Tveir nemendur MB fá styrk úr afreksmannasjóði UMSB

RitstjórnFréttir

Tveir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar, þeir Daði Freyr Guðjónsson og Bjarki Pétursson, hlutu styrk úr afreksmannasjóði UMSB. Daði Freyr er dansari hjá Dansíþróttafélagi Borgarfjarðar og Bjarki Pétursson er kylfingur úr Golfklúbbi Borgarness. Alls fengu sex íþróttamenn styrk að þessu sinni. Afreksmannasjóður UMSB var stofnaður á sambandsþingi 2008 og er tilgangur sjóðsins að styrkja afreksfólk, einstaklinga eða hópa innan UMSB sem náð …

Gleðilegt sumar

RitstjórnFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar óskar nemendum, starfsfólki og velunnurum skólans    gleðilegs sumars.

Menntaþing 2013

RitstjórnFréttir

Í dag, föstudaginn 19. apríl,  verður haldið menntaþing í Hjálmakletti. Meginmarkmið menntaþingsins er að ræða hvernig efla megi samstarf skóla í Borgarbyggð og vekja athygli á því mikla og góða skólastarfi sem þar fer fram. Sveitarfélagið, sem telur rúmlega 3000 íbúa, hefur á sínum snærum fimm leikskóla, tvo grunnskóla, einn menntaskóla, tvo háskóla, dansskóla, tónlistarskóla og símenntunarmiðstöð. Stjórnendur skólanna eiga …

Heimsókn frá Kalmar

RitstjórnFréttir

17 nemendur og 4 kennarar frá menntaskóla í Kalmar í Svíþjóð eru nú í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þeir taka sérstaklega þátt í jarðfræði- og líffræðikennslu og hefur Þóra Árnadóttir náttúrufræðikennari umsjón með heimsókninni. Gestirnir komu til landsins á síðdegis á miðvikudag og héldu rakleiðis í Borgarnes þar sem þeir gista á heimilum nemenda. Á fimmtudag var farið í vettvangsferð …

Framboðsfundur

Hraðstefnumót með frambjóðendum til alþingiskosninga

RitstjórnFréttir

Nýverið var boðað til „hraðstefnumóts“ nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar og frambjóðenda í Norðvesturkjördæmi til alþingiskosninga. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki mættu í skólann og svöruðu spurningum nemenda og kennara. Fundurinn fór þannig fram að fundargestir skiptust í hópa sem sátu hver við sitt borð. Frambjóðendur skiptust síðan á um að setjast við borðin og svara fyrirspurnum. Þannig gafst nemendum tækifæri til …

Góðir gestir frá Húsavík

RitstjórnFréttir

Kennarar og stjórnendur Framhaldsskólans á Húsavík komu í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar í dag til þess að kynna sér starfsemi skólans og fræðast um sérstöðu hans. Lilja Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari fjallaði um leiðsagnarmatið sem einkennir námsmat skólans og Ívar Örn Reynisson greindi frá þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi vegna innleiðingar nýrrar aðalnámskrár en innleiðingin er allvel á veg …

Elín Heiða og Angela

Nemendur starfsbrautar tóku þátt í stuttmyndakeppni

RitstjórnFréttir

Þann 21. mars síðastliðinn var haldin stuttmyndakeppni starfsbrauta. Að þessu sinni fór keppnin fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Nemendur starfsbrautar Menntaskóla Borgarfjarðar tóku þátt í keppninni og framlag þeirra var stuttmyndin Skipt um gír. Starfsbrautir flestra framhaldsskóla tóku þátt í keppninni en í ár voru það nemendur starfsbrautar Fjölbrautaskóla Vesturlands sem báru sigur úr býtum. Einnig voru skemmtiatriði og happdrætti …

Fræðst um sögu Snorra í Reykholti

RitstjórnFréttir

Nýverið fóru nemendur í íslensku 2B06 í heimsókn í Reykholt til þess að skoða sýningu um ævi og störf Snorra Sturlusonar sem þar hefur verið sett upp. Nemendurnir hafa nýlokið við að lesa Gylfaginningu og frásagnarkafla Snorra Eddu og undirbúa sig nú fyrir að skrifa ritgerð um efnið. Það var því vel við hæfi að fara í Reykholt og njóta …

Kynning á lokaverkefnum

Nemendur kynna lokaverkefni sín

RitstjórnFréttir

Nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar skrifa á lokaönn sinni í skólanum svokölluð lokaverkefni um viðfangsefni að eigin vali. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Tilgangur lokaverkefna er margþættur. Þau veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og hægt er að vinna lokaverkefni í tengslum við ýmsar stofnanir og jafnvel …