Náttúrufræðibraut Á náttúrufræðibraut MB er lögð áhersla á kjarnagreinar og raunvísindagreinar, s.s. eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Markmið náttúrufræðibrautar er að búa nemendur undir nám í raunvísindum og skyldum greinum á háskólastigi. Nám á náttúrufræðibraut er 200 einingar og það samanstendur af kjarna (187 ein.) og vali (13 ein.). Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið námi á …
Félagsfræðabraut
Á félagsfræðabraut MB er megináherslan lögð á kjarnagreinar og samfélagsgreinar s.s. félagsfræði, sögu, sálfræði, siðfræði og kynjafræði. Félagsfræðabraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í mennta–, félags– og hugvísindadeildum háskóla. Nám á félagsfræðabraut er 200 einingar og það samanstendur af kjarna (180 ein.) og vali (20 ein.). Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið námi á …
Heimsókn í MB
Mánudaginn 24. febrúar bauð MB öllum nemendum í níunda og tíunda bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarness í heimsókn. Hefðbundin kennsla var felld niður og nemendur MB tóku að sér hlutverk gestgjafa og leiddu gestina um skólann. Í skólanum höfðu kennarar sett upp ýmsar stöðvar til að kynna hluta af því námi sem við í MB bjóðum upp á. …
Valáfanginn – Útivist í snjó
Á vorönn 2020 er kenndur áfanginn Útivist í sjón, Í áfanganum er farið í eina vetrarferð með áherslu á skíðaiðkun. Áfanginn hefst á undirbúningi fyrir ferð af þessu tagi og farið yfir atriði sem snúa að því að vinna við krefjandi vetraraðstæður. Farið yfir búnað, nesti, öryggisatriði og líkamlegt ástand sem þarf til ferða að þessu tagi. Nemendur lögðu af …
Skíðaferð NMB
Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar stendur hvert ár fyrir skíðaferð nemenda. Í ár var góð þátttaka og góður hópur fór í Bláfjöll í dag mánudag og koma aftur heim á morgun. Þeim innan handar er Sigurður Örn (Sössi). Bláfjöll skörtuðu sínu fegursta í dag og krakkarnir gátu ekki verið heppnari með veður. Í kvöld er svo spilað og notið samverunnar í einum …
EGLA – skólablað
Ritsjórn skólablaðsðins Eglu hefur hafið störf og er farin að viða að sér efni. Ritstjórnina skipa fimm kraftmiklar stúlkur og verður frábært að sjá útkomuna. Hægt verður að kaupa auglýsingar í blaðinu og mun fyrirtækjum verða boðið að kaupa sér pláss í þessi vinsæla blaði. Ef fyrirtæki og stofnanir vilja auglýsa í blaðinu er þeim bent á að hafa samband …
Kennsla og veður
UPPFÆRTÍ ljósi þess að viðvörunarstig hefur verið fært upp í RAUTT á okkar svæði hefur verið tekin ákvörðun að fella niður alla hefðbundna kennslu á morgun föstudag. ———————————————– Hátt viðbúnaðarstig er um allt land vegna afar slæmrar veðurspár næsta sólarhring. Við í MB viljum ítreka að skólinn verður opinn en viðbúið er að einhverjar truflanir verði á hefðbundinni kennslu vegna …
Viðtalstímar
Menntaskóli Borgarfjarðar heldur í heiðri persónulegri þjónustu við nemendur. Kennarar eiga í mjög góðu sambandi við sína nemendur og lagt er upp með að vera til taks og ráðgjafar.Til að leggja áherslu á þetta virka og persónulega samtal hér í MB þá höfum við ákveðið að ganga skrefinu lengra og bjóða upp á að viðtalstímar allra kennara séu samkvæmt samkomulagi. …
Líf og fjör
Það er líf og fjör á göngum MB þessa dagana, stemmingin er að magnast fyrir árshátíð nemenda sem verður fimmta mars. Nemendur hafa ofan af fyrir sér í frítímanum á ýmsan hátt, allt frá tölvuleik til tafls. Í vikunni var svo gefin út nýr bæklingur um skólann og hann má sjá hér
Leikjafræði
Eitt af keppikeflum MB er að bjóða upp á eins mikið og fjölbreytt val og mögulegt er. MB hefur leitast við að bjóða upp á val sem er hluti tíðarandans hverju sinni og hlustar á óskir nemenda. Einn af valáföngum vorannar 2020 er Tölvuleikjagerð en viðfangsefni áfangans er tölvuleikjagerð og forritun og í áfanganum læra nemendur að gera einfalda tölvuleiki …