Menntun fyrir störf framtíðar

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar, með stuðningi Sóknaráætlunar Vesturlands, heldur þann 19. maí stafræna ráðstefnu undir yfirskriftinni “Menntun fyrir störf framtíðarinnar”. Hvernig ætlum við að undirbúa nemendur, skólakerfið og fyrirtækin fyrir hraðar breytingar næstu ára og hefur COVID-19 flýtt þessum breytingum? Mjög áhugaverður hópur fyrirlesara ætlar að ræða sína framtíðarsýn og deila með okkur, sjá hér að neðan. Ráðstefnunnni verður streymt á heimasíðu …

Fjarnám við MB!

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Fjarnám í MB er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundin hátt.  Í fjarnámi hafa nemendur aðgang að kennara sínum á ákveðnum tímum í gegnum tölvusamskipti og öllu efni er miðlað á vefumsjónarkerfi. Verkefni eru þannig sett inn á kennslukerfi (Moodle) skólans sem nemendur fá aðgang að og þangað sækja nemendur verkefnin og skila einnig.  Í …

Líf og fjör í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Þó svo að hefðbundn kennsla sé ekki í gangi innan veggja MB er alltaf líf og fjör í skólanum. Það fer fram á öðrum vígstöðum en hefðbundið er. Nemendur og kennarar takast á við kennslu og nám um leið og þeir sinna sínum hugðarefnum. Hér má sjá nokkrar myndir úr skólalífinu í MB þessa vikuna.

Námsmat í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

  NÁMSMATIÐ ER SAMOFIÐ ÖLLU SKÓLASTARFI OG MIKILVÆGUR HLUTI LEIÐARINNAR AÐ AUKINNI ÞEKKINGU OG SKILNINGI. Námsmatið er fyrst og fremst leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda, og að leiðbeina þeim um hvað betur megi fara, er í brennidepli. Leiðsagnarmat er til að fylgjast með og sjá stöðuna meðan á námi stendur. Megintilgangur leiðsagnarmats er að gera nemendur meðvitaða um það sem …

Neyðarstig vegna Covid-19

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Eins og kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir hættustigi á landinu vegna veirunnar COVID-19. Það er gert í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar útbreiðslu COVID-19 sýkilsins er að finna á vefsíðu embættis landlæknis á https://www.landlaeknir.is/ Nemendur og starfsfólk sem hafa kvef eða inflúensueinkenni eru hvött til að vinna að heiman ef þess er kostur og …

Náttúrufræðibraut

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Náttúrufræðibraut Á náttúrufræðibraut MB er lögð áhersla á kjarnagreinar og raunvísindagreinar, s.s. eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Markmið náttúrufræðibrautar er að búa nemendur undir nám í raunvísindum og skyldum greinum á háskólastigi. Nám á náttúrufræðibraut er 200 einingar og það samanstendur af kjarna (187 ein.) og vali (13 ein.). Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið námi á …

Félagsfræðabraut

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Á félagsfræðabraut MB er megináherslan lögð á kjarnagreinar og samfélagsgreinar s.s. félagsfræði, sögu, sálfræði, siðfræði og kynjafræði. Félagsfræðabraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í mennta–, félags– og hugvísindadeildum háskóla. Nám á félagsfræðabraut er 200 einingar og það samanstendur af kjarna (180 ein.) og vali (20 ein.). Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið námi á …

Heimsókn í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Mánudaginn 24. febrúar bauð MB öllum nemendum í níunda og tíunda bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarness í heimsókn. Hefðbundin kennsla var felld niður og nemendur MB tóku að sér  hlutverk gestgjafa og leiddu gestina um skólann. Í skólanum höfðu kennarar sett upp ýmsar stöðvar til að kynna hluta af því námi sem við í MB bjóðum upp á. …

Valáfanginn – Útivist í snjó

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Á vorönn 2020 er kenndur áfanginn Útivist í sjón, Í áfanganum er farið í eina vetrarferð með áherslu á skíðaiðkun. Áfanginn hefst á undirbúningi fyrir ferð af þessu tagi og farið yfir atriði sem snúa að því að vinna við krefjandi vetraraðstæður. Farið yfir búnað, nesti, öryggisatriði og líkamlegt ástand sem þarf til ferða að þessu tagi. Nemendur lögðu af …

Skíðaferð NMB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar stendur hvert ár fyrir skíðaferð nemenda. Í ár var góð þátttaka og góður hópur fór í Bláfjöll í dag mánudag og koma aftur heim á morgun. Þeim innan handar er Sigurður Örn (Sössi). Bláfjöll skörtuðu sínu fegursta í dag og krakkarnir gátu ekki verið heppnari með veður. Í kvöld er svo spilað og notið samverunnar í einum …