Aðalfundur

RitstjórnFréttir

Föstudaginn 27. ágúst verður aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf haldinn í skólanum að Borgarbraut 54. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og hefst fundurinn kl 14:00.

07-08-09-10 fundur

RitstjórnFréttir

Fimmtudaginn 26. ágúst var haldinn 07-08-09-10 fundur. Þetta er fundur með öllum nemendum skólans og starfsfólki. Ársæll skólameistari fór yfir ýmsa þætti í starfi skólans eins og umgengni og skólareglur. Einnig fór hann yfir skóladagatalið og hvað er framundan í skólastarfinu. Lilja sagði stuttlega frá Innu og Námskjá. Fullrúar frá nemendafélaginu kynntu nemendafélagið og hvað væri framundan á vegum þess. …

Nýnemadagur

RitstjórnFréttir

Í dag er nýnemadagur. Dagurinn hófst með móttöku eldri nema þar sem þeir afhentu nýnemum höfuðklút til aðgreiningar frá þeim eldri. Eldri nemar hafa merkt á gólf skólans sérstakar gönguleiðir ætlaðar nýnemum. Allt er þetta gert til gamans og liður í að efla andann í skólanum.

Móttaka nýnema

RitstjórnFréttir

Þann 2. – 3. september sl. fóru nemendur og kennarar MB í árlega óvissuferð með nýnemum. Að vanda var öllum nemendum skólans boðin þátttaka í ferðinni og voru þátttakendur um 90 talsins. Lagt var af stað um kl. 9 og var fyrsti viðkomustaður bærinn Hestur í Borgarfirði en þar er starfrækt kennslu- og rannsóknafjárhús Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendur fengu fræðslu um …

Ný stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar

RitstjórnFréttir

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar var haldinn 27. ágúst sl. og kaus fundurinn m.a. nýja stjórn en Torfi Jóhannesson og Sóley Sigurþórsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Í stað þeirra komu ný inn i stjórn MB; Vífill Karlsson, hagfræðingur og Hanna Kristín Þorgrímsdóttir, kennari. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar var Vífill Karlsson kjörin formaður, Bernhard Þór Bernhardsson, varaformaður og …

Nemendur koma til starfa

RitstjórnFréttir

Föstudaginn 20. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks. Í framhaldi morgunverðarins fá nýnemar afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Einnig fá nemendur afhentar fartölvur. Eldri nemendur koma til starfa sama dag kl. 13:00 og fá afhentar stundaskrár, fartölvur og önnur tilheyrandi gögn.

Skiptibókamarkaður í fullu gangi

Skiptibókamarkaður NMB

RitstjórnFréttir

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar stendur fyrir skiptibókamarkaði í skólanum. Opið verður á frá 15:00 – 19:00 næstu daga. Þetta fer þannig fram að nemendur skila bókum og fá inneignarnótu á fyrir verðinu á bókunum sem var skilað. Ef keypt er fyrir meira en inneignarnótan segir þarf að borga strax en ef afgangur er af inneigninni verður borgað út í næstu viku. …

Foreldrafundur

RitstjórnFréttir

Mánudaginn 23. ágúst kl 18:00 – 19:00 var fundur stjórnenda MB með foreldrum og forráðamönnum allra nemenda skólans. Á fundinum var almenn kynning á skólastarfinu og fulltrúar í stjórn nemendafélagsins verða með kynningu á starfssemi nemendafélagsins. Tími var til umræðna og fyrirspurna um allt sem snertir skólastarfið. Fundurinn verður í hátíðarsal skólans.

Nemendafjöldi haustönn 2010

RitstjórnFréttir

Nú þegar innritun fyrir haustönn 2010 er lokið er fjöldi nemenda sem óskar eftir skólavist á komandi hausti 150. Þar af eru 29 nemendur sem luku 10. bekk í vor og 21 sem ekki var í skólanum nú á vorönn 2010. Í dag verður þeim sem fengu skólavist send með pósti staðfesting þess efnis og greiðsluseðlar vegna innritunargjalda.

Skrifstofa skólans lokuð

RitstjórnFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar verður lokaður frá og með 28. júní vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofa skólans verður opnuð miðvikudaginn 4. ágúst. Að venju hefst nýtt skólaár með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks, sem verður að þessu sinni föstudaginn 20. ágúst kl. 9:00.