Haustdagar Menntaskóla Borgarfjarðar

RitstjórnFréttir

Mánudaginn 10. október verður enginn kennsla vegna starfsdags kennara. Dagana 11. – 13. október verða haustdagar með uppbroti á hefðbundinni kennslu. Nemendur munu taka þátt í skuggakosningum og vinna verkefni sem tengjast lýðræði, með lýðræðislegum vinnubrögðum. Við fáum ýmsa fyrirlestra og kynningar og nemendur kynna verkefni sín á sal á fimmtudaginn 13. okt klukkan 10 – 12 (tímasetning gæti breyst). …

Heimsókn MB til NFU í Svedala

RitstjórnFréttir

Dagana 26. september til 1. október sl. heimsótti hópur nemenda MB, ásamt kennurum, NFU menntaskólann í Svedala á Skáni. Ferðin er hluti af verkefninu: „From Egill Skallagrímsson to frontline science“.  Þetta var þriðja heimsókn af fjórum og í annað skiptið sem nemendur MB fóru út. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og ýmislegt gert bæði til fróðleiks og skemmtunar. Í þessari heimsókn reyndi …

Úr félagslífi MB

RitstjórnFréttir

  Paintball ferð nemenda MB í skemmtigarðinn. Nemendur Menntaskólanns fóru á fimmtudaginn 22.09.16 í skemmtigarðinn í Reykjavík þar sem þau tóku þátt í framhaldsskólakeppni í Paintball 2016. Alls kepptu níu lið þennan dag Þrjú sjö manna karla lið og eitt kvenna liðanna var frá okkur í MB. Menntaskóli Borgarfjarðar fékk tvö lið áfram í næsta riðil keppninnar sem fram fer innan fárra vikna. …

Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur til 15. október

RitstjórnFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2016 – 2017. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum og / eða INNU. Umsóknarfrestur vegna haustannar 2016 er til 15. október næstkomandi.   Þið getið kynnt ykkur reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is auk þess sem við á skrifstofu MB aðstoðum og gefum …

Skólahald fellur niður miðvikudaginn 7. september

RitstjórnFréttir

Af óviðráðanlegum ástæðum fellur allt skólahald niður á morgun. Verið er að tengja vatn í nýbygginguna við Borgarbraut og því verður kaldavatnslaust milli klukkan 9 og 14 hér í Menntaskóla Borgarfjarðar og af hreinlætissjónarmiðum hefur verið ákveðið að fella niður skólahald. 

Skólastarf hafið

RitstjórnFréttir

Þann 17. ágúst mættu nýnemar fullir eftirvæntingar í morgunverð með starfsfólki Menntaskóla Borgarfjarðar. Að loknu ávarpi skólameistara hittu nemendur umsjónarkennara sína sem kynntu skólastarfið fyrir þeim.  Menntaskóli Borgarfjarðar býður nemendur velkomna til starfa og óskar þeim velfarnaðar í námi og daglegu lífi.

Raddbeiting og raddvandamál

RitstjórnFréttir

Í dag heimsótti Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir talmeina- og raddfræðingur Menntaskóla Borgarfjarðar og miðlaði af þekkingu sinni og reynslu. Það er mikilvægt fyrir kennara að beita rödd sinni rétt þannig að áheyrendur geti heyrt vel og greinilega auk þess sem nauðsynlegt er að hlustunarskilyrði séu fyrir hendi. „Sá sem notar rödd sína í atvinnuskyni er í raun og veru að …

Haustönn 2016 – skólabyrjun

RitstjórnFréttir

Miðvikudaginn 17. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks.  Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) þriðjudaginn 16. ágúst. Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Skólastarf hefst fimmtudaginn 18. ágúst samkvæmt stundatöflu. Fundur með …

Sumarleyfi – lokun skrifstofu

RitstjórnFréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 20. júní vegna sumarleyfa.  Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 3. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is eða aðstoðarskólameistara á netfangið lilja@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 867-2386

Brautskráning Menntaskóla Borgarfjarðar

RitstjórnFréttir

Í dag var brautskráning Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem 26 stúdentar voru brautskráðir við hátíðlega athöfn. Nemendur útskrifuðust af Félagsfræðabraut, Félagsfræðabraut – íþróttasviði, Náttúrufræðibraut, Náttúrufræðibraut – íþróttasviði, Náttúrufræðibraut – búfræðisviði og með viðbótarpróf til stúdentsprófs. Hæst á stúdentsprófi að þessu sinni var Anna Þórhildur Gunnarsdóttir sem nú nýverið útskrifaðist einnig með framhaldspróf í píanóleik. Anna Þórhildur fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir framúrskarandi …