Hluti af námi í áfanganum íþróttafræði 3A06 felst í því að nemendur fá tækifæri til að taka þátt í þjálfun einstaklinga í þreksalnum í íþróttahúsinu. Nemendur útbúa æfingaáætlun fyrir einstaklinginn og framkvæma æfingarnar með honum. Verkefnið tókst vel og voru bæði „þjálfarar“ og gestir íþróttahússins ánægðir. Á myndinni er Harpa Bjarnadóttir nemandi í MB ásamt ánægðum viðskiptavini.
Þjónustu- og samskiptanámskeið
Þjónustu- og samskiptanámskeið er nýr 20 kennslustunda áfangi við Menntaskóla Borgarfjarðar í samvinnu við verkefnið „Hækkun menntunarstigs í Norðvesturkjördæmi“. Áhersla er lögð á tengingu milli skóla og atvinnulífs og gefur áfanginn eina einingu til stúdentsprófs. Námskeiðið er sniðið fyrir fólk á aldrinum 15 til 25 ára sem vinnur eða hefur hug á að vinna við verslunar- og þjónustustörf. Markmið námskeiðsins …
Innritun fyrir haustönn 2014
Innritun annarra en 10. bekkinga verður til 10. júní Innritun eldri nemenda (fæddir 1997 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla er hafin og lýkur föstudaginn 10. júní. Innritað er á www.menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 5. maí til 10. júní Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um …
Nemendur úr MB fá úthlutað úr afreksmannasjóði UMSB
Tilkynnt var um úthlutun úr afreksmannasjóði Ungmennasambands Borgarfjarðar, fyrir afrek á árinu 2013, á stjórnarfundi UMSB sem fram fór fyrir skömmu. Til úthlutunar úr sjóðnum voru 240.000 krónur. Styrkþegar að þessu sinni eru Arnar Þórsson fyrir dans, Benjamín Karl Styrmisson fyrir dans, Bjarki Pétursson fyrir golf, Bjarni Guðmann Jónsson fyrir badminton, Birgitta Björnsdóttir fyrir dans, Daði Freyr Guðjónsson fyrir dans, …
Páskaleyfi
Páskaleyfi verður dagana 18. – 21. apríl. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.
Nám í alþjóðlegum menntaskóla
Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um skólavist við Alþjóðlegan menntaskóla Rauða krossins (Red Cross Nordic United World College) í Flekke, Noregi. Skólinn er rekinn sameiginlega af Norðurlöndunum í tengslum við Rauða krossinn. Nám við skólann tekur tvö ár og lýkur því með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaureat Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. Íslensk stjórnvöld eiga aðild að …
Kennsludögum bætt við vegna verkfalls
Á fundi kennara í Menntaskóla Borgarfjarðar var ákveðið að kenna samkvæmt stundaskrá dagana 14., 15. og 16. apríl (þ.e. mánudag, þriðjudag og miðvikudag í dymbilviku) og fimmtudaginn 1. maí. Auk þess verður kennslustundum eins föstudags dreift á síðdegi í maí og verður það fyrirkomulag kynnt innan skamms. Með þessum hætti fá nemendur að nokkru leyti bætt upp kennslutap sem þeir …
Verkfalli lokið – kennsla hefst að nýju
Föstudaginn 4. apríl var undiritaður kjarasamningur KÍ/framhaldsskóla og Menntaskóla Borgarfjarðar. Kjarasamningurinn byggir á kjarasamningi KÍ/framhaldsskóla og fjármálaráðherra sem var undirritaður sama dag. Verkfalli hefur því verið frestað og kennsla hefst samkvæmtstundatöflu mánudaginn 7. apríl. Fundur verður með kennurum og nemendum strax í upphafi vikunnar þar sem farið verður yfir skólastarfið framundan. Skólameistari
Efnilegir hestamenn í MB
Árlegt framhaldsskólamót í hestaíþróttum fór fram laugardaginn 29. mars síðastliðinn. Mótið var haldið í nýrri reiðhöll hestamannafélagsins Spretts á Kjóavöllum í Kópavogi. Af hálfu Menntaskóla Borgarfjarðar kepptu Guðbjörg Halldórsdóttir, Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Sigrún Rós Helgadóttir og Þorgeir Ólafsson. Mótið var gríðarlega sterkt og árangur liðs MB góður en Guðný Margrét hreppti 5. sæti í fjórgangi og Þorgeir Ólafsson 3. sæti …
Skólahúsnæðið er opið nemendum, frítt í þrek og sund
Borgarbyggð í samstarfi við Íþróttamiðstöð Borgarness býður nemendum Menntaskóla Borgarfjarðar frítt í þrek og sund alla virka daga meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. Nemendur MB eru hvattir til að nýta sér þetta tilboð. Nemendur eru minntir á að Menntaskóli Borgarfjarðar er opinn, skrifstofa, bókasafn og mötuneyti er opið. Nemendur eru hvattir til að mæta og nýta sér aðstöðuna. Skólameistari.