Dagana 27. – 31. október næstkomandi verður skólastarfið í MB með heldur nýstárlegum hætti. Hefðbundin kennsla verður lögð niður en þess í stað munu nemendur vinna að ýmsum verkefnum í stærri og minni hópum. Slíkt uppbrot á skólastarfi tíðkast víða í framhaldsskólum og er kærkomin tilbreyting fyrir bæði nemendur og kennara. Meðal þess sem fram fer í vikunni má nefna …
Gestafyrirlesari úr röðum nemenda
Algengt er að svokallaðir gestafyrirlesarar heimsæki Menntaskóla Borgarfjarðar og kynni margvísleg málefni. Nýverið bar þó svo við að gestafyrirlesari kom úr röðum nemenda. Torfi Lárus Karlsson, nemandi á öðru ári í MB, sagði samnemendum sínum í líffræðiáfanga frá sjúkdómnum „lymphatic malformations“ og sýndi myndir sem tengjast ævilangri glímu hans við sjúkdóminn. Sjúkdómurinn, sem er afar sjaldgæfur, lýsir sér með ofvexti …
Heilsueflandi framhaldsskóli – MB hlýtur brons fyrir geðrækt
Verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli byggist á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku sjónarhorni í því skyni að auka vellíðan og bæta árangur nemenda, kennara og annars starfsfólks skólanna. Verkefnið er unnið í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), undir formerkjum HoFF samstarfsins (heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum). Höfuðáhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. …
Sýning um íslenskt atvinnulíf í MB
Sýning um íslenskt atvinnulíf var sett upp í Menntaskóla Borgarfjarðar þann 17. október. Sýningin var opnuð á Bifröst í júní síðastliðnum og hefur svo að undanförnu verið sett upp m.a. í grunnskólum í héraði þar sem nemendur hafa unnið verkefni í tengslum við hana. Sýningin fjallar um íslensk fyrirtæki og veitir innsýn í verðmætasköpun þeirra og hugmyndir starfsmanna um framtíð …
Söngleikurinn Rocky Horror Picture Show tekinn til sýninga í MB
Söngleikurinn Rocky Horror Picture Show eftir Richard O´Brien verður næsta verkefni leikfélagsins Sv1 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Bjartmar Þórðarson verður leikstjóri og skipað verður í hlutverk nú í vikunni. Söngleikurinn fjallar um nýtrúlofað par, Brad Majors og Janet Weiss, og skelfilega lífsreynslu sem þau verða fyrir í kastala klæðskiptingsins Dr. Frank M. Furter. Stefnt er að því að frumsýna verkið um …
Spænskukennsla í eldhúsinu
Noemi Cubas settist að í Borgarnesi nú í haust ásamt eiginmanni sínum og tveimur ungum sonum þeirra. Fjölskyldan kemur frá Spáni. Noemi kennir ensku og spænsku við MB. Hún hefur gaman af því að kenna á hagnýtan hátt og þegar námsefnið gaf tilefni til fór hún með spænskuhópinn í skólaeldhúsið þar sem nemendur elduðu spænska tapas rétti, patatas bravas og …
Nemendur í heilbrigðisfræði bjóða upp á dagskrá í tilefni hreyfiviku
Hreyfivikan „MOVE WEEK“ fer fram um alla Evrópu dagana 29. september – 5.október nk. Hreyfivikan er hluti af herferð International Sport and Culture Association (ISCA) sem hefur að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar. Framtíðarsýn herferðarinnar er að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið …
Jöfnunarstyrkur til náms – umsóknarfrestur til 15. okt.
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá nemendur sem stunda nám fjarri heimilum sínum. Nemendur sem dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu vegna náms eiga rétt á dvalarstyrk en nemendur sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla eiga rétt á …
Mjólk, kökur og vörðukaffi
Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar bauð upp á ískalda mjólk og glóðvolgar kökur fimmtudaginn 18. september síðastliðinn. Þann dag var einmitt fyrsta varða vetrarins birt, nemendur fengu umsagnir kennara um stöðu sína í náminu og leiðbeiningar um framhaldið. En það voru ekki bara nemendur sem gerðu sér dagamun því Veronika sló upp vörðukaffi með tilheyrandi kræsingum á kennarastofunni. Þetta var skemmtileg tilbreyting …
Kennarar í Nannestad á ferð í MB
Norskir gestir litu við í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skömmu. Um var að ræða skólameistara Nannestad framhaldsskólans sem staðsettur er í nágrenni Oslóar. Tilefni heimsóknarinnar var áhugi Norðmannanna á samstarfi við íslenskan framhaldsskóla, einkum á sviði sögu og bókmennta. Gestirnir skoðuðu skólann, fræddust um uppruna hans og skólastarf og ræddu við skólameistara, kennara og nemendur. Ein úr hópnum, Mona Dybdahl, spjallaði …