Sumarleyfi – lokun skrifstofu

RitstjórnFréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 19. júní vegna sumarleyfa.  Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 867-2386

Fréttabréf vorannar

RitstjórnFréttir

Fréttabréf MB er nú komið út en þar ef að finna fréttir úr skólalífinu á vorönn.  Ábyrgðarmaður fréttabréfsins er Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari.

Brautskráning

RitstjórnFréttir

24 nemendur brautskráðust frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 5. júní. 22 nemendur luku stúdentsprófi og 2 nemendur útskrifuðust af starfsbraut. Dúx skólans er Úrsúla Hanna Karlsdóttir. Hún hlaut viðurkenningu Arionbanka fyrir besta árangur á stúdentsprófi  og jafnframt hlaut hún viðurkenningar frá danska sendiráðinu fyrir dönsku, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum, Háskólanum í Reykjavík fyrir góðan árangur í …

Dimmission

RitstjórnFréttir

Nemendur sem útskrifast í vor dimmittera í dag. Krakkarnir fóru um bæinn og vöktu kennara með söng og glensi í morgun og borðuðu svo morgunverð með kennurum og starfsfólki í skólanum. Síðan var haldið út í vorið og litið við á ýmsum stöðum í bænum. Klukkan 11.20 hefst svo skemmtidagskrá dimmittenda í  hátíðarsal skólans og eru allir velkomnir. Útskrift verður …

Brautskráning 5. júní

RitstjórnFréttir

Föstudaginn 5. júní næstkomandi verður brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin verður á sal skólans og hefst kl. 11:00. Rúmlega 20 stúdentar munu útskrifast frá skólanum auk tveggja nemenda af starfsbraut. Allir velkomnir.

Ný stjórn Nemendafélags MB

RitstjórnFréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2015 -16 fóru fram í dag. Nýju stjórnina skipa þau Egill Þórsson formaður, Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir gjaldkeri, Ágúst Vilberg Jóhannsson skemmtanastjóri og Haukur Birgisson ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Nemendafélagið eða NMB hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 2007. Stjórn þess er tengiliður nemenda …

Krufningar

RitstjórnFréttir

Nemendur í líffræði fengu nýlega það óvenjulega verkefni að kryfja tvær tófur sem voru skotnar  í landi Brennistaða í Flókadal. Krufning á læðunni leiddi í ljós 7 nær fullburða yrðlinga.  Verkefnið gaf nemendum góðar upplýsingar um líffærafræði spendýra. Þeir nemendur sem ekki treystu sér til að koma beint að krufningunni fengu að fylgjast með úr fjarlægð.

Fyrsti stúdentinn af búfræðisviði náttúrufræðibrautar

RitstjórnFréttir

Berglind Ýr Ingvarsdóttir útskrifast í júní af sameiginlegri braut Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hún útskrifast því samtímis með stúdentspróf af búfræðisviði náttúrufræðibrautar og búfræðipróf. Nemendur þessarar sameiginlegu brautar taka fyrstu tvö námsárin í menntaskólanum og leggja þá áherslu á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raunvísinda. Síðan taka við tvö ár í búfræðinámi á …

Í High School of Glasgow

RitstjórnFréttir

Í byrjun mars fóru starfsmenn MB í náms- og kynnisferð til Glasgow. Þrír skólar voru heimsóttir í ferðinni, Glasgow University, Glasgow Kelvin College og High School of Glasgow. Meðfylgjandi frétt birtist nýverið á vef síðastnefnda skólans. http://www.glasgowhigh.com/news/2015/march/visitors-from-iceland/ Við fengum sérlega góðar móttökur í skólunum þremur og mikla fræðslu um menntakerfið skoska og kennslu á öllum skólastigum.