Sú hefð er í heiðri höfð í MB að í síðustu viku fyrir jólafrí borða nemendur og starfsfólk skólans saman jólamáltíð. Yfirleitt samanstendur hún af hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi og gómsætum eftirrétti sem Eygló framreiðir af stakri snilld. Jólamaturinn verður að þessu sinni miðvikudaginn 17. des. og þeir sem ætla að gæða sér á matnum eru minntir á að skrá …
Aukasýningar á Rocky Horror komnar í sölu
Sýningar leikfélagsins Sv1 á söngleiknum Rocky Horror Show hafa gengið afar vel og hefur verið uppselt á hverja sýningu. Tveimur aukasýningum hefur nú verið bætt við og verða þær dagana 9. og 11. desember næstkomandi. Á myndinni sést Margrét Vera Mánadóttir í hlutverki Riff Raff en Margrét er eins og alþjóð mun kunnugt laundóttir Richards O´Brien höfundar söngleiksins 😉
Uppselt á frumsýningu á Rocky Horror
Leikfélagið SV1 frumsýnir á föstudagskvöldið söngleikinn Rocky Horror í leikstjórn Bjartmars Þórðarsonar. Miðasala í síma: 849-5659 (Ellen) eða 847-5543 (Jóna Jenný) einnig er hægt að senda póst á netfangið: leikfelag@menntaborg.is. Sýningar verða sem hér segir: Föstudaginn 28. nóvember – FRUMSÝNING – kl. 20:00 – UPPSELT. Mánudaginn 1. desember – 2. sýning – kl. 20:00. Miðvikudaginn 3. desember – 3. sýning …
Styttist í frumsýningu
Meðlimir leikfélagsins Sv1 hafa lagt hart að sér við æfingar á söngleiknum Rocky Horror Show undanfarnar vikur. Frumsýning verður föstudaginn 28. nóvember næstkomandi kl. 20:00. Nú þegar er uppselt á frumsýninguna og aðeins nokkrir miðar eftir á svokallaða „power“ sýningu sem verður föstudaginn 5. desember. Aðrar sýningar sem fyrirhugaðar eru verða 1., 3. og 7. desember. Áhugasamir geta nálgast miða …
Fjarmenntaskólinn – klasi námstækifæra
Menntaskóli Borgarfjarðar er einn af 12 skólum sem mynda Fjarmenntaskólann. Þann 6. og 7. nóvember var haldinn stjórnarfundur í Fjarmenntaskólanum þar sem rætt var um stöðu, stefnu og framtíðarsýn. Helstu niðurstöður voru þær að samstarf innan Fjarmenntaskólans sé heppileg leið til að efla skólana hvern og einn og að samstarfið geri skólunum kleift að vinna að verkefnum sem mun erfiðara …
Lionessur styrkja nemendagarða
Nemendagarðar Menntaskóla Borgarfjarðar fengu nýverið 100.000 króna styrk frá Lionsklúbbnum Öglu í Borgarnesi. Styrkurinn kemur í góðar þarfir en honum verður varið í að kaupa náttborð. Á myndinni sést Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir skólameistari taka við styrknum frá Maríu Guðmundsdóttur fulltrúa Öglukvenna.
Samvinna við sænskan menntaskóla
21 nemandi af náttúrufræðibraut heldur á laugardaginn kemur til Kalmar í Svíþjóð ásamt Þóru Árnadóttur kennara og Leifi Guðjónssyni stuðningsfulltrúa. Þetta er önnur námsferð nemenda MB til samstarfsskólans Calmare internationella skola (CIS). Samstarfsverkefni skólanna er styrkt af Nordplus Junior og dugir styrkurinn til að borga allan ferðakostnað og uppihald að hluta. Í því taka þátt nemendur á öðru til þriðja …
Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2015
Opið fyrir umsóknir dagana 1.-30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2015 verður dagana 1.-30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700
Uppbroti lokið
Eins og fram hefur komið var hefðbundin kennsla lögð til hliðar nú í vikunni og þess í stað unnu nemendur að fjölbreyttum verkefnum innan skóla og utan. Í morgun var svo haldin nokkurs konar uppskeruhátíð. Kynfræðingurinn Sigga Dögg hélt fyrirlestur um kynlíf og kynhegðun og að því loknu kynntu nemendur afrakstur vikunnar. Loks var boðið upp á heitt kakó, samlokur …
Vettvangsferð í stjórnmálafræði
Þriðjudaginn 28. október héldu nemendur úr stjórnmálafræðiáfanga og af starfsbraut í vettvangsferð til Reykjavíkur. Tilgangurinn var að kynnast lýðræðinu með skoðunarferð um Alþingishúsið auk þess að hitta þrjá þingmenn. Vel var tekið á móti hópnum og þingmenn NV-kjördæmis, þeir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, auk Guðmundar Steingrímssonar frá Bjartri framtíð tóku á móti hópnum. Þeir …