40 nemendur brautskráðir

RitstjórnFréttir

Föstudaginn 8. júní brautskráðust 40 nemendur frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Að þessu sinni brautskráðust 22 nemendur af félagsfræðabraut, 15 nemendur af náttúrufræðibraut, einn nemandi með viðbótarnám til stúdentsprófs og tveir nemendur af starfsbraut. Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál þar sem hún fór yfir það helsta í skólastarfinu. Kór Menntaskóla Borgarfjarðar flutti nokkur lög undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur. Þá komu …

Opið fyrir umsóknir eldri nemenda

RitstjórnFréttir

Opið er fyrir innritun eldri nema, nemendur sækja um skólavist inn á www.menntagatt.is Sjá námsbrautir og áfanga í boði á haustönn á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Nánari upplýsingar um innritun á skrifstofu skólans í síma 433-7700.

Jón Þór Jónasson færði skólanum veglega bókargjöf í minningu konu sinnar

RitstjórnFréttir

Á brautskráningu nemenda föstudaginn 8. júní sl. færði Jón Þór Jónasson  frá Hjarðarholti skólanum veglega bókargjöf í minningu konu sinnar Sigríðar Þorvaldsdóttur húsfreyju í Hjarðarholti Stafholtstungum. Sigríður var fædd 21. janúar 1938 en lést 5. ágúst 1999. Í ávarpi sínu rakti Jón að Sigríður hefði haft mikinn áhuga á leiklist og starfað af mikilli fórnfýsi í leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna. Þá …

Innritun nemenda – haustönn 2012

RitstjórnFréttir

Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis föstudaginn 8. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit. Nánari upplýsingar um innritun í framhaldsskóla má fá á Menntagátt einnig á skrifstofu skólans í síma 433-7700.

Herbergi til leigu

RitstjórnFréttir

Herbergi til leigu fyrir nemendur MB að Þorsteinsgötu 5 neðri hæð ( við hliðina á Íþróttamiðstöðinni ) Næsta skólaár (2012 – 2013) eru fjögur einstaklingsherbergi til leigu í íbúð að Þorsteinsgötu 5 í Borgarnesi fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar. Eitt herbergjanna getur verið leigt út sem tveggja manna ef þörf er á. Í öllum herbergjum getur verið rúm, fataskápur, skrifborð og …

Portúgalfarar – 85 km. að baki

RitstjórnFréttir

Nú eru Portúgalfararnir okkar komnir til Lissabon eftir að hafa gengið sannkallaða pílagrímagöngu eða 85 km leið til Fatíma sem er helgur staður kaþólikka í Portúgal, nokkuð norðan viði Lissabon. Þetta var mikið ævintýr og lífsreynsla sem innihélt blóð, svita, tár, blöðrur, verki, verkjalyf, sjúkrahúshjálp, rigningu, sól, hita, sólbruna og margt, margt fleira eins og þau segja sjálf frá í …

Skólablaðið Egla – ný ritstjórn

RitstjórnFréttir

Boðað var til aðalfundar Skólablaðsins Eglu 2. maí. Ný ritstjórn var kjörin og mun hún vinna að haustútgáfu blaðsins. Athugið að í september að sumarleyfi loknu gefst nýnemum og öðrum áhugasömum tækifæri á að koma inn í skólablaðsstarfið. Ritstjórn er sem hér segir: Ritstjóri: Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson Aðstoðarritstjóri: Íris Ragnarsdóttir Pedersen Gjaldkeri: Eyrún Baldursdóttir Markaðsstjóri: Bárður Jökull Bjarkarson Vefsíðu og – greinastjóri: …

Úrslit í kosningum NMB

RitstjórnFréttir

Mánudaginn 30. apríl var kosið í nýja stjórn nemendafélags skólans. Nýr formaður er Lilja Hrönn Jakobsdóttir og með henni í stjórn eru Eyrún Baldursdóttir gjaldkeri, Berglind Ýr Ingvarsdóttir ritari og Pétur Freyr Sigurjónsson skemmtanastjóri. Einn stjórnarmaður í viðbót verður kjörinn úr hópi nýnema í haust. Við óskum nýrri stjórn farsældar í starfi og til hamingju með kosninguna.