Jöfnunarstyrkur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu vefkerfi framhaldsskólanna eða í netbankanum! Umsóknarfrestur vegna vorannar 2017 er til 15. febrúar næstkomandi! Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd

Þrír nemendur útskrifuðust með stúdentspróf í desember

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Þrír nemendur, Bergþóra Lára Hilmarsdóttir, Hera Sól Hafsteinsdóttir og Stefnir Ægir Berg Stefánsson,  útskrifuðust með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 20. desember síðastliðinn. Þau luku öll námi af náttúrufræðibraut.  Á myndinni má sjá Bergþóru Láru ásamt Lilju S. Ólafsdóttur aðstoðarskólameistara

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð til 4. janúar en skóli hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 6. janúar. Hægt er að ná í skólameistara í síma 894-1076 ef málin þola ekki bið.

Skólastarf á vorönn 2017

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Skólastarf á vorönn hefst föstudaginn 6. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar sendar í tölvupósti 4. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:20 þann 6. janúar. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu miðvikudaginn 4. janúar 2017. Skólagjöld fyrir vorönn eru 12.000 krónur og samanstanda af 7.000 króna innritunargjaldi og 5.000 króna þjónustugjaldi. Eindagi þessara gjalda er 3. janúar. Nemendafélagsgjald …

Menntskælingar í útvarpi

sissiFréttir

Jólaútvarp Óðals fór í loftið í gærmorgun 12. des með pompi og prakt þar sem unglingar grunnskólans í Borgrnesi standa fyrir fjölbreyttri útvarpsdagskrá. Okkar fólk hér í Menntaskóla Borgarfjarðar lætur ekki sitt eftir liggja og tekur þátt í fjörinu. Nemendur MB standa fyrir tveimur þáttum, annars vegar mun leikfélagið Sv1 flytja þátt kl:16:00 í dag. Og fara yfir leikstarfið sem …

Jólakveðja

sissiFréttir

Nemandi á starfsbraut óskar félögum sínum gleðilegra jóla og býður upp á jólasælgæti sem félagarnir eru ánægðir með.

Fyrirlestur um geðræn málefni

RitstjórnFréttir

Hópur háskólanema hefur unnið að því að búa til fræðsluefni um geðræn málefni fyrir nemendur í menntaskólum. Í kringum þetta starf var félagið Hugrún stofnað en að því standa nemendur í læknisfræði, sálfræði og hjúkrunarfræði við HÍ. Markmið fræðslunnar eru m.a. að eyða fordómum tengdum geðsjúkdómum og að kenna nemendum hvað stuðli að góðri andlegri heilsu. Í morgun komu þau …

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2017

RitstjórnFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2017 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700