Tveir útskrifuðust með stúdentspróf í desember

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Tveir nemendur útskrifuðust frá Menntaskóla Borgarfjarðar í dag 20. desember 2018. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir útskrifaðist af Opinni braut og Dagrún Irja Baldursdóttir af Náttúrufræðibraut. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur en formleg útskrift verður í maí. Á myndinni má sjá Ástu ásamt Guðrúnu Björgu skólameistara.

Jólapeysudagur í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag var jólapeysudagur í MB þar sem nemendur og starfsfólk klæddust hinum ýmsu gerðum af jólapeysum. Fjölbreyttnin var mikil og mjög skemmtilegt uppbrot á venjulegum degi.

Mæðgna- og mæðginakvöld í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar stóð fyrir Mæðgna- og mæðginakvöldi í gærkveldi.  Kvöldið byrjaði á léttu spjalli og piparkökumálun í matsal skólans en uppúr klukkan 21:00 mætti Sigga Kling og var með uppistand sem kitlaði hláturtaugar nærstaddra.Kvöldið þótti heppnast einstaklega vel og er mömmum, dætrum og sonum sérstaklega þakkað fyrir ánægjulega kvöldstund.

Innritun á vorönn 2019

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Enn er tekið við umsóknum um skólavist í MB fyrir vorönn 2019. Áhugasamir hafi samband beint á skrifstofu skólans í síma 433-7700. Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu skólans.

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2019

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2019 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Afrakstur stefnumótunardags 23. október 2018

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Stefnumótunardagur, sem haldinn var í MB á þriðjudaginn, tókst vel og voru nemendur þar í fararbroddi hvað varðar hugmyndavinnu og þátttöku í verkefnum tengdum stefnu skólans. Fyrir hádegi var dagskráin blanda af samhristingi, fræðslu og umræðu um sérstöðu skólans. Eftir hádegi unnu nemendur og starfsfólk í smiðjum eftir áhugasviði og áttu að móta hugmyndir og útfæra þær í takt við …

Stefnudagur Menntaskóla Borgarfjarðar 23. október

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Það er hefð í MB að nemendur, starfsfólk, foreldrar og aðrir hagaðilar geti haft áhrif á skólastarfið í MB. Næsta þriðjudag munum við hittast og vinna saman að verkefnum sem tengjast stefnu skólans. Við leggjum upp með að dagurinn verði skemmtilegur ekki síður en árangursríkur. Það þýðir að við viljum hvetja til virkni og skapandi hugsunar allan daginn. Við munum …

Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag skrifuðu skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og formaður/framkvæmdastjóri Stéttarfélags Vesturlands, fyrir hönd sjúkrasjóðs félagsins, undir samkomulag um stuðning við nemendur sem stunda nám í MB í formi endurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Samningurinn gildir út skólaárið 2019-2020 og er hugsaður sem forvörn gegn brottfalli nemenda úr skóla. Gegn tilvísun frá Námsráðgjafa MB getur hver nemandi fengið endurgreiðslu eða styrk fyrir allt að …

Ég á bara eitt líf – heimsókn í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn frá minningarsjóði Einars Darra, „Ég á bara eitt líf“ sem leggur áherslu á og einblínir á forvarnir er varpa ljósi á þann allsherjar vanda sem misnotkun á lyfjum er hér á landi og þá sérstaklega á meðal unglinga, allt niður í nemendur grunnskóla. Það voru fjölskylda og vinir Einars Darra sem komu …