Menntaskóli Borgarfjarðar tekur þátt í verkefninu Þjóðleikur í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Þetta er verkefni sem hefur verið í gangi í tíu ár með það að markmiði að tengja þjóðleikhúsið á lifandi hátt við ungt fólk á landsbyggðinni og að efla þannig bæði áhuga þess og þekkingu á listforminu. Annað hvert ár eru þrjú til fjögur þekkt íslensk leikskáld fengin til …
Skóladagur í Borgarbyggð
Skóladagur Borgarbyggðar var haldinn á laugardaginn og þótti takast einmuna vel. Þar komu saman öll skólastig í Borgarbyggð en sveitarfélagið hefur sterka sérstöðu hvað varðar skóla í sínu samfélagi allt frá leiksskólum og upp í háskóla. Tilgangur dagsins var að gera eitthvað skemmtilegt og gagnlegt saman og að stimpla vel inn þýðingu skólanna í samfélaginu, kynna skólastarfið og skapa jákvæðni …
Menntaskóli Borgarfjarðar í Laugardalshöll
MB var með sýningarbás á framhaldsskólakynningum í Laugardalshöll fimmtudaginn og föstudaginn 14. og 15. mars. Nemendur úr MB kynntu skólann en gestir í Laugardalshöll sýndu MB mikinn áhuga. Viðburðurinn ber heitið Mín framtíð 2019 og er Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningar. Þessi viðburður er haldinn annað hvert ár en þetta er í annað sinn sem MB tekur þátt. Forseti …
Útivistarferð nemenda MB
Föstudaginn 8. mars fóru 21 nemandi ásamt kennurunum Bjarna og Sössa í útivistarferð í Skálafell. Ferðin var liður í útivistaráfanga sem þeir félagar stýrðu fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar. Upphafleg hugmynd var að skíða en þar sem við búum á Íslandi þar sem aldrei er hægt að treysta á veðrið var plan B til staðar frá upphafi skipulagningar. Það kom svo …
Nemendur MB sóttu málþing kynjafræðinema
Um 16 nemendur MB fóru þann, 28. febrúar s.l. á málþing kynjafræðinema sem haldið var í Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Það var námsbraut í kynjafræði við Háskóla Íslands og kynjafræðikennarar í framhaldsskólum sem stóðu að málþinginu. Á þinginu fóru fram fimm erindi sem tengdust málefnum kynjafræðinnar. Nemendur fengu fræðslu um muninn á heilbrigðum- óheilbrigðum- og ofbeldissamböndum, birtingarmynd ofbeldis í hinsseginsamböndum, innsýn …
Vetrarfrí í MB 1. og 4. mars
Nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar verða í vetrarfríi föstudaginn 1. mars og mánudaginn 4. mars. Skrifstofan opnar aftur klukkan 8:00 þriðjudaginn 5. mars og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá sama dag klukkan 8:20.
Fyrrverandi nemandi MB sem hefur náð langt!
Bjarki Þór Grönfeldt sem útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar árið 2013 hefur heldur betur staðið sig vel í námi eftir að hann fór frá MB. Að loknu stúdentsprófi lá leið hans í Háskólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist með BSc próf í sálfræði árið 2016. Nú hefur Bjarki hlotið „Vice Chancellor’s Research Scholarship“ til doktorsnáms í félagslegri sálfræði …
Menntaskóli Borgarfjarðar og Þekking
Í dag skrifuðu skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og Árni Rúnar Karlsson viðskiptastjóri Þekkingar undir þjónustusamning. Í samningnum felst að Þekking mun sjá um allan daglegan rekstur tölvukerfis Menntaskóla Borgarfjarðar og vera skólanum til ráðgjafar varðandi tækniframfarir og notkun upplýsingatækni í kennslu og almennum störfum. Þekking er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni en hjá fyrirtækinu starfa um 70 starfsmenn á tveimur starfsstöðvum á …
Áskorendadagur í MB
Árlegur áskorendadagur milli nemenda og starfsfólks MB var haldinn í dag. Keppt var í sjö mismunandi greinum og var keppnin hnífjöfn og skemmtileg fram á síðustu stundu. Fyrir hádegi var keppt í íþróttahúsinu í fótbolta, blaki, körfubolta og kíló en staðan var 2 – 2 um hádegið þegar hópurinn fór saman í MB og snæddi SS pylsur og fékk ís …