Innritun eldri nemenda (fæddir 1997 eða fyrr) fyrir haustönn 2014 fer fram dagana 4. apríl – 31. maí. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis þriðjudaginn 10. júní. Innritun fer fram á www.menntagatt.is Nánari upplýsingar um innritun má fá á skrifstofu skólans í síma 433 7700. Upplýsingar …
Tökum til hendinni
Í tilefni af verkefninu “Tökum til hendinni” ákvað starfsfólk Menntaskólans taka til hendinni í nágrenni skólans. Fengnir voru steinsteyptir hringir í Loftorku til að verja birkiplöntur sem aðskilja bílastæði skólans og Hyrnutorgs. Þrjár myndarlegar birkiplöntur frá Sædísi í gróðrarstöðinni Gleym mér ei voru gróðursettar og beð næst Borgarbrautinni hreinsað, lagfært og bætt í það plöntum sem Agnes Hansen garðyrkjufræðingur og …
Sögunemar í Lundúnum
Nemar í áfanganum SAG3B05, sem er lokaáfangi í sögu við MB, fóru á dögunum í ferðalag til Lundúna ásamt kennara sínum Ívari Erni Reynissyni. Meginmarkmið ferðarinnar var að kynnast nánar sögu fjarlægra slóða en British Museum hefur að geyma mikla fjársjóði í þá veru. Hópurinn dvaldi nokkuð á safninu en fékk einnig afar áhugaverða leiðsögn ljósmyndarans Lisu Ross og safnstjórans …
Stefnt er að framhaldi dreifnáms í Búðardal
Menntaskóli Borgarfjarðar hefur á yfirstandandi skólaári átt í samstarfi við Dalabyggð um framhaldsdeild fyrir nemendur sem stunda nám við MB. Námið er skipulagt sem dreifnám. Nemendur hafa því aðstöðu í Búðardal en fylgjast með kennslustundum í MB á netinu. Þrisvar á önn koma svo Dalamennirnir í staðbundnar lotur í Borgarnesi. Átta nemendur stunduðu nám í framhaldsdeildinni í vetur. Ákveðið hefur …
Síðbúin árshátíð
Árshátíð Nemendafélags MB verður haldin föstudagskvöldið 16. maí nk. Árshátíðin er nú í seinna lagi vegna verkfalls kennara sem hafði vitaskuld ekki bara áhrif á nám nemenda heldur líka félagslíf. Samkoman hefst kl. 19:00 með glæsilegum kvöldverði sem foreldrafélag skólans sér um. Kennurum og öðru starfsfólki er boðið í kvöldverðinn og á skemmtunina. Nemendur annast skemmtiatriði af margvíslegum toga og …
Nemendur vinna verkefni í íþróttahúsi
Hluti af námi í áfanganum íþróttafræði 3A06 felst í því að nemendur fá tækifæri til að taka þátt í þjálfun einstaklinga í þreksalnum í íþróttahúsinu. Nemendur útbúa æfingaáætlun fyrir einstaklinginn og framkvæma æfingarnar með honum. Verkefnið tókst vel og voru bæði „þjálfarar“ og gestir íþróttahússins ánægðir. Á myndinni er Harpa Bjarnadóttir nemandi í MB ásamt ánægðum viðskiptavini.
Þjónustu- og samskiptanámskeið
Þjónustu- og samskiptanámskeið er nýr 20 kennslustunda áfangi við Menntaskóla Borgarfjarðar í samvinnu við verkefnið „Hækkun menntunarstigs í Norðvesturkjördæmi“. Áhersla er lögð á tengingu milli skóla og atvinnulífs og gefur áfanginn eina einingu til stúdentsprófs. Námskeiðið er sniðið fyrir fólk á aldrinum 15 til 25 ára sem vinnur eða hefur hug á að vinna við verslunar- og þjónustustörf. Markmið námskeiðsins …
Innritun fyrir haustönn 2014
Innritun annarra en 10. bekkinga verður til 10. júní Innritun eldri nemenda (fæddir 1997 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla er hafin og lýkur föstudaginn 10. júní. Innritað er á www.menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 5. maí til 10. júní Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um …
Nemendur úr MB fá úthlutað úr afreksmannasjóði UMSB
Tilkynnt var um úthlutun úr afreksmannasjóði Ungmennasambands Borgarfjarðar, fyrir afrek á árinu 2013, á stjórnarfundi UMSB sem fram fór fyrir skömmu. Til úthlutunar úr sjóðnum voru 240.000 krónur. Styrkþegar að þessu sinni eru Arnar Þórsson fyrir dans, Benjamín Karl Styrmisson fyrir dans, Bjarki Pétursson fyrir golf, Bjarni Guðmann Jónsson fyrir badminton, Birgitta Björnsdóttir fyrir dans, Daði Freyr Guðjónsson fyrir dans, …
Páskaleyfi
Páskaleyfi verður dagana 18. – 21. apríl. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.