Menntun fyrir störf framtíðar

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar, með stuðningi Sóknaráætlunar Vesturlands, heldur þann 19. maí stafræna ráðstefnu undir yfirskriftinni “Menntun fyrir störf framtíðarinnar”. Hvernig ætlum við að undirbúa nemendur, skólakerfið og fyrirtækin fyrir hraðar breytingar næstu ára og hefur COVID-19 flýtt þessum breytingum? Mjög áhugaverður hópur fyrirlesara ætlar að ræða sína framtíðarsýn og deila með okkur, sjá hér að neðan. Ráðstefnunnni verður streymt á heimasíðu …

Fjarnám við MB!

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Fjarnám í MB er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundin hátt.  Í fjarnámi hafa nemendur aðgang að kennara sínum á ákveðnum tímum í gegnum tölvusamskipti og öllu efni er miðlað á vefumsjónarkerfi. Verkefni eru þannig sett inn á kennslukerfi (Moodle) skólans sem nemendur fá aðgang að og þangað sækja nemendur verkefnin og skila einnig.  Í …

Skólahald eftir 4. maí

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Mánudaginn 4. maí kl. 8:20 opnum við skólann eins mikið og hægt er, miðað við þær reglur og takmarkanir sem okkur eru settar sem við að sjálfsögðu hlítum. Mjög mikilvægt er að allir sýni ábyrgð og fylgi reglum sóttvarnayfirvalda um handþvott, sótthreinsun og fjarlægðarmörk. Opnunartími skrifstofu verður með hefðbundnum hætti og þar geta nemendur leitað upplýsinga um allt sem þeim þykir …

Innritun á haustönn 2020

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun eldri nemenda (fæddir 2003 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst mánudaginn 6. apríl og lýkur sunnudaginn 31. maí. Þeir nota til þess rafræn skilríki eða Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is  Sótt er um á menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 6. maí til 10. júní. Nemendur í 10. …

Gleðilega páska – páskaleyfi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Föstudagurinn 3. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 15. apríl kl. 8:20. Gleðilega páska!

Forinnritun í framhaldsskóla á haustönn 2020

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Forinnritun nemenda í 10. bekk stendur yfir dagana 9. mars til 13. apríl Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2004 eða síðar) hófst mánudaginn 9. mars og lýkur 12. apríl nk. Nemendur fá sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í …

Líf og fjör í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Þó svo að hefðbundn kennsla sé ekki í gangi innan veggja MB er alltaf líf og fjör í skólanum. Það fer fram á öðrum vígstöðum en hefðbundið er. Nemendur og kennarar takast á við kennslu og nám um leið og þeir sinna sínum hugðarefnum. Hér má sjá nokkrar myndir úr skólalífinu í MB þessa vikuna.

Námsmat í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

  NÁMSMATIÐ ER SAMOFIÐ ÖLLU SKÓLASTARFI OG MIKILVÆGUR HLUTI LEIÐARINNAR AÐ AUKINNI ÞEKKINGU OG SKILNINGI. Námsmatið er fyrst og fremst leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda, og að leiðbeina þeim um hvað betur megi fara, er í brennidepli. Leiðsagnarmat er til að fylgjast með og sjá stöðuna meðan á námi stendur. Megintilgangur leiðsagnarmats er að gera nemendur meðvitaða um það sem …

Bréf frá Almannavörnum

admin.aronaFréttir

Allir nemendur, starfsfólk og foreldrar fengu bréf frá Almannavörnum er varða viðbrögð vegna Covid-19 veirunnar. Við hvetjum alla til að lesa bréfið og kynna ykkur efni þess. Hér er bréfið á íslensku, ensku og pólsku.