Inga Björk Bjarnadóttir hlaut hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands í flokki einstaklinga, en verðlaunin voru afhent á alþjóðadegi fatlaðra þann 3. desember síðastliðinn. Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn sem fram fór í Salnum í Kópavogi. Í umsögn valnefndar sagði að Inga Björk hafi hlotið verðlaunin fyrir að vera öðrum fyrirmynd og fyrir að berjast fyrir bættri þjónustu fyrir …
Vettvangsferð í stjórnmálafræði
Síðastliðinn miðvikudag fóru nemendur í félagsfræði 304, sem er stjórnmálafræðiáfangi, í vettvangsferð til Reykjavíkur. Fyrst var farið í skoðunarferð á Alþingi þar sem þingmaðurinn Siv Friðleifsdóttir tók á móti hópnum og ræddi opinskátt um starf þingmannsins. Í hádegishléinu var farið á Háskólatorg þar sem útskrifaðir stúdentar frá MB tóku á móti hópnum og fræddi hann um háskólalífið og undirbúninginn sem …
Æft af kappi fyrir Gettu betur
Æfingahópur Getspekifélags Menntaskóla Borgarfjarðar hefur æft reglulega síðan í september. Ófáum spurningum hefur verið svarað og ýmsar staðreyndir, fréttir og fróðleikur rifjaður upp til að leggja á minnið fyrir komandi átök í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Keppnin fer fram eftir áramót og er að vanda á RÚV, fyrst á Rás 2 og síðar í Sjónvarpinu. Á síðustu tveimur æfingum hefur …
Bókalisti fyrir vorönn 2013
Bókalisti fyrir vorönn 2013 hefur nú verið birtur á vef skólans. Á vorönninni verður meðal annars boðið upp á kennslu í þýsku og kynjafræði en þessar námsgreinar hafa ekki verið kenndar við Menntaskóla Borgarfjarðar áður. Bókalistann má nálgast hér. essay writing service zp8497586rq
Fyrirlestur um heilbrigði og velferð
Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara býður nú skólum fræðslu um grunnþætti í nýrri aðalnámskrá. Hverjum skóla er gefinn kostur á að velja fyrirlesara þar sem fjallað er um einn af eftirfarandi grunnþáttum: sjálfbærni; heilbrigði og velferð; lýðræði og mannréttindi; og jafnrétti. Halla Karen Kristjánsdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir, kennarar við Borgarholtsskóla, heimsóttu MB í vikunni og fjölluðu um grunnþáttinn heilbrigði og velferð. …
Síðustu sýningar á Litlu hryllingsbúðinni á þriðjudag og fimmtudag
Sýning Leikfélags MB á Litlu hryllingsbúðinni hefur fengið frábærar viðtökur og mikil eftirspurn er eftir miðum. Nú hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningum, þriðjudaginn 27. nóvember og fimmtudaginn 29. nóvember. Sýningarnar hefjast klukkan 20.00. Í Litlu hryllingsbúðinni segir frá munaðarleysingjanum Baldri sem lifir frekar fábrotnu lífi. Hann vinnur í lítilli blómabúð í skuggahverfi stórborgar, hjá Músnikk, sem tók Baldur …
Gestkvæmt í MB
Undanfarnar vikur hefur verið gestkvæmt í MB. Síðastliðinn mánudag kom Magnús B. Jónsson, stjórnarmaður í Borgarfjarðardeild Heimssýnar, í heimsókn til að ræða ESB-aðildarviðræður Íslendinga. Í síðustu viku komu Sema Erla Serdar og Hörður Unnsteinsson frá samtökunum Já Ísland og ræddu við nemendur um sama mál. Báðar þessar heimsóknir voru í áfanganum félagsfræði 304 sem fjallar um stjórnmálafræði. writing service Þann …
Ný sýn á Egils sögu
Nemendur í íslensku 304 sitja þessa dagana með sveittan skallann við lestur Egils sögu. Af því tilefni fór hópurinn ásamt Önnu Guðmundsdóttur íslenskukennara í heimsókn á Landnámssetrið til þess að skoða Egilssýninguna svokölluðu. Á sýningunni er efni Egils sögu komið til skila á nútímalegan hátt með aðferðum leikhússins og hjálp fjölda listamanna sem myndgerðu atriði sögunnar í tré. writing service …
Grjóthrun á lóð Menntaskóla Borgarfjarðar
Gríðarstórt bjarg og nokkrir smærri grjóthnullungar hafa hrunið úr klettavegg og ofan í port við suðvesturhlið skólahússins. Talið er að þetta hafi gerst aðfaranótt miðvikudagsins 14. nóvember. Hurð skall nærri hælum því aðeins munaði um fingurbreidd að bjargið lenti á skólahúsinu. Ef svo hefði farið má gera ráð fyrir að tjón hefði orðið umtalsvert. Nú velta menn vöngum yfir því …
Miðasala hafin á Litlu hryllingsbúðina
Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýnir Litlu hryllingsbúðina föstudaginn 16. nóvember næstkomandi. Miða má panta í síma 616-7417 (Bjarki Þór) eða 862-8582 (Berglind) en einnig er hægt að panta miða með því að senda póst á netfangið: leikfelag@menntaborg.is. Æfingar á Litlu hryllingsbúðinni hafa staðið undanfarnar vikur. Með helstu hlutverk í leikritinu fara Magnús Kristjánsson sem leikur Baldur, Ísfold Grétarsdóttir leikur Auði, Rúnar Gíslason …