Stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar hvetur nú nemendur til að skrá sig til þátttöku í söngkeppni skólans en sigurvegari hennar verður fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna. Tveir kennarar hafa skorað á nemendur að sýna nú hvað í þeim býr og þeir lofa að taka lagið á keppniskvöldinu ef nemendur koma með tíu atriði í keppnina. Úrsúla Hanna Karlsdóttir og Valur Örn …
Kennarar og starfsfólk fóru með sigur af hólmi á áskorendadegi
Frá því að skólinn var stofnaður hefur svokallaður áskorendadagur ætíð verið haldinn síðla hausts. Þá keppa nemendur og starfsfólk skólans um veglegan farandbikar. Af óviðráðanlegum orsökum gafst ekki tími fyrir áskorendadaginn í haust sem leið en þess í stað fór keppnin fram miðvikudaginn 11. febrúar. Keppt var í splong dong og ýmiss konar þrautaboðhlaupum, kappáti, söng og loks var spurningakeppni …
Innritun á starfsbraut
Innritun á starfsbraut MB hófst mánudaginn 2. febrúar og stendur til 28. febrúar. Hægt er að sækja um á Menntagátt. Nánari upplýsingar er að finna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins og hjá skrifstofu skólans í síma 433 7700.
Samstarf við sænskan menntaskóla heldur áfram
Skólameistari og tveir kennarar frá Nils Fredriksson menntaskólanum, NFU, í Svedala í Svíþjóð hafa verið í heimsókn í MB undanfarna daga með áframhaldandi samstarf skólanna í huga. Hópur nemenda úr NFU heimsótti MB í apríl á liðnu ári en verkfall framhaldsskólakennara setti þá að vísu nokkurt strik í reikninginn varðandi móttökur af hálfu MB. Nú hefur verið ákveðið að halda …
Þriggja ára nám til stúdentsprófs er mögulegt
Í pistli sem ber yfirskriftina „Þriggja ára nám til stúdentsprófs er mögulegt“ fjallar Ívar Örn Reynisson, félagsfræðakennari, um reynslu nemenda og kennara Menntaskóla Borgarfjarðar af slíku fyrirkomulagi. Ívar Örn hefur starfað við MB frá því skólinn hóf starfsemi árið 2007 og hefur því umtalsverða reynslu af kennslu á þriggja ára námsbrautum. Pistilinn, sem birtist á vef Kennarasambands Íslands, má lesa …
Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur er til 15. febrúar
Nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili og fjölskyldu eiga rétt á jöfnunarstyrk til náms. Hægt er að sækja um í gegnum heimabanka eða á Innu. Reglur um styrki og frekari leiðbeiningar er að finna á vefsvæði Lánasjóðs íslenskra námsmanna – www.lin.is . Umsóknarfrestur vegna vorannar 2015 rennur út 15. febrúar næstkomandi.
Tveir nemendur útskrifuðust með stúdentspróf í janúar
Tveir nemendur, Magdalena Mazur og Úrsúla Hanna K. Karlsdóttir, útskrifuðust með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 9. janúar síðastliðinn. Magdalena lauk prófi af félagsfræðabraut og Úrsúla af náttúrufræðibraut.
Upphaf skólastarfs á vorönn 2015
Skólastarf á vorönn hefst mánudaginn 12. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar afhentar klukkan 9.00 og kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá klukkan 10.00. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu frá hádegi föstudaginn 9. janúar. Skólagjöld fyrir vorönn eru 11.000 krónur og samanstanda af 7000 króna innritunargjaldi og 4000 króna tölvuumsjónargjaldi. Eindagi þessara gjalda er 7. janúar. Nemendafélagsgjald fyrir …
Nýr þýskukennari hefur störf við MB
Frank Walter Sands hefur tekið að sér þýskukennslu við Menntaskóla Borgarfjarðar á vorönn 2015. Frank er Bandaríkjamaður sem hefur búið á Íslandi um árabil. Hann hefur meistaragráðu í kennslufræðum með áherslu á ensku- og þýskukennslu og fullgild réttindi sem framhaldsskólakennari hér á landi. Hann hefur auk þess lokið meistaraprófum í viðskiptafræði og mannfræði og unnið fjölbreytt störf í tengslum við …
Jólaleyfi – lokun skrifstofu MB
Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar verður lokuð frá 22. desember til 5. janúar. Hafa má samband við skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 5. janúar kl. 8.20 eða samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum og velunnurum skólans gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.