Hinn sívinsæli söngleikur, Litla hryllingsbúðin eftir Menken og Ashman, er verkefni Leikfélags Menntaskóla Borgarfjarðar nú á haustönn. Tónlistin í Litlu hryllingsbúðinni er í anda sjöunda áratugar 20. aldar. Mörg þekkt lög eru í söngleiknum; nefna má Þú verður tannlæknir og Gemmér sem Íslendingum eru að góðu kunn. Litla hryllingsbúðin hefur verið sett á svið víða um heim og hefur löngum …
Nýr húsvörður
Guðmundur Jónsson hefur tekið við starfi húsvarðar við Menntaskóla Borgarfjarðar. Um er að ræða 60% starf við umsjón húsnæðis MB og Borgarbyggðar auk verkefna sem tengjast útleigu hátíðarsalarins, Hjálmakletts.
Vettvangsferð í félagsfræði
Námshópur í félagsfræði 304, sem er stjórnmálafræðiáfangi ákvað á dögunum að halda í vettvangsferð. Valið var að fara til Reykjavíkur að heimsækja Valhöll, höfuðvígi Sjálfstæðismanna, skrifstofur Samfylkingarinnar og Ráðhús Reykjavíkur. Afar vel var tekið á móti hópnum á öllum stöðunum. Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Borgnesingur tók á móti hópnum í Valhöll. Hann, ásamt Sigríði, kynningar- og …
Holl hreyfing – hjólum í skólann þriðjudaginn 18. september nk.
Ódýr og holl hreyfing – hjólum í skólann. Í tengslum við Heilsueflandi skóla og Evrópska samgönguviku 16. til 22. september eru nemendur og starfsmenn skólans hvattir til að hjóla í skóla/vinnu á þriðjudaginn í næstu viku, þ.e. 18. september. Reynum svo að fanga stemninguna á mynd – gætum unnið verðlaun fyrir skemmtilegustu myndina.
Nýstúdent frá MB hlýtur styrk frá Háskólanum í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík veitti nú nýverið styrki til afburðanemenda í skólanum. Á meðal þeirra sem hlutu nýnemastyrk í grunnnámi er Axel Máni Gíslason en hann útskrifaðist af náttúrufræðibraut Menntaskóla Borgarfjarðar í vor. Axel Máni leggur stund á tölvunarfræði við HR. 56 nemendur hlutu styrk af forsetalista skólans, en það eru þeir nemendur sem náð hafa bestum árangri í hverri deild …
Kynning á starfi Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar
Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) efnir til kynningar á starfsemi sinni miðvikudagskvöldið 12. september. Kynningin verður í Mími, í kjallara skólans, og hefst klukann 20:00. Fulltrúar allra klúbba sem starfandi eru í skólanum kynna vetrarstarfið og nemendur geta skráð sig í þá klúbba sem þeir hafa áhuga á að starfa með. Meðal klúbba sem starfræktir eru í skólanum má nefna hestaklúbb, …
Vetrarstarf skólakórsins að hefjast
Kór Menntaskóla Borgafjarðar hefur nú starfsemi sína að nýju að loknu sumarleyfi. Kórinn, sem var stofnaður haustið 2011, hefur komið fram við margvísleg tækifæri og vakið mikla athygli. Kóræfingar verða á þriðjudögum og hefjast klukkan 17:00. Stjórnandi kórsins er Jónína Erna Arnardóttir söngkona og tónlistarkennari. Nýir söngfuglar eru boðnir velkomnir í kórinn.
Stöðupróf í erlendum tungumálum verða haldin í MH 13. september
Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð fimmtudaginn 13. september næstkomandi og hefjast klukkan 16.00. Prófað verður í eftirtöldum tungumálum: Albönsku, bosnísku, eistnesku, filippísku (tagalog og cebuano), finnsku, grísku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, slóvensku, taílensku, tékknesku, tyrknesku, Twi, ungversku, úkraínsku og víetnömsku. Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu …
Skemmtilegt skólablað í vændum
Nú stendur yfir vinna við 2. tölublað skólablaðsins Eglu en eins og kunnugt er hóf blaðið göngu sína síðastliðið vor. Ritstjórn skólablaðsins er skipuð þeim Bjarka Þór Grönfeldt ritstjóra, Írisi R. Pedersen aðstoðarritstjóra, Eyrúnu Baldursdóttur gjaldkera, Bárði Jökli Bjarkarsyni markaðsstjóra, Arnari Þórssyni vefsíðustjóra, Tinnu Sól Þorsteinsdóttur hönnuði og Dagbjörtu Birgisdóttur ljósmyndara. Ráðgert er að 2. tölublað Eglu komi út um …
Jöfnunarstyrkur
Þann 1. september var opnað fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2012-2013. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum og/eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna. Umsóknarfrestur vegna haustannar 2012 er til 15. október næstkomandi. Nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili og fjölskyldu eru hvattir til að kynna sér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á vef …