Þjóðháttasöfnun um framhaldsskólasiði

RitstjórnFréttir

Um þessar mundir er unnið að þjóðháttasöfnun um hefðir og siði í framhaldsskólum á vegum Þjóðminjasafn Íslands. Menntaskóli Borgarfjarðar hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að söfnun þessi megi fara fram innan sinna vébanda. Tilgangur söfnunarinnar er að kynnast þeirri menningu sem ríkir meðal nemenda, og er hún jafnframt hluti af meistaraverkefni í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Aðallega er spurt um …

Glæsilegur árangur nemanda MB

RitstjórnFréttir

Alexander Gabríel Guðfinnsson nemandi við Menntaskóla Borgarfjarðar varð í 12. sæti á efra stigi í forkeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna sem haldin var í haust. 328 nemendur frá 16 skólum tóku þátt í forkeppninni, 189 nemendur á neðra stigi og 139 á efra stigi.  Fjórir nemendur úr Menntaskóla Borgarfjarðar tóku þátt í keppninni, ásamt Alexander Gabríel sem keppti á efra stigi þá …

Umsóknir um nám á vorönn 2012

RitstjórnFréttir

Innritun fyrir vorönn 2012 fer fram dagana 1. nóvember til 22. nóvember. Allar umsóknir um nám eru rafrænar. Sótt er um á netinu á skólavef Mennta- og menningarmálaráðuneytis á menntagatt.is Þetta gildir aðeins fyrir þá sem EKKI stunda nám við skólann núna á haustönn. Nánari upplýsingar um innritun má fá á skrifstofu skólans í síma 433-7700.

Vetrarfrí

RitstjórnFréttir

Vetrarfrí er í Menntaskóla Borgarfjarðar föstudaginn 28.október og mánudaginn 31.október 2011. Skólinn verður því lokaður þessa daga. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 1. nóvember 2011. Njótið vel.

Ný stjórn foreldraráðs MB

RitstjórnFréttir

Aðalfundur foreldraráðs Menntaskóla Borgarfjarðar var haldinn í gær í húsnæði Menntaskólans. Á fundinum var rætt um skólastarfið og hlutverk foreldraráðs. Ný stjórn foreldraráðs var kosinn á fundinum. Stjórnina skipa Guðrún Elfa Hauksdóttir formaður, Kristrún Jóna Jónsdóttir og Áslaug Þorvaldsdóttir.

Aðalfundur foreldraráðs Menntaskóla Borgarfjarðar

RitstjórnFréttir

Mánudaginn 24. október nk. verður haldinn aðalfundur foreldraráðs Menntaskóla Borgarfjarðar, en í lögum um framhaldsskóla segir að við hvern framhaldsskóla skuli starfa foreldraráð. Sitjandi stjórn hefur setið í ráðinu frá stofnun þess en eiga útskrifuð ungmenni þannig að nú er komið að endurnýjun. Seta í foreldraráði er áhugaverð, skemmtileg og alls ekki tímafrek og því eru allir foreldrar sem eiga …

Vel heppnaður kynningarfundur

RitstjórnFréttir

Góðar umræður sköpuðust um forvarnir í sveitafélaginu Borgarbyggð á vel heppnuðum kynningarfundi sem fram fór í gær. Þar fjallaði Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greininga um niðurstöður rannsóknar á vímuefnaneyslu meðal nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar og nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Borgarbyggðar og áhrifavalda á vímuefnaneyslu ungs fólks. Fundarmenn voru almennt sammála um þörfina á að efla forvarnir í sveitarfélaginu.

Kynningarfundur um stöðu og þróun vímuefnaneyslu í Borgarbyggð

RitstjórnFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar og grunnskólar Borgarbyggðar boða til kynningar á niðurstöðum rannsókna á vímuefnaneyslu meðal nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar og nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Borgarbyggðar.  Kynningin fer fram kl. 17:00 til 18:00 miðvikudaginn 19. október nk. í Menntaskóla Borgarfjarðar. Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greininga, kynnir niðurstöðurnar og fjallar um áhrifavalda á vímuefnaneyslu ungs fólks.

Kór Menntaskóla Borgarfjarðar

RitstjórnFréttir

Kór MB hóf störf sín á ný 12. sept. sl. Æfingar í vetur verða alla mánudaga og hefjast kl 17:15. Áhugasamir nemendur eru eindregið hvattir til þátttöku. Kórinn var stofnaður á síðasta ári af Birnu Kristínu Ásbjörnsdóttur og Ingu Björk Bjarnadóttur og hefur nú þegar komið fram á ýmsum skemmtunum. Talsverð nýliðun var á fyrstu æfingu haustsins og vonast meðlimir …

Jöfnunarstyrkur

RitstjórnFréttir

Opið fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk Athygli er vakin á því að nú er búið að opna fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks. Þeir nemendur sem búa utan Borgarness eru hvattir til að sækja um. Sótt er um á vefslóðinni www.lin.is, inn á ykkar svæði á INNU eða í heimabankanum. Umsóknarfrestur haustannar 2011 er til 15. október næstkomandi. Einnig er hægt að sækja …