EGLA – skólablað

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Ritsjórn skólablaðsðins Eglu hefur hafið störf og er farin að viða að sér efni.  Ritstjórnina skipa fimm kraftmiklar stúlkur og verður frábært að sjá útkomuna.  Hægt verður að kaupa auglýsingar í blaðinu og mun fyrirtækjum verða boðið að kaupa sér pláss í þessi vinsæla blaði. Ef fyrirtæki og stofnanir vilja auglýsa í blaðinu er þeim bent á að hafa samband …

Kennsla og veður

Bragi Þór SvavarssonFréttir

UPPFÆRTÍ ljósi þess að viðvörunarstig hefur verið fært upp í RAUTT á okkar svæði hefur verið tekin ákvörðun að fella niður alla hefðbundna kennslu á morgun föstudag. ———————————————– Hátt viðbúnaðarstig er um allt land vegna afar slæmrar veðurspár næsta sólarhring. Við í MB viljum ítreka að skólinn verður opinn en viðbúið er að einhverjar truflanir verði á hefðbundinni kennslu vegna …

Viðtalstímar

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar heldur í heiðri persónulegri þjónustu við nemendur. Kennarar eiga í mjög góðu sambandi við sína nemendur og lagt er upp með að vera til taks og ráðgjafar.Til að leggja áherslu á þetta virka og persónulega samtal hér í MB þá höfum við ákveðið að ganga skrefinu lengra og bjóða upp á að viðtalstímar allra kennara séu samkvæmt samkomulagi. …

Líf og fjör

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Það er líf og fjör á göngum MB þessa dagana, stemmingin er að magnast fyrir árshátíð nemenda sem verður fimmta mars. Nemendur hafa ofan af fyrir sér í frítímanum á ýmsan hátt, allt frá tölvuleik til tafls. Í vikunni var svo gefin út nýr bæklingur um skólann og hann má sjá hér

Leikjafræði

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Eitt af keppikeflum MB er að bjóða upp á eins mikið og fjölbreytt val og mögulegt er. MB hefur leitast við að bjóða upp á val sem er hluti tíðarandans hverju sinni og hlustar á óskir nemenda. Einn af valáföngum vorannar 2020 er Tölvuleikjagerð en viðfangsefni áfangans er tölvuleikjagerð og forritun og í áfanganum læra nemendur að gera einfalda tölvuleiki …

Áskorendadagurinn

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Mikil gleði og keppnisandi sveif yfir vötnum í dag. Haldinn var hinn árlegi áskorendadagur starfsfólks og nemenda. Starfsfólk og nemendur kepptu í sjö mismunandi greinum með það að markmiði að hampa farandbikarnum. Keppt er í knattspyrnu, körfubolta, badminton, boccia, waterpong og svo er endað á spurningkeppni. Starfsfólk og nemendur skiptu á milli sín að keppa í þessum greinum og var keppnin hörð. …

Vorönn komin á fullt skrið

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Skóli hófst á þriðjudag eftir gott jólafrí. Vond veður hafa aðeins sett strik í reikninginn þegar kemur að mætingu bæði kennara og nemenda en það hefur þó ekki mikil áhrif á námið því bæði nemendur og kennarar geta haldið sínu striki þökk sé nútímatækni.  Það er alltaf ys og þys þessa fyrstu daga á hverri önn og gaman að sjá …

MB úr leik í Gettu betur.

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Lið MB í Gettu betur, atti kappi við lið FG rétt í þessu. Keppnin var jöfn og spennandi og enduðu leikar 16 – 22 fyrir FG. Okkar krakkar geta verið mjög sátt enda keppnin spennandi fram á lokaspurningu.Okkar lið sat í hljóðveri í Borgarnesi og hinn viðkunnalegi Gísli Einarsson var tæknimaður í þessari beinu útsendingu.