Brautskráning fer fram í MB föstudaginn 28. maí klukkan 14:00. Í ljósi nýrra reglna um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er ljóst að við í MB munum ekki setja nein fjöldatakmörk gesta við útskrift. Ákveðnar reglur gilda þó við athöfnina sem ég bið alla að virða. Nemendur og starfsfólk sitja saman og þurfa ekki grímu nema þegar staðið er upp …
Árshátíð NMB
Árshátíð Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) var haldin hátíðleg miðvikudagskvöldið 19. maí. Veislustjóri var Jón Jósep Snæbjörnsson eða Jónsi í Svörtum fötum eins og hann er oft kallaður og fórst honum það verkefni vel úr hendi. Veitingar komu frá Galito á Akranesi eins og undanfarin ár. Foreldrar tóku virkan þátt og aðstoðuðu við frágang og framreiðslu eins …
Innritun
Lokainnritun 10. bekkinga fer fram frá 6. maí til 10. júní, Nemendur í 10. bekk geta sótt um eða breytt umsóknum sínum á þessu tímabili, Opið er fyrir innritun eldri nema til 31. maí. (fæddir 2004 og fyrr), nemendur sækja um skólavist inn á www.menntagatt.is Sjá námsbrautir og áfanga í boði á haustönn á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Nánari upplýsingar um …
Ný stjórn NMB
Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2021 – 2022 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þau Daníel Fannar Einarsson formaður, Elinóra Ýr Kristjánsdóttir ritari, Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson skemmtanastjóri og Þórunn Sara Arnarsdóttir ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið og hlökkum til samstarfsins.
Lokaverkefni í MB
Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Um þessar mundir eru nemendur að skila af sér lokaverkefnum sem þeir hafa lagt mikla vinnu í á undanförnum mánuðum. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á …
Aðalfundur MB
Hér með er boðað til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar Stund: Þriðjudaginn 27. apríl nk. kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna …aðalstjórnarmanna Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða …
Menntun fyrir störf framtíðar
Líkt og komið hefur er starfandi innan Menntaskóla Borgarfjarðar starfshópur sem ætlað er að móta tillögur fyrir skólaþróun MB. Markmiðið er að efla sérstöðu og ímynd skólans, koma til móts við nýjar þarfir í menntun ungs fólks, fjölga nemendum og laða að enn fjölbreyttari hóp nemenda auk þess að stuðla að jákvæðari búsetuskilyrðum í Borgarfirði. Margir hópar hafa lagt sitt …
Gleðilega páska – páskaleyfi
Í dag, föstudaginn 26. mars er samkv. dagatali síðasti „kennsludagur“ fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 7. apríl kl. 9:00. Fyrirkomulag kennslu eftir páska verður kynnt síðar. Gleðilega páska.
Forinnritun nemenda í 10. bekk
Forinnritun nemenda í 10. bekk stendur yfir dagana 8. mars til 13. apríl Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2005 eða síðar) hófst í dag, mánudaginn 8. mars og lýkur 13. apríl nk. Nemendur fá sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast …
Lokavekefni – málstofur
Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt má þar nefna; svefn, gæði vatns, fóðrun og umhirða hrossa, sjóslys, kvíði barna, fyrirburar, rafíþróttir, sykursýki, ADHD sjúkdómurinn, hrun í tölvuleikjaiðnaði árið 1983, spilling innan FIFA, sjálfstraust og sjálfstal í íþróttum, Daisuke …