Elín Heiða og Angela

Nemendur starfsbrautar tóku þátt í stuttmyndakeppni

RitstjórnFréttir

Þann 21. mars síðastliðinn var haldin stuttmyndakeppni starfsbrauta. Að þessu sinni fór keppnin fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Nemendur starfsbrautar Menntaskóla Borgarfjarðar tóku þátt í keppninni og framlag þeirra var stuttmyndin Skipt um gír. Starfsbrautir flestra framhaldsskóla tóku þátt í keppninni en í ár voru það nemendur starfsbrautar Fjölbrautaskóla Vesturlands sem báru sigur úr býtum. Einnig voru skemmtiatriði og happdrætti …

Fræðst um sögu Snorra í Reykholti

RitstjórnFréttir

Nýverið fóru nemendur í íslensku 2B06 í heimsókn í Reykholt til þess að skoða sýningu um ævi og störf Snorra Sturlusonar sem þar hefur verið sett upp. Nemendurnir hafa nýlokið við að lesa Gylfaginningu og frásagnarkafla Snorra Eddu og undirbúa sig nú fyrir að skrifa ritgerð um efnið. Það var því vel við hæfi að fara í Reykholt og njóta …

Kynning á lokaverkefnum

Nemendur kynna lokaverkefni sín

RitstjórnFréttir

Nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar skrifa á lokaönn sinni í skólanum svokölluð lokaverkefni um viðfangsefni að eigin vali. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Tilgangur lokaverkefna er margþættur. Þau veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og hægt er að vinna lokaverkefni í tengslum við ýmsar stofnanir og jafnvel …

Fáðu já heimsókn

RitstjórnFréttir

Verkefnisstjórn innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum styrkti gerð stuttmyndarinnar  Fáðu já  en í myndinni er fjallað um mörkin milli ofbeldis og kynlífs. Handritshöfundar stuttmyndarinnar eru Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. essay writers Myndin var fyrir skömmu sýnd í Menntaskóla Borgarfjarðar. Í tengslum við það komu svo góðir gestir …

Háskóladagurinn 9. mars

RitstjórnFréttir

Nú er hinn árlegi Háskóladagur skammt undan en hann verður haldinn laugardaginn 9. mars kl. 12-16. Að deginum standa allir háskólar landsins sem kynna þar ítarlega nám og starf skólanna. Boðið verður upp á líflega og skemmtilega dagskrá sem verður í Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og í Háskólabíói og mun frír strætisvagn keyra á milli yfir daginn. post pregnancy …

Skóla- og þjónustusamningar undirritaðir

RitstjórnFréttir

Þann 23. janúar sl. var undirritaður Þjónustusamningur um kennslu á framhaldsskólastigi milli Menntaskóla Borgarfjarðar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Samningurinn er um þjónustu skólans og aðbúnað vegna náms til framhaldsskólaprófs, stúdentsprófs og náms á starfsbraut og gildir til ársins 2017. Skólasamningur Menntaskóla Borgarfjarðar við mennta- og menningarmálaráðuneytið var undirritaður 22. febrúar 2013. Samningurinn gildir til 31. desember 2017. Í samningnum koma fram …

Hestahópur NMB

Hestamenn í MB

RitstjórnFréttir

Innan Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) er meðal annars starfræktur hestahópur. Í hópnum eru 8 nemendur, þau Auður Ósk Sigurþórsdóttir, Axel Örn Ásbergsson, Ágústa Rut Haraldsdóttir, Berglind Ýr Ingvarsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Klara Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Axel Björnsson og Sigrún Rós Helgadóttir. Þau undirbúa sig nú af kappi fyrir framhaldsskólamótið í hestaíþróttum og eru á  keppnisnámskeiði undir leiðsögn Birnu Tryggvadóttur. Mótið verður haldið …

Lionsklúbburinn Agla styrkir starfsbrautina

Starfsbrautin fær gjöf frá Lionsklúbbnum Öglu

RitstjórnFréttir

Starfsbraut Menntaskóla Borgarfjarðar leitaði í nóvember síðastliðnum til Lionsklúbbsins Öglu um styrk til kaupa á Ipad spjaldtölvu og kennsluforritinu Clicker 6. Skemmst er frá því að segja að klúbburinn brást vel við erindinu og hefur nú fært starfsbrautinni þessa höfðinglegu gjöf.  Ipad spjaldtölvan hentar vel við kennslu nemenda með sérþarfir og mikið er til af kennsluforritum, fyrir slíka tölvu, sem …

Í Steinaríki Íslands

Vettvangsferð í Steinaríki Íslands

RitstjórnFréttir

Í dag fóru nemendur í JAR 1A06 (jarðfræði) í árlega í vettvangsferð í Steinaríki Íslands á Akranesi ásamt Þóru Árnadóttur raungreinakennara. Nemendur skoðuðu safnið og öfluðu sér gagna í verkefni sem þeir vinna í næstu tímum og tengist helstu flokkum íslenskra steintegunda. writing services zp8497586rq

Innritun á starfsbraut hefst 1. febrúar

RitstjórnFréttir

Innritun á starfsbrautir framhaldsskólanna fyrir fatlaða nemendur hefst þann 1. febrúar næstkomandi og stendur til 28. febrúar. Auglýsing þess efnis var birt í dagblöðum um síðustu helgi. Þar sem menntamálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar um nöfn nemenda í grunnskólum sem sækja munu um á starfsbrautum fá grunnskólar send bréf til foreldra/forráðamanna sem þeir verða beðnir að koma til skila til hlutaðeigandi. …