Brautskráning stúdenta vorið 2013

RitstjórnFréttir

Brautskráning stúdenta frá Menntaskóla Borgarfjarðar verður föstudaginn 7. júní næstkomandi og hefst kl. 14:00. antivirus software reviews Að þessu sinni útskrifast 23 nemendur með stúdentspróf. Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst flytur hátíðarræðu og nemendur bjóða upp á tónlistaratriði. Að brautskráningu lokinni verður nemendum og gestum boðið upp á kaffi og konfekt í Hjálmakletti. zp8497586rq

Innritun – haustönn 2013

RitstjórnFréttir

Innritun eldri nemenda (fæddir 1996 eða fyrr) sem ekki eru í skólanum á þessari önn hófst miðvikudaginn 1. maí og lýkur föstudaginn 31. maí. Innritað er á menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 10. júní Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis mánudaginn …

Skóladagatalið er komið

RitstjórnFréttir

Skóladagatal fyrir skólaárið 2013 – 2014 hefur verið birt. Það má finna undir Námið – Skóladagatal. best mac antivirus software zp8497586rq

Skólablaðið Egla kemur út í þriðja sinn

RitstjórnFréttir

Þriðja tölublað skólablaðsins Eglu er komið út. Efni blaðsins er fjölbreytt, viðtöl við fyrrverandi og núverandi nemendur, uppskriftabók fátækra MB-inga, umfjöllun um félagslíf og kosningar, hugleiðingar nemenda um margvísleg efni, stjörnuspá o.fl. Sérstaka athygli vekja fallegar ljósmyndir Kristínar Jónsdóttur og Gunnhildar Birnu Björnsdóttur. Ritstjórn Eglu skipa að þessu sinni þau Íris Pedersen, Arnar Þórsson, Dagbjört Birgisdóttir, Áslaug María Agnarsdóttir, Pétur …

Vordagur í MB – þjóðfundur, leikir og gaman

RitstjórnFréttir

Í dag, mánudaginn 27. maí var haldinn hátíðlegur vordagur nemenda og starfsfólks. Dagskráin hófst klukkan 13.20 með því að efnt var til eins konar þjóðfundar um málefni skólans. Skipaðir voru sex manna hópar sem, undir öruggri stjórn borðstjóra, ræddu sín á milli  um helstu áhugaefni sín varðandi skólann. Í niðurstöðum umræðnanna sem kynntar voru af borðstjórum komu fram margar athyglisverðar …

Heilsueflandi framhaldsskóli – MB hlýtur gullverðlaun

RitstjórnFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar hefur hlotið tvenn gullverðlaun fyrir verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli á skólaárinu 2012 – 2013. Verðlaunin eru fyrir framúrskarandi árangur; í fyrsta lagi við að tryggja tækifæri nemenda og starfsfólks til hreyfingar og í öðru lagi fyrir aðgengi nemenda og starfsfólks að hollum mat. Heilsueflandi framhaldsskóli byggist á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með …

Kynjafræðiferð

Kynjafræði á ferðinni

RitstjórnFréttir

 Á vorönn hefur kynjafræði verið kennd í fyrsta sinn við Menntaskóla Borgarfjarðar. Liður í mörgum áföngum Menntaskóla Borgarfjarðar er að fara í vettvangsferð og er kynjafræðin engin undantekning þar. Farið var til Reykjavíkur fimmtudaginn 16. maí þar sem sumir af helstu vegvísum kynjafræðinnar voru heimsóttir. Fyrst var farið á Kvennasögusafnið í Þjóðarbókhlöðunni. Þá var kvennaheimilið Hallveigarstöðum heimsótt þar sem rætt …

Óskað er eftir tveimur stuðningsfulltrúum á starfsbraut MB

RitstjórnFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar auglýsir tvær 70% stöður stuðningsfulltrúa á starfsbraut skólans skólaárið 2013 til 2014. Störfin felast annars vegar í að aðstoða nemanda með fötlun við nám og athafnir daglegs lífs. Viðkomandi þarf að vera karlkyns og geta hafið störf 20. ágúst nk. Hins vegar er um að ræða starf sem felst í aðstoð við að sinna nemendum á starfsbraut og …

Heimsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

RitstjórnFréttir

Nýlega fóru kennarar Menntaskóla Borgarfjarðar í kynningar- og vinnuferð í Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem staðsettur er í Grundarfirði. Skólarnir tveir eiga margt sameiginlegt, þeir telja hvor um sig innan við tvö hundruð nemendur, mikil áhersla er lögð á upplýsingatækni og allt nám er skipulagt með aðstoð kennslukerfisins Moodle.  Námsmat í báðum skólum byggir á leiðsagnarmati þar sem kennarar meta vinnu nemenda …

Tveir nemendur MB fá styrk úr afreksmannasjóði UMSB

RitstjórnFréttir

Tveir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar, þeir Daði Freyr Guðjónsson og Bjarki Pétursson, hlutu styrk úr afreksmannasjóði UMSB. Daði Freyr er dansari hjá Dansíþróttafélagi Borgarfjarðar og Bjarki Pétursson er kylfingur úr Golfklúbbi Borgarness. Alls fengu sex íþróttamenn styrk að þessu sinni. Afreksmannasjóður UMSB var stofnaður á sambandsþingi 2008 og er tilgangur sjóðsins að styrkja afreksfólk, einstaklinga eða hópa innan UMSB sem náð …