Lið MB mætir MTR í fyrri umferð Gettu betur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Menntaskólanum á Tröllaskaga á morgun 12. janúar kl. 19:00 á ruv.is.  Lið MB skipa þau Elfa Dögg , Kolbrún Líf og Jóhann Haraldur. Varamenn eru Bjartmar Áki, Þórður Logi og Jara Natalia. Þjálfari er Ólöf Björk Sigurðardóttir.

Kennsla á vorönn

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kennsla á vorönn hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 6. janúar kl. 9:00. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnir í framhaldsskólum þá verður fyrirkomulag kennslu með sama sniði og í desember – sjá reglugerð https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-og-covid-19/#framhaldsskolar

Jólapeysudagur í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag var jólapeysudagur í MB þar sem nemendur og starfsfólk klæddust hinum ýmsu gerðum af jólapeysum. Fjölbreyttnin var mikil og mjög skemmtilegt uppbrot á venjulegum degi.

Innritun á vorönn 2022

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2022 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Námsmat og vetrarfrí

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Fimmtudagurinn 28. október er námsmatsdagur (varða nr. 2). Að öllu jöfnu fellur kennsla niður þennan dag, en nemendur gætu þurft að mæta í viðtal hjá kennara eða ljúka einhverjum verkefnum. Kennarar munu senda upplýsingar um það til nemenda. Föstudaginn 29. október verða nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar í vetrarfríi. Skrifstofan opnar aftur klukkan 8:00 mánudaginn 1. nóvember og kennsla hefst …

Þitt er valið!

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Hvaða áfanga langar þig að taka á næstu önn? Á Innu eru komnir inn skylduáfangar næstu annar (nemenda í staðnámi) – heildarfjöldi eininga á önn eru 33 – 34 einingar. Einhverjir nemendur þurfa að velja 1 – 3 áfanga til viðbótar við skylduáfangana. Með vali staðfesta nemendur nám sitt á vorönn. Valið fer fram miðvikudaginn 20. október nk. Skoðið vel …

Lokaverkefni – málstofa nemenda

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna samskipti; virðing og umhyggja, goðsögnin Michael Jordan, gerð tölvuleiksins Final Fantasy XV, Star Wars myndirnar, íslenski hesturinn, ADHD lyf; með eða á móti?, aðskilnaðarstefnan í Suður Afríku, vinnuumhverfi; áhrif á líðan og frammistöðu starfsfólks o.fl. Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á …

Almenningssamgöngur og MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Það er okkur í MB mikið gleðiefni að geta tilkynnt að nú í vikunni var staðfest að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa hlotið styrk frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að hefja tilraunaverkefni í almenningssamgöngum í Borgarbyggð. Verkefnið er samstarfsverkefni milli Borgarbyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Menntaskóla Borgarfjarðar og Vegagerðarinnar. Fyrir liggur að Borgarbyggð mun opna skóla- og tómstundabíla sveitarfélagsins fyrir …

Námsmatsdagur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Fimmtudagurinn 23. september er námsmatsdagur (varða nr. 1). Að öllu jöfnu fellur kennsla niður þennan dag, en nemendur gætu þurft að mæta í viðtal hjá kennara eða ljúka einhverjum verkefnum. Kennarar munu senda upplýsingar um það til nemenda.

Haustráðstefna Advania

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Á Haustráðstefnu Advania sem stendur yfir í dag og á morgun var Braga Þór skólameistara boðið að flytja ávarp um MB með séstaka áherslu á  þróunarverkefnið „Menntun fyrir störf framtíðar“ sem nú er hafið í MB. Ráðstefnan er rafræn og aðaldagskrá var í beinni útsendingu frá Reykjavík og Stokkhólmi.  Upptökur af fyrirlestrum eru aðgengilegar á vefnum. https://haustradstefna.advania.is/event/bragi Hér má nálgast …