Boðun verkfalls samþykkt í MB

RitstjórnFréttir

Lokið er talningu atkvæða í atkvæðagreiðslu félagsmanna Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum í Menntaskóla Borgarfjarðar um boðun verkfalls frá og með 17. mars næstkomandi hafi samkomulag um nýja  kjarasamninga þá ekki tekist. Á kjörskrá voru 13. Atkvæði greiddu 12 eða 92,3%. Já sögðu 9  eða 75%. Nei sögðu 3 eða 25%. Auðir seðlar og ógildir voru 0.

Lokaverkefni – málstofur á þriðjudag og fimmtudag

RitstjórnFréttir

Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða …

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun

RitstjórnFréttir

Kennarar í Menntaskóla Borgarfjarðar greiða á morgun, fimmtudag 6. mars,  atkvæði um hvort þeir boði til verkfalls 17. mars eins og ríkisreknu framhaldsskólarnir. Kjaradeilu kennara í Menntaskóla Borgarfjarðar við skólayfirvöld hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og er hún nú í sama farvegi og deila kennara í ríkisreknu framhaldsskólunum.

Úrsúla Hanna og Valur Örn báru sigur úr býtum

RitstjórnFréttir

Úrsúla Hanna Karlsdóttir og Valur Örn Vífilsson báru sigur úr býtum í söngvakeppni nemendafélags MB í síðustu viku. Úrsúla söng lagið Vor í Vaglaskógi og Valur lék undir á gítar. Lagið, sem margir þekkja,  er eftir Jónas Jónasson við texta eftir Kristján frá Djúpalæk. 9 atriði voru flutt í keppninni og voru þau hvert öðru betra enda mikið af hæfileikaríku …

Háskóladagurinn 1. mars

RitstjórnFréttir

Laugardaginn 1. mars næstkomandi efna háskólarnir í landinu til kynningar á námsleiðum sem þar eru í boði. Dagskráin hefst kl. 12.00 og henni lýkur kl. 16.00. Nemendur sem ljúka stúdentsprófi í vor eru sérstaklega hvattir til að notfæra sér þetta tækifæri til að kynna sér námsleiðir og aðbúnað í íslenskum háskólum. Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands …

Fjölskrúðugt félagslíf í MB

RitstjórnFréttir

 Fjölskrúðugt félagslíf nemenda setur svip á starfið í Menntaskóla Borgarfjarðar. Nú standa yfir æfingar fyrir söngkeppni skólans sem fram fer þann 26. febrúar. Sigurvegari í söngkeppninni verður vonandi fulltrúi MB í söngkeppni framhaldsskólanna. Búningaball verður haldið þann 5. mars næstkomandi. Það er Nördaklúbbur skólans sem skipuleggur ballið. Leikdeild nemendafélagsins hefur sýnt söngleikinn Grease við góða aðsókn undanfarnar vikur. Síðustu sýningar …

Sýningar á Grease ganga vel

RitstjórnFréttir

Söngleikurinn Grease sem frumsýndur var í Hjálmakletti þann 7. febrúar hefur nú verið sýndur þrisvar fyrir fullu húsi. Sýningin er hin besta skemmtun og nemendur sýna mikil tilþrif í söng, dansi og leik. Næsta sýning verður 20. febrúar og hefst kl. 20:00.  Sunnudaginn 23. febrúar verður sérstök barnasýning sem hefst kl. 16:00.  25. og 27. febrúar verða sýningar kl. 20 …

Rætt um kennslufræði í MB

RitstjórnFréttir

Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, átti fund með kennurum og skólastjórnendum í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skömmu. Ingvar, sem starfað hefur að rannsóknum á kennslu um árabil, ræddi um nám og kennsluhætti 21. aldarinnar og nauðsyn þess að kennarar endurskoði starf sitt og kennsluhætti reglulega með tilliti til þarfa nemenda og breytinga í samfélaginu. Hann tók fjölmörg dæmi af …

Kynning á Landbúnaðarháskóla Íslands

RitstjórnFréttir

Áskell Þórisson útgáfu- og kynningarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri kom í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar nýlega og kynnti nemendum nám og aðra starfsemi Landbúnaðarháskólans. Á Hvanneyri má stunda fjölbreytt starfsmenntanám, BS nám í búvísindum, hestafræði, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði og landgræðslu og umhverfisskipulagsfræðum. Auk þess er boðið upp á rannsóknamiðað meistaranám á Hvanneyri. Greinilegt er að nokkur áhugi er á …

Saga fjarlægra slóða – nemendur gera heimasíðu

RitstjórnFréttir

Nemendur í áfanganum Saga3B05 vinna nú að heimasíðu sem tengist námsefninu. Í áfanganum er lögð áhersla á sögu Afríku, Asíu og Ameríku. Heimasíðuna er að finna á slóðinni https://sites.google.com/site/fjarlaegarslodir/ og er allt efnið unnið af nemendum. Í seinni hluta áfangans er svo stefnt að því að gefa út tímarit. Sögukennari og umsjónarmaður verkefnisins er Ívar Örn Reynisson.