Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar fékk úthlutað veglegum styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands á dögunum. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi.  Menntaskóli Borgarfjarðar sóttist eftir styrk til að  stofna og reka fjölnota skapandi rými sem ber vinnuheitið Kvikan. Kvikan á að styðja við nýsköpun og þróun frumgerða á hugmyndum með því að bjóða aðgang að verkfærum eins og …

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Fimmtudaginn 16. júní  nk. kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf  Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna aðalstjórnarmanna Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins og framlög í varasjóð Ákvörðun um greiðslur …

Framtíðin er hér!

Signý ÓskarsdóttirFréttir

Skólaþróunarverkefnin MB fær verðskuldaða athygli í grein sem birtist í Skólaþráðum fyrr í þessum mánuði. Þar er sagt frá nýjum áherslum skólans á innleiðingu lífsnáms, stafrænnar hönnunar og miðlunar ásamt kennslu STEAM greina  (Science, Technology, Engineering, Art og Math) á öllum brautum skólans til stúdentsprófs. En í STEAM er lögð áhersla á að samþætta vísindi, tækni, verkfræði listir og stærðfræði í viðfangsefnum nemenda. Hér er …

Útskrift 2022

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Föstudaginn 27. maí voru 36 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Þórunn Sara Arnarsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Þórunn minnti samnemendur sína á að dagurinn væri stór áfangi og einn áfangi af mörgum. Í hönd færi nýtt tímabil í þeirra lífi með öllu því sem það hefur upp á að bjóða. Það tímabil bjóði án efa upp á mistök …

Innritun nýnema

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nýnema (nemendur úr 10. bekk) er hafin. Innritunin stendur frá 25. apríl til og með 10. júní. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 433-7700

Viljayfirlýsing

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Í dag skrifaði Ásmundur Einar Daðason undir formlega yfirlýsingu um stuðning ráðuneytisins við skólaþróunarverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar. Með því er Mennta- og barnamálaráðherra að sýna í verki hversu mikilvægt hann telur að styðja við og fjármagna frumkvæði og nýsköpun í skólastarfi. MB vinnur að skólaþróunarverkefninu Menntun fyrir störf framtíðar og hluti af því verkefni er að innleiða STEAM nám og kennslu …

Brautskráning

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Föstudaginn 27. maí fer fram brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin hefst klukkan 14:00 á sal skólans. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Útskriftarnemar eru beðnir um að mæta klukkan 12:00, fá blóm í barm, hópmyndataka (sem verður að þessu sinni fyrir athöfnina) og létt spjall fram að athöfn. Gestir eru hjartanlega velkomnir.

Umsjónarmaður skapandi rýmis

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Umsjón með Kviku í Menntaskóla Borgarfjarðar   Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða umsjónarmann í skapandi rými hjá MB í 100% starf frá og með 1. ágúst 2022.    Kvika er fjölnota skapandi rými sem styður við nýsköpun og þróun með aðgengi að tækjakosti eins og  mynd- og hljóðveri, þrívíddarprenturum, laserskerum, vinylskerum, pressum, saumavélum og fleiri tækjum ásamt rými til listsköpunar. Nemendur …

Útskriftarnemar dimmitera

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendur sem útskrifast 27. maí nk eru að dimmitera í dag. Nemendur mættu í skólann kl. 8:30 og snæddu morgunmat með starfsmönnum skólans sátu þar góða stund og gæddu sér af morgunverðarhlaðborði Sólrúnar. Sprelluðu aðeins á sal skólans og héldu síðan út í hinn stóra heim. Enda daginn með balli með nemendum FVA á Akranesi.