Þrír fyrrum nemendur og einn núverandi nemandi úr Menntaskóla Borgarfjarðar eiga sæti á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi. Þetta eru þau Klara Sveinbjörnsdóttir, sem skipar 13. sæti á lista Framsóknarflokksins, Inga Björk Bjarnadóttir, sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar, Ólafur Þór Jónsson, sem skipar 9. sæti á sama lista og Bjarki Þór Grönfeld, sem skipar 9. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar …
Íþróttasvið í MB
Síðastliðið haust hófst kennsla á íþróttasviði við félags- og náttúrufræðibrautir MB. Á íþróttasviði er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun auk kjarna á viðkomandi brautum. Um er að ræða 220 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími að jafnaði er 6 annir. Námsbrautum með íþróttasviði er ætlað að veita nemendum undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta-, …
Bjarki kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar og íþróttamaður Borgarbyggðar
Bjarki Pétursson kylfingur úr Golfklúbbi Borgarness og nemadi við MB hefur verið útnefndur íþróttamaður Borgarfjarðar og íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2012. Fyrri útnefningin var kynnt við athöfn á Íþróttahátíð UMSB sem fram fór í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi laugardaginn 2. febrúar síðastliðinn. Stjórn sambandsins og stjórnir aðildarfélaga þess velja íþróttamann ársins. Þetta er í þriðja skipti sem Bjarki er kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar. …
Fjölbreytt lokaverkefni í MB
Frá upphafi skólastarfs við Menntaskóla Borgarfjarðar hafa nemendur unnið sérstök lokaverkefni á síðustu námsönn sinni við skólann. Um er að ræða einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og yfirleitt velja nemendur sér viðfangsefni sem tengjast sérstökum áhugasviðum hvers og eins. Vinnan við …
Magnús Kristjánsson vann sigur í söngvakeppni MB
Söngvakeppni Menntaskóla Borgarfjarðar fór fram fimmtudagskvöldið 31. janúar sl. Flutt voru átta lög. Sigurvegari að þessu sinni varð Magnús Kristjánsson, í öðru sæti var Gunnlaugur Yngvi Sigfússon og þær Angela Danuta Gonder, Elín Heiða Sigmarsdóttir og Helga Björg Hannesdóttir hlutu útnefninguna „bjartasta vonin“. Allir þátttakendur stóðu sig vel og var dómnefndinni því nokkur vandi á höndum. Hana skipuðu Theódóra Þorsteinsdóttir, …
Samstarf við menntaskólann í Svedala í Svíþjóð
Tveir kennarar frá Nils Fredriksson menntaskólanum, NFU, í Svedala í Svíþjóð hafa verið í heimsókn í MB undanfarna daga og kynnt sér skólastarfið. Þær Kristin Adegran og Jette Rockum Boeskov eru raungreinakennarar auk þess sem Jette kennir dönsku sem er valgrein í skólanum. Heimsókn þeirra markar upphafið að samstarfi Menntaskóla Borgarfjarðar og NFU en fyrirhugað er að hópur sænskra nemenda …
Nemendur MB í hópi bestu dansara
Um síðustu helgi voru Reykjavíkurleikarnir haldnir í fimmta sinn. Á leikunum var meðal annars keppt í dansi en auk þess fór fram Íslandsmeistaramót í 5 og 5 dönsum með frjálsri aðferð samhliða leikunum. Í MB hefur skapast mikil dansmenning enda ekki langt fyrir nemendur að sækja danstíma þar sem Dansskóli Evu Karenar er starfræktur í sama húsi. Fjórir nemendur MB …
Kennsla í kynjafræði hafin í MB
Á vorönn er nú í fyrsta sinn kenndur kynjafræðiáfangi við skólann. Þetta er skylduáfangi á báðum brautum og er ætlaður fyrir annars árs nema. Virk umræða hefur átt sér stað síðan áfanginn hóf göngu sína enda eru málefni kynjanna ofarlega á baugi í samfélaginu nú um stundir. Meðal annars hefur verið fjallað um stöðu kynjanna í skólablaðinu, fjölbreytileika fjölskyldna, mótunarhyggju …
Samningur um húsnæði fyrir nemendur undirritaður
Menntaskóli Borgarfjarðar hefur gert samning við farfuglaheimilið að Borgarbraut 11-13 um leigu á herbergjum handa nemendum skólans. Um er að ræða leigu á allt að 10 herbergjum. Samkvæmt samningnum getur fjöldi herbergja sem skólinn leigir verið breytilegur og fer það eftir aðsókn nemenda hversu mörg herbergi skólinn greiðir fyrir. Innifalið í samningnum er eftirlit og umsjón leigusala með því að …
Jöfnunarstyrkur til náms
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk til náms á vorönn 2013 er til 15. febrúar næstkomandi. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Um er að ræða annars vegar dvalarstyrk fyrir þá sem verða að dvelja …