Mikil gleði og keppnisandi sveif yfir vötnum í dag. Haldinn var hinn árlegi áskorendadagur starfsfólks og nemenda. Starfsfólk og nemendur kepptu í sjö mismunandi greinum með það að markmiði að hampa farandbikarnum. Keppt er í knattspyrnu, körfubolta, badminton, boccia, waterpong og svo er endað á spurningkeppni. Starfsfólk og nemendur skiptu á milli sín að keppa í þessum greinum og var keppnin hörð. …
Vorönn komin á fullt skrið
Skóli hófst á þriðjudag eftir gott jólafrí. Vond veður hafa aðeins sett strik í reikninginn þegar kemur að mætingu bæði kennara og nemenda en það hefur þó ekki mikil áhrif á námið því bæði nemendur og kennarar geta haldið sínu striki þökk sé nútímatækni. Það er alltaf ys og þys þessa fyrstu daga á hverri önn og gaman að sjá …
MB úr leik í Gettu betur.
Lið MB í Gettu betur, atti kappi við lið FG rétt í þessu. Keppnin var jöfn og spennandi og enduðu leikar 16 – 22 fyrir FG. Okkar krakkar geta verið mjög sátt enda keppnin spennandi fram á lokaspurningu.Okkar lið sat í hljóðveri í Borgarnesi og hinn viðkunnalegi Gísli Einarsson var tæknimaður í þessari beinu útsendingu.