Lið MB mætir liði FAS í fyrri umferð Gettu betur

RitstjórnFréttir

Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram  fer í janúar. Lið MB mætir Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu þann 19. janúar og hefst viðureignin kl 13:00. Lið MB skipa þau Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sandri Shabansson og Þorkell Már Einarsson og varamaður er Anna Þórhildur Grönfeldt Gunnarsdóttir. Þorkell Már stefnir að útskrift í vor en þau Sandri, …

Fréttabréf MB

RitstjórnFréttir

Útgáfa fréttabréfs MB er hafin og fyrirhugað er að það komi út í það minnsta einu sinni á önn. Ábyrgðarmenn eru Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari og Lilja Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari. Smellið á hlekkinn MB féttirH13 til að lesa fréttabréfið.

Áskorendadagur 2013

RitstjórnFréttir

Svokallaður áskorendadagur hefur verið árviss viðburður í félagslífi MB frá árinu 2007. Þá etja nemendur og starfsfólk kappi í hinum ýmsu greinum. Keppt er í sex greinum. Hvor hópur stingur upp á fimm keppnisgreinum og tekur svo tvær greinar í burtu af vali andstæðinganna. Að þessu sinni var keppt í splong dong, boccia, keilubolta og boðhlaupi í íþóttahúsinu og síðan …

Bókalisti fyrir vorönn

RitstjórnFréttir

Bókalisti fyrir vorönn 2014 er kominn á vef skólans. Bækurnar fást í bókabúðum en athugið að örfá eintök af kennslubókum í næringarfræði og þjóðhagfræði eru til á skrifstofu skólans. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Þekking á jafnrétti kynjanna

RitstjórnFréttir

Ingibjörg Jóhanna Kristjánsdóttir og Aleksandra Mazur eru nemendur í félagsfræði hjá Ívari Erni Reynissyni. Að undanförnu hafa nemendur hans gert kannanir af ýmsu tagi. Á dögunum gerðu þær Ingibjörg og Aleksandra könnun á þekkingu og skoðunum samnemenda sinna og fleiri á jafnrétti kynjanna. Stelpurnar komust að því að almennt er þekking á jafnrétti nokkuð góð. Þær greindu mismunandi svör eftir …

Lítil þekking á stjórnmálum meðal nemenda

RitstjórnFréttir

Nemendur í áfanganum FÉL3A06 í Menntaskóla Borgarfjarðar könnuðu nýverið  í sínum hópi þekkingu á stjórnmálatengdu efni, svo sem stjórnmálamönnum og fjölmiðlaumræðu síðustu ár. Þrjár rannsóknir voru gerðar á þekkingu nemenda og voru niðurstöður þeirra mjög sambærilegar, nefnilega að þekking nemenda á stjórnmálum er afar lítil. Þó er ánægjulegt að sjá að þekking nemenda jókst því eldri sem þeir eru. Í …

Foreldradagur Heimilis og skóla haldinn í MB

RitstjórnFréttir

Hvernig geta foreldrar unnið að forvörnum og stuðlað að velferð barna? Foreldradagur Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, var  haldinn í þriðja sinn þann 22. nóvember sl. og  fór dagskráin fram í Menntaskóla Borgarfjarðar. Markmið foreldradagsins var nú sem endranær að bjóða upp á vandaða og gagnlega fræðslu fyrir foreldra. Boðið var upp á fræðsluerindi og málstofur um forvarnir í víðu …

Íbúafundur í Hjálmakletti 21. nóvember

RitstjórnFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til íbúafundar um málefni Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands.  Fundurinn fer fram í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 21. nóvember og hefst kl.20.00. Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um málefni skólanna. symptoms of diabetes zp8497586rq

Heimsókn frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

RitstjórnFréttir

Kennarar og fleira starfsfólk Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði kom í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skömmu. Á sameiginlegum fundi gerði Kolfinna Jóhannesdóttir, skólameistari MB, grein fyrir skipulagi náms í skólanum en þar er gert ráð fyrir að nám til stúdentsprófs taki að öllu jöfnu þrjú ár í stað fjögurra. Jón Eggert Bragason, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, lýsti áhuga á frekara samstarfi …

Æfingar hafnar á söngleiknum Grease

RitstjórnFréttir

Leiklistarhópur MB hóf nýverið æfingar á söngleiknum Grease en fyrirhugað er að frumsýna verkið í janúar. Valið hefur verið í flest hlutverk og með hlutverk þeirra Sandy og Danny fara Ingibjörg Kristjánsdóttir og Stefnir Ægir Stefánsson. Fjölmargir nemendur menntaskólans taka þátt í sýningunni auk þriggja nemenda úr tíunda bekk grunnskólans í Borgarnesi. Leikstjóri er Bjarni Snæbjörnsson. Bjarni er nemendum að …