Góðar umræður sköpuðust um forvarnir í sveitafélaginu Borgarbyggð á vel heppnuðum kynningarfundi sem fram fór í gær. Þar fjallaði Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greininga um niðurstöður rannsóknar á vímuefnaneyslu meðal nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar og nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Borgarbyggðar og áhrifavalda á vímuefnaneyslu ungs fólks. Fundarmenn voru almennt sammála um þörfina á að efla forvarnir í sveitarfélaginu.
Kynningarfundur um stöðu og þróun vímuefnaneyslu í Borgarbyggð
Menntaskóli Borgarfjarðar og grunnskólar Borgarbyggðar boða til kynningar á niðurstöðum rannsókna á vímuefnaneyslu meðal nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar og nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Borgarbyggðar. Kynningin fer fram kl. 17:00 til 18:00 miðvikudaginn 19. október nk. í Menntaskóla Borgarfjarðar. Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greininga, kynnir niðurstöðurnar og fjallar um áhrifavalda á vímuefnaneyslu ungs fólks.
Kór Menntaskóla Borgarfjarðar
Kór MB hóf störf sín á ný 12. sept. sl. Æfingar í vetur verða alla mánudaga og hefjast kl 17:15. Áhugasamir nemendur eru eindregið hvattir til þátttöku. Kórinn var stofnaður á síðasta ári af Birnu Kristínu Ásbjörnsdóttur og Ingu Björk Bjarnadóttur og hefur nú þegar komið fram á ýmsum skemmtunum. Talsverð nýliðun var á fyrstu æfingu haustsins og vonast meðlimir …
Jöfnunarstyrkur
Opið fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk Athygli er vakin á því að nú er búið að opna fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks. Þeir nemendur sem búa utan Borgarness eru hvattir til að sækja um. Sótt er um á vefslóðinni www.lin.is, inn á ykkar svæði á INNU eða í heimabankanum. Umsóknarfrestur haustannar 2011 er til 15. október næstkomandi. Einnig er hægt að sækja …
Skólaráð Menntaskóla Borgarfjarðar
Kosið var í skólaráð Menntaskóla Borgarfjarðar nú á haustdögum. Í skólaráði sitja skólameistari, aðstoðarskólameistari, tveir fulltrúar kennara og tveir fulltrúar nemenda. Skólaráð er skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar um stjórn skólans. Skólaráð fjallar um starfsáætlun, skólareglur, félagsaðstöðu nemenda og fleira. Fulltrúar nemenda eru Sigríður Þorvaldsdóttir og Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir, fulltrúar kennara eru Anna Guðmundsdóttir og Ingibjörg Ingadóttir. best cigars to …
Lagfæring heimasíðu
11. október 2011 Búast má við truflunum á heimasíðu Menntaskóla Borgarfjarðar í dag og næstu daga vegna breytinga. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta getur valdið.
Nemendur á faraldsfæti
Þessa viku stendur yfir heimsókn 12 nemenda og tveggja kennara Menntaskóla Borgarfjarðar til bæjarins Ermelo í Hollandi. Heimsóknin er liður í skólasamstarfsverkefni sem Menntaskóli Borgarfjarðar er aðili að ásamt skólum í Þýskalandi, Portúgal, Tyrklandi og Hollandi. Markmiðið með verkefninu er að auka skilning nemenda á fólksflutningum og menningarlegum áhrifum þeirra á samfélög. Verkefninu er ætlað að vera tæki til að …
Námsmat í MB
Fyrsta Varðan á þessari önn er í dag, 22. september, þar sem nemendur fá í hendurnar endurgjöf frá kennara í formi leiðsagnarmats. Námsmat í Menntaskóla Borgarfjarðar er fyrst og fremst leiðsagnarmat þar sem lögð er áhersla á að fylgjast vel með námsframvindu nemenda og leiðbeina þeim meðan á námi stendur um hvað megi betur fara. Nemendur eru metnir jafnóðum allan …
Nýjar leiðir í safnastarfi
Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss hélt þann 12.sept. s.l. fyrirlestur fyrir nemendur í Sögu 204 hjá MB. Erindið fjallaði um ævi sr. Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka (1845-1922) og var hugsað sem innlegg í umfjöllun kennara um samtíma hans. Í Safnahúsi hefur verið unnin mikil heimildavinna vegna uppsetningar sýningar um sr. Magnús, en hún var opnuð í vor. Var þetta kærkomið tækifæri …
Vel heppnuð haustferð
Miðvikudaginn 31. ágúst sl. fóru nemendur og starfsfólk MB í árlega óvissuferð með nýnemum. Að vanda var öllum nemendum skólans boðin þátttaka í ferðinni og voru þátttakendur um 90 talsins. Lagt var af stað um kl. 11 og haldið í Hafnarfjörð þar sem nemendur og kennarar fóru í skemmtilegan ratleik um miðbæinn. Hópunum gekk misvel að leysa þrautirnar en ein …