Árshátíð NMB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

        Árshátíð Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) var haldin hátíðleg miðvikudagskvöldið 19. maí. Veislustjóri var Jón Jósep Snæbjörnsson eða Jónsi í Svörtum fötum eins og hann er oft kallaður og fórst honum það verkefni vel úr hendi. Veitingar komu  frá Galito á Akranesi eins og undanfarin ár. Foreldrar tóku virkan þátt og aðstoðuðu við frágang og framreiðslu eins …

Aðalfundur MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Hér með er boðað til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar Stund: Þriðjudaginn 27. apríl  nk. kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi   Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf  Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna …aðalstjórnarmanna Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða …

Menntun fyrir störf framtíðar

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Líkt og komið hefur er starfandi innan Menntaskóla Borgarfjarðar starfshópur sem ætlað er að móta tillögur fyrir skólaþróun MB. Markmiðið er að efla sérstöðu og ímynd skólans, koma til móts við nýjar þarfir í menntun ungs fólks, fjölga nemendum og laða að enn fjölbreyttari hóp nemenda auk þess að stuðla að jákvæðari búsetuskilyrðum í Borgarfirði. Margir hópar hafa lagt sitt …

Áfangaval

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar hefur frá stofnun lagt mikinn metnað í að hafa í boði fjölbreytta áfanga fyrir nemendur til að velja úr. Nú stendur yfir val nemenda fyrir vorönn 2021 og óhætt er að segja að framboðið sé fjölskrúðugt. Allir nemendur geta valið áfanga þvert á sínar námsbrautir en auk þess eru nú í boði 10 áfangar sérstaklega á vorönn. Hér …

Samstarf við MB og Háskólans á Bifröst

Bragi Þór SvavarssonFréttir

MB og Háskólinn á Bifröst eiga í góðu samstarfi og núna á vorönn er kenndur áfangi  sem heitir Hagfræði og Markaðsfræði. Um er að ræða samstarfsverkefni MB og Háskólans á Bifröst þar sem tveir af þremur kennurum koma frá Bifröst. Áfanginn skiptist upp í þrjá hluta, almenna markaðsfræði, stafræna markaðsfræði og markaðsaðstæður út frá hagfræðinni. Kennt er í fjarnámi en …

Skíðaferð

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar stendur hvert ár fyrir skíðaferð nemenda. Í ár var frábær þátttaka og hópur 40 nemenda fór á skíðasvæði Tindastóls við Sauðárkrók á  mánudag og koma aftur heim á í kvöld. Þeim innan handar eru Frida og Ásta . Skein við sólu Skagafjörður og  krakkarnir gátu ekki verið heppnari með veður. Í næturgistingunni er svo spilað og notið …

Menntun fyrir störf framtíðar

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur og framsækinn skóli og heldur ótrauður áfram á þeirri braut. Í fyrra vor skipulagði skólinn ráðstefnu sem bar heitið “Menntun fyrir störf framtíðarinnar.” Efni hennar má ennþá nálgast hér: https://www.youtube.com/watch?v=nEgt5LtkHAI&list=PLZiTNsBc714s8U5qztrhZLV867FvoyedW   Ráðstefnan endurspeglaði á margan hátt það sem fullrúar atvinnulífs á Íslandi og OECD telja vera mikilvæga hæfni fyrir framtíðina …

Heimsókn í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

 Í dag fimmtudaginn fjórða mars bauð MB öllum nemendum í tíunda bekk Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarness í heimsókn. Hefðbundin kennsla var felld niður og nemendur MB tóku að sér  hlutverk gestgjafa og leiddu gestina um skólann. Í skólanum höfðu kennarar sett upp ýmsar stöðvar til að kynna hluta af því námi sem við í MB bjóðum upp á. Gerðar …

KVAN hjá MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

            Stórt skref í dag í góðri samvinnu KVAN og MB. Starfsfólk MB hafa síðust vikur verið í þjálfun í lífsleikni með aðferðafræði KVAN og verið afar fróðlegt og ekki síst gaman. Í dag var svo komið að nemendum MB. Hingað komu fimm KVAN – arar sem hittu nemendur í hópum og fóru með þeim …

Mötuneytið

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Starfsemi mötuneytis hefur verið með hefðbundnu sniði nú á vorönn, við getum skipt matsal í tvennt og því geta allir nemendur nýtt sér mötuneytið. Boðið er upp frían hafragraut alla morgna og um þriðjungur nemenda nýtir sér þann góða kost. Vaxandi fjöldi nemenda nýtir sér þann kost að vera í hádegis mat og velja þar með hollan og fjölbreyttan hádegismat. …