Fjármálastjóri annast fjárreiður skólans, færir bókhald, sér um áætlanagerð, uppgjör og fleira. Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af bókhaldi og fjármálastjórnun. Hæfni í mannlegum samskiptum Ráðið verður í starfið frá 1. september nk. Nánari upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari, kolfinna@menntaborg.is eða í síma 866 1314. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst og skal senda umsóknir how to get your …
Framhaldsdeild í Búðardal – dreifnám frá MB
Menntaskóli Borgarfjarðar og Dalabyggð hafa gert með sér samkomulag um að hefja rekstur framhaldsdeildar í Dalabyggð nú í haust. Menntaskóli Borgarfjarðar sér um og skipuleggur dreifnám fyrir nemendur í Búðardal. Nemendur stunda fjarnám með nútíma samskiptalausnum auk þess að koma þrisvar á önn í Borgarnes í stuttar námslotur. Dalabyggð leggur til húsnæði og nauðsynlegan búnað. Jenny Nilson hefur verið ráðin …
Sumarleyfi – lokun skrifstofu
Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst. Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið kolfinna@menntaborg.is eða á aðstoðarskólameistara á netfangið lilja@menntaborg.is
Umsjónarmaður dreifnáms í Búðardal óskast
Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða starfsmann í 80% starf til að hafa umsjón með dreifnámi við framhaldsskóladeild í Búðardal. cheap oem software download Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með nemendum í Búðardal, eftirlit með skólasókn, aðstoð við nemendur í kennslustundum, samskipti við kennara MB, umsjón með námsaðstöðu og tækjabúnaði og umsjón með námslotum í Borgarnesi. Viðkomandi þarf að …
MB fær kort af gönguleiðum í nágrenni skólans
Inga Vildís Bjarnadóttir forvarnarfulltrúi og Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar komu færandi hendi í Menntaskóla Borgarfjarðar í dag með kort af gönguleiðum í nágrenni skólans. Kortið er framlag Borgarbyggðar til verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli – hreyfing. cheap software download Heilsueflandi framhaldsskóli byggist á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með það að markmiði að stuðla að vellíðan …
Mæðginin Erla og Ísak útskrifast saman
Mæðginin Guðlín Erla Kristjánsdóttir og Sigurdór Ísak Hálfdánarson útskrifuðust saman með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 7. júní síðastliðinn. Erla er lyfjatæknir og sjúkraliði að mennt og hefur auk þess rekið hannyrðaverslun. Hún útskrifaðist með viðbótarnám til stúdentsprófs. Ísak, sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut, hefur sótt um skólavist við íþróttakennaradeild Háskóla Íslands á Laugarvatni. buy antivirus software Erla er í hópi …
23 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar
Í dag voru stúdentar brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar í fimmta sinn. Tíu stúdentar luku námi á félagsfræðabraut, ellefu á náttúrufræðibraut og tveir luku viðbótarnámi til stúdentsprófs. Bjarni Traustason kennari stýrði athöfninni, Lilja S. Ólafsdóttir, aðstoðarskólameistari, flutti annál og Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, flutti gestaávarp. Að lokinni brautskráningu hélt Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir ræðu fyrir hönd útskriftarhópsins og athöfninni lauk …
Dreifnám í MB
Dreifnám í MB er þannig uppbyggt að nýttir eru allir helstu kostir fjarnáms auk þess sem nemendur hafa aðgang að kennara sínum á ákveðnum tímum. Nýjasta tækni í vefumsjón og tölvusamskiptum er notuð til að gera námið aðgengilegt. Þannig verða verkefni sett inn á sérstakt kennslukerfi (Moodle) sem nemendur fá aðgang að og þangað sækja nemendur verkefnin og skila einnig. Þá er …
Brautskráning stúdenta vorið 2013
Brautskráning stúdenta frá Menntaskóla Borgarfjarðar verður föstudaginn 7. júní næstkomandi og hefst kl. 14:00. antivirus software reviews Að þessu sinni útskrifast 23 nemendur með stúdentspróf. Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst flytur hátíðarræðu og nemendur bjóða upp á tónlistaratriði. Að brautskráningu lokinni verður nemendum og gestum boðið upp á kaffi og konfekt í Hjálmakletti. zp8497586rq
Innritun – haustönn 2013
Innritun eldri nemenda (fæddir 1996 eða fyrr) sem ekki eru í skólanum á þessari önn hófst miðvikudaginn 1. maí og lýkur föstudaginn 31. maí. Innritað er á menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 10. júní Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis mánudaginn …