Nám í alþjóðlegum menntaskóla

RitstjórnFréttir

Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um skólavist við Alþjóðlegan menntaskóla Rauða krossins (Red Cross Nordic United World College) í Flekke, Noregi.  Skólinn er rekinn sameiginlega af Norðurlöndunum í tengslum við Rauða krossinn. Nám við skólann tekur tvö ár og lýkur því með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaureat Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. Íslensk stjórnvöld eiga aðild að …

Kennsludögum bætt við vegna verkfalls

RitstjórnFréttir

Á fundi kennara í Menntaskóla Borgarfjarðar var ákveðið að kenna samkvæmt stundaskrá dagana 14., 15. og 16. apríl (þ.e. mánudag, þriðjudag og miðvikudag í dymbilviku) og fimmtudaginn 1. maí. Auk þess verður kennslustundum eins föstudags dreift á síðdegi í maí og verður það fyrirkomulag kynnt innan skamms. Með þessum hætti fá nemendur að nokkru leyti bætt upp kennslutap sem þeir …

Verkfalli lokið – kennsla hefst að nýju

RitstjórnFréttir

Föstudaginn 4. apríl var undiritaður kjarasamningur KÍ/framhaldsskóla og Menntaskóla Borgarfjarðar.  Kjarasamningurinn byggir á kjarasamningi KÍ/framhaldsskóla og fjármálaráðherra sem var undirritaður sama dag. Verkfalli hefur því verið frestað og kennsla hefst samkvæmtstundatöflu mánudaginn 7. apríl.  Fundur verður með kennurum og nemendum strax í upphafi vikunnar þar sem farið verður yfir skólastarfið framundan. Skólameistari

Efnilegir hestamenn í MB

RitstjórnFréttir

Árlegt framhaldsskólamót í hestaíþróttum fór fram laugardaginn 29. mars síðastliðinn. Mótið var haldið í nýrri reiðhöll hestamannafélagsins Spretts á Kjóavöllum í Kópavogi. Af hálfu Menntaskóla Borgarfjarðar kepptu Guðbjörg Halldórsdóttir, Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Sigrún Rós Helgadóttir og Þorgeir Ólafsson. Mótið var gríðarlega sterkt og árangur liðs MB góður en Guðný Margrét hreppti 5. sæti í fjórgangi og Þorgeir Ólafsson 3. sæti …

Skólahúsnæðið er opið nemendum, frítt í þrek og sund

RitstjórnFréttir

Borgarbyggð í samstarfi við Íþróttamiðstöð Borgarness býður nemendum Menntaskóla Borgarfjarðar frítt í þrek og sund alla virka daga meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. Nemendur MB eru hvattir til að nýta sér þetta tilboð. Nemendur eru minntir á að Menntaskóli Borgarfjarðar er opinn, skrifstofa, bókasafn og mötuneyti er opið. Nemendur eru hvattir til að mæta og nýta sér aðstöðuna. Skólameistari.

Nemendur taka sæti á framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga

RitstjórnFréttir

Talsverður stjórnmálaáhugi er meðal nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar. 7 núverandi og fyrrverandi nemendur skólans eiga nú sæti á framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 31. maí næstkomandi. Pétur Már Jónsson, nemandi við MB, skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokks. Þrír fyrrum nemendur MB eiga jafnframt sæti á listanum. Maren Sól Benediktsdóttir verkfræðinemi skipar 9. sæti, Íris Gunnarsdóttir viðskiptafræðinemi 12. sæti …

Innritun í framhaldsskóla haustönn 2014

RitstjórnFréttir

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1998 eða síðar) hófst mánudaginn 3. mars og lýkur föstudaginn 11. apríl. Nemendur fá bréf frá Námsmatsstofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum afhent í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Námsmatsstofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. Innritun annarra en …

Spurningakeppni Getspekifélags MB

RitstjórnFréttir

Getspekifélag Menntaskóla Borgarfjarðar stóð fyrir spurningakeppni nýlega. Að þessu sinni kepptu þrjú lið; Múffi, Landslið Mímis og Suzuki Club. Síðastnefnda liðið fór með sigur af hólmi en það skipuðu þeir Eyvindur Jóhannsson, Pétur Freyr Sigurjónsson og Egill Þórsson. Verðlaunin voru ekki af verri endanum; hver liðsmaður fékk 10.000 króna gjafabréf frá sveitahótelinu Hraunsnefi í Norðurárdal. Aðrir keppendur fengu konfektkassa fyrir …

Nemendur í tölfræði gerðu skoðanakönnun í samstarfi við SSV

RitstjórnFréttir

Nemendur í tölfræðiáfanga hjá Bjarna Þór Traustasyni gerðu á dögunum könnun á kauphegðun viðskiptavina í Nettó og Bónus. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, sá um að búa til spurningalista en niðurstöður könnunarinnar verða notaðar í rannsóknum á vegum samtakanna. Meðal spurninga sem lagðar voru fyrir viðskiptavini verslananna var hvaðan þeir kæmu og fyrir hve háa upphæð þeir …

Okkar maður í 25. sæti á landsvísu

RitstjórnFréttir

Úrslitakeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema veturinn 2013-2014 fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 8. mars sl.  Þorkell Már Einarsson nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar var í hópi 48 nemenda af landinu öllu sem náðu þeim árangri að komast í úrslitakeppnina að afloknum undankeppnum. Þorkell Már hafnaði að lokum í 25. sæti sem verður að teljast mjög góður árangur. Þorkell Már, sem einnig …