Skólastarf hefst á haustönn 2021 með móttöku nýnema miðvikudaginn 18. ágúst klukkan 09:00. Dagurinn hefst með morgunhressingu nýnema og starfsfólks. Að morgunverði loknum fá nýnemar afhentar stundaskrár, aðrar nauðsynlegar upplýsingar um skólastarfið og fá kennslu á helstu kerfi skólans. Við óskum eftir því að nemendur mæti með tölvurnar sínar og snjalltæki þennan dag. Eldri nemendur geta nálgast stundatöflurnar sínar á …
Fjarnám við MB haustið 2021
Við í MB bendum á að enn er opið er fyrir umsóknir í fjarnám hjá MB Fjarnám í MB er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundinn hátt. Í fjarnámi hafa nemendur aðgang að kennara sínum í gegnum tölvusamskipti og öllu efni er miðlað á vefumsjónarkerfi. Verkefni eru þannig sett inn á kennslukerfi (Moodle) skólans sem …
Sumarleyfi – lokun skrifstofu MB
Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 21. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 4. ágúst. Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið bragi@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 611-4293.
Brautskráning 2021
Föstudaginn 28. maí voru 27 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Marinó Þór Pálmason nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Marinó minnti okkur öll á að velja með hjartanu, frábær og falleg ræða sem snerti við öllum viðstöddum. Að venju er utanaðkomandi aðila boðið að vera með gestaávarp við brautskráningu en að þessu sinni var það hin fjölhæfa Heiðrún Helga Bjarnadóttir …
Brautskráning
Brautskráning fer fram í MB föstudaginn 28. maí klukkan 14:00. Í ljósi nýrra reglna um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er ljóst að við í MB munum ekki setja nein fjöldatakmörk gesta við útskrift. Ákveðnar reglur gilda þó við athöfnina sem ég bið alla að virða. Nemendur og starfsfólk sitja saman og þurfa ekki grímu nema þegar staðið er upp …
Árshátíð NMB
Árshátíð Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) var haldin hátíðleg miðvikudagskvöldið 19. maí. Veislustjóri var Jón Jósep Snæbjörnsson eða Jónsi í Svörtum fötum eins og hann er oft kallaður og fórst honum það verkefni vel úr hendi. Veitingar komu frá Galito á Akranesi eins og undanfarin ár. Foreldrar tóku virkan þátt og aðstoðuðu við frágang og framreiðslu eins …
Innritun
Lokainnritun 10. bekkinga fer fram frá 6. maí til 10. júní, Nemendur í 10. bekk geta sótt um eða breytt umsóknum sínum á þessu tímabili, Opið er fyrir innritun eldri nema til 31. maí. (fæddir 2004 og fyrr), nemendur sækja um skólavist inn á www.menntagatt.is Sjá námsbrautir og áfanga í boði á haustönn á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Nánari upplýsingar um …
Ný stjórn NMB
Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2021 – 2022 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þau Daníel Fannar Einarsson formaður, Elinóra Ýr Kristjánsdóttir ritari, Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson skemmtanastjóri og Þórunn Sara Arnarsdóttir ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið og hlökkum til samstarfsins.
Lokaverkefni í MB
Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Um þessar mundir eru nemendur að skila af sér lokaverkefnum sem þeir hafa lagt mikla vinnu í á undanförnum mánuðum. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á …
Aðalfundur MB
Hér með er boðað til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar Stund: Þriðjudaginn 27. apríl nk. kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna …aðalstjórnarmanna Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða …