Fjarnám við MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Við í MB bendum á að enn er opið er fyrir umsóknir í fjarnám hjá MB Fjarnám í MB er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundinn hátt.  Í fjarnámi hafa nemendur aðgang að kennara sínum í gegnum tölvusamskipti og öllu efni er miðlað á vefumsjónarkerfi. Verkefni eru þannig sett inn á kennslukerfi (Moodle) skólans sem …

Stúdent og garðyrkja

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Um nokkurt skeið hefur Menntaskóli Borgarfjarðar boðið upp á sérstaka námsbraut, Náttúrufræðibraut með búfræðisviði. Námið fer þannig fram að nemendur taka tvö fyrstu árin (4 annir) í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Seinni tvö árin hafa nemendur svo tekið  við búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur brautskrást með stúdentspróf …

Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Nú í vor framlengdu Menntaskóli Borgarfjarðar og Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands samkomulag sem felur í sér stuðning við nemendur sem stunda nám í MB í formi endurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Samningurinn gildir út skólaárið 2021-2022 og er hugsaður sem forvörn gegn brottfalli nemenda úr skóla. Gegn tilvísun frá Námsráðgjafa MB getur hver nemandi fengið endurgreiðslu eða styrk fyrir allt að fjórum sálfræðitímum …

Brautskráning 2020

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Föstudaginn 29. maí voru 24 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál skólaársins við athöfnina. Elís Dofri G. Gylfason nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema við góðar undirtektir.  Að venju er utanaðkomandi aðila boðið að vera með gestaávarp við brautskráningu en að þessu sinni var það í höndum Ævars Þórs Benediktssonar eða Ævar vísindamanns fyrrum Borgfirðings, …

Innritun stendur yfir

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Ert þú á leið í menntaskóla? Finnst þér nútíma kennsluhættir og persónuleg samskipti  skipta máli? Þá er MB skólinn fyrir þig. Lokainnritun nemenda í 10. bekk er frá 6. maí til 10. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis 10. júní. Sótt er um á menntagatt.is  …

Lokainnritun 10. bekkinga

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Lokainnritun 10. bekkinga er til tíunda júni. Við í MB bjóðum upp á persónulegt nám.

Innritun stendur yfir

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Við minnum á að innritun í MB stendur yfir og að innritun nemenda lýkur þann 10. júní. Við viljum benda öllum áhugasömum um að sækja sem fyrst um og ef einhverjar spurningar eru þá má alltaf hafa samband við skrifstofu skólans. Við tökum vel á móti öllum. Sjá nánar hér: https://menntaborg.is/umsokn-um-skolavist/ Velkomin í MB

Menntun fyrir störf framtíðar

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar, með stuðningi Sóknaráætlunar Vesturlands, heldur þann 19. maí stafræna ráðstefnu undir yfirskriftinni “Menntun fyrir störf framtíðarinnar”. Hvernig ætlum við að undirbúa nemendur, skólakerfið og fyrirtækin fyrir hraðar breytingar næstu ára og hefur COVID-19 flýtt þessum breytingum? Mjög áhugaverður hópur fyrirlesara ætlar að ræða sína framtíðarsýn og deila með okkur, sjá hér að neðan. Ráðstefnunnni verður streymt á heimasíðu …

Fjarnám við MB!

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Fjarnám í MB er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundin hátt.  Í fjarnámi hafa nemendur aðgang að kennara sínum á ákveðnum tímum í gegnum tölvusamskipti og öllu efni er miðlað á vefumsjónarkerfi. Verkefni eru þannig sett inn á kennslukerfi (Moodle) skólans sem nemendur fá aðgang að og þangað sækja nemendur verkefnin og skila einnig.  Í …

Líf og fjör í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Þó svo að hefðbundn kennsla sé ekki í gangi innan veggja MB er alltaf líf og fjör í skólanum. Það fer fram á öðrum vígstöðum en hefðbundið er. Nemendur og kennarar takast á við kennslu og nám um leið og þeir sinna sínum hugðarefnum. Hér má sjá nokkrar myndir úr skólalífinu í MB þessa vikuna.