Þemadagar í MB

RitstjórnFréttir

Dagana 13. – 15. október eru þemadagar í MB. Hefðbundin kennsla er lögð niður en þess í stað munu nemendur vinna að ýmsum verkefnum í stærri og minni hópum. Slíkt uppbrot á skólastarfi tíðkast víða í framhaldsskólum og er kærkomin tilbreyting fyrir bæði nemendur og kennara. Þema þessara daga er andstæður og munu hóparnir vinna hver að sinni útfærslu á því orði. Auk þess …

West Side

RitstjórnFréttir

West Side er samstarfsverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefur staðið um nokkurra ára skeið. Á West Side hittast nemendur skólanna, keppa í ýmsum greinum og dagskránni lýkur með balli.  West Side var að þessu sinni haldið í Ólafsvík þann 8. október síðastliðinn. Rúmlega 50 nemendur frá MB lögðu leið sína til Ólafsvíkur. Keppt var í blaki, …

Samstarf MB og NFU í Svedala

RitstjórnFréttir

Í vikunni hefur hópur nemenda MB ásamt kennurum verið í heimsókn í NFU menntaskólanum í Svedala á Skáni.  NFU á í samstarfi við MB en þetta er í fyrsta sinn sem nemendur MB  heimsækja NFU. Ferðin er hluti af verkefninu „From Egill Skallagrímsson to frontline science“ sem felur í sér ýmis verkefni og heimsóknir. Sem dæmi má nefna heimsókn í víkingaþorpið í Fótavík eða …

Jöfnunarstyrkur – opið fyrir umsóknir

RitstjórnFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2015 – 2016. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum og / eða INNU. Umsóknarfrestur vegna haustannar 2015 er til 15. október næstkomandi.   Þið getið kynnt ykkur reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is auk þess sem við á skrifstofu MB aðstoðum og gefum …

Smásöluverslun á Vesturlandi

RitstjórnFréttir

Í vor stóð SSV (Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi) að könnun á kauphegðun viðskiptavina smásöluverslunar í Borgarnesi, Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík. Verkefnið var unnið í samstarfi við nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar stóðu vaktina við verslanirnar Bónus og Nettó í Borgarnesi og tóku viðskiptavini á tal. Unnið var svo úr niðurstöðunum í tölfræðitíma …

Nýnemar mættir til starfa

RitstjórnFréttir

Nýnemar mættu fullir eftirvæntingar í morgunverð með starfsfólki Menntaskóla Borgarfjarðar í morgun. Skólameistari bauð nýnema velkomna og talaði um þessi merku tímamót í lífi ungmennanna. Umsjónarkennarar hittu svo sína nemendur og fóru yfir helstu reglur skólans og kynntu skólastarfið fyrir nemendum. Fyrstu dagarnir munu fara í að kynnast þessu nýja umhverfi, læra á kennslukerfið og að setja sig í stellingar fyrir …

Haustönn 2015 – skólabyrjun

RitstjórnFréttir

Þriðjudaginn 18. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks.  Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) þriðjudaginn 18. ágúst. Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Skólastarf hefst miðvikudaginn 19. ágúst samkvæmt stundatöflu. Fundur …

Sumarleyfi – lokun skrifstofu

RitstjórnFréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 19. júní vegna sumarleyfa.  Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 867-2386

Fréttabréf vorannar

RitstjórnFréttir

Fréttabréf MB er nú komið út en þar ef að finna fréttir úr skólalífinu á vorönn.  Ábyrgðarmaður fréttabréfsins er Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari.

Brautskráning

RitstjórnFréttir

24 nemendur brautskráðust frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 5. júní. 22 nemendur luku stúdentsprófi og 2 nemendur útskrifuðust af starfsbraut. Dúx skólans er Úrsúla Hanna Karlsdóttir. Hún hlaut viðurkenningu Arionbanka fyrir besta árangur á stúdentsprófi  og jafnframt hlaut hún viðurkenningar frá danska sendiráðinu fyrir dönsku, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum, Háskólanum í Reykjavík fyrir góðan árangur í …