Áskorendadagur kennara og nemenda 2015

RitstjórnFréttir

Í dag var árlegur áskorendadagur kennara og nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar. Kennarar og nemendur kepptu í mismunandi greinum með það að markmiði að hampa farandsbikarnum. Í fyrra unnu kennarar en að þessu sinni höfðu nemendur sigur úr býtum í æsispennandi bráðabana. Fyrir hádegi fór keppnin fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi en keppt var í Splongdong, fótbolta, reipitogi og stígvélakasti. Staðan var …

Lokaverkefni í Frumkvöðlafræði

RitstjórnFréttir

Í dag kynntu nemendur í Frumkvöðlafræði verkefni sín. Nemendur hafa verið að vinna í hópum að verkefni sínu alla önnina ásamt fleiri verkefnum og skiluðu inn greinagerðum í vikunni. Kynningarnar voru góðar og settar fram af miklum metnaði og augljóst að nemendur hafa farið í heilmikla rannsóknarvinnu til að gera kostnaðaráætlanir og markaðsrannsóknir. Ein hugmyndin var að nýju tjaldsvæði í …

Fréttabréf haustannar

RitstjórnFréttir

Fréttabréf MB er nú komið út en þar ef að finna fréttir úr skólalífinu á haustönn.  Ábyrgðarmaður fréttabréfsins er Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari.  

Prjónamaraþon útskriftarnema

RitstjórnFréttir

Útskriftarnemendur Menntaskóla Borgarfjarðar voru í prjónamaraþoni frá klukkan 8 á fimmtudagsmorgun til klukkan 8 í morgun föstudag. Gleðin var við völd en afrakstur maraþonsins fer til Rauða Krossins. Prjónamaraþonið var haldið sem fjáröflun fyrir útskriftarferð nemenda sem farið verður í næstkomandi vor og liggur leiðin til Malaga.

Nóg að gerast í félagsgreinum MB

RitstjórnFréttir

Á dögunum fóru nemendur í stjórnmála- og uppeldisfræði í vettvangsferðir til Reykjavíkur. Á þriðjudag fóru nemendur í uppeldisfræði í heimsókn í RÚV í þeim tilgangi að ræða við stjórnendur Krakkarúv. Heimsóknin tókst vel og mikið var rætt um Krakkafréttir sem Borgnesingurinn Guðmundur Björn Þorbjörnsson stýrir ásamt öðrum. Heimsóknin tók svo óvænta stefnu þegar hópnum var smalað í upptöku af Stúdíó …

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2016

RitstjórnFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2016 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Ný ritstjórn Eglu

RitstjórnFréttir

Í vikunni var haldinn aðalfundur skólablaðsins Eglu þar sem ný ritstjórn var kosin. Óli Valur Pétursson verður áfram ritstjóri, Gróa Lísa Ómarsdóttir aðstoðarritstýra, Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir hönnuður, Anna Þórhildur Gunnarsdóttir fréttastjóri, Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir gjaldkeri, Alexandrea Rán Herwigsdóttir meðstjórnandi, ljósmyndarar eru Sóley Lind Hilmarsdóttir og Steinþór Logi Arnarsson en enn hefur markaðsstjóri ekki verið ráðinn. Við óskum þessarri nýju ritstjórn …

Þemadögum lokið

RitstjórnFréttir

Eins og fram hefur komið var hefðbundin kennsla lögð til hliðar nú í vikunni og þess í stað unnu nemendur að fjölbreyttum verkefnum innan skóla og utan. Í morgun var svo haldin nokkurs konar uppskeruhátíð þar sem nemendur kynntu afrakstur vinnunnar.  Loks var boðið upp á pylsur með öllu í mötuneytinu. Það er mat bæði nemenda og kennara að þessir dagar hafi tekist …

Vetrarfrí

RitstjórnFréttir

Vetrarfrí er í Menntaskóla Borgarfjarðar föstudaginn 16.október. Skólinn verður því lokaður þennan dag. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá mánudaginn 19. október 2015. Njótið vel.