skólameistara við Iðnskólann í Hafnafirði. Ársæll mun þó starfa í MB eitthvað fram í janúar samhliða starfi sínu í Hafnafirði. Við í MB óskum Ársæli velfarnaðar í nýja starfinu og þökkum samstarfið á liðunum árum. spy app for android zp8497586rq
Danskeppni
Síðasta skóladag ársins var haldin danskeppni í skólanum. Dans á stórann þátt í starfi skólans og allir nemendur taka áfanga í dansi. Keppendur í danskeppninni tóku nokkra dansa. Dómnefnd var skipuð tveim danspörum frá svæðinu. Í lokin voru úrslitin tilkynnt og dómnefndin tók nokkur spor. Eva Karen danskennari skólans hafði umsjón með danskeppninni. write my paper Formenn nemendafélagið þau Logi …
Áskorendadagur
Hinn árlegi áskorendadagur fór fram 16. desember. Hann fer þannig fram að nemendur og starfsmenn skólans velja hvor um sig 5 keppnisgreinar. Síðan má hvort lið taka eina grein út. Þær greinar sem keppt var í núna voru “sploinge dong” sem felst í því að notuð er blaðra út bolta og reynt að koma henni í mark andstæðinganna, ekki má …
Skólinn komin í jólabúninginn
Nemendur og starfsfólk skólans mættu í hátíðarsal skólans kl. 10:30 fimmtudaginn 2. desember og hófust handa við að skreyta jólatré skólans sem var búið að koma fyrir í salnum. Jólatréð var svo fært á opið svæði fyrir innan aðalinngang skólans. Það mun það fá að njóta sín fram yfir jól. Spiluð voru jólalög og myndaðist þessi fína jólastemming í skólanum. …
07-08-09-10 fundur
07-08-09-10 fundur var á sal skólans miðvikudaginn 1. des kl 11:00. Lilja aðstoðarskólameistari fór yfir það sem er framundan fram að jólum. Einnig sagði nemendafélagið frá því sem er á döfinni hjá þeim. essay writing zp8497586rq
Menntaskóli Borgarfjarðar er nú ,,skóli á grænni grein“
Menntaskóli Borgarfjarðar hefur nú gengið til liðs við verkefnið ,,Skólar á grænni grein„. Með þátttöku í þessu verkefni á vegum Landverndar stefnir Menntaskóli Borgarfjarðar að því að auka þekkingu og efla virðingu fyrir náttúru og umhverfi lands og hafs. Jafnframt vill Menntaskóli Borgarfjarðar stuðla að góðri umgengni og sjálfbærri nýtingu auðlinda og vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum.