Innritun á starfsbraut

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hófst þann 1. febrúar sl. og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja um skólavist á menntagatt.is  Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum er velkomið að heimsækja …

Átta nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf í desember

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Átta nemendur, Aleksandar Milenkoski, Andri Freyr Dagsson, Aníta Ýr Strange, Íris Líf Stefánsdóttir, Julian Golabek, Óliver Kristján Fjeldsted, Stefán Fannar Haraldsson og Þórður Brynjarsson, útskrifuðust með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar í dag 18. desember.  Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur og óskum þeim gæfu og góðs gengis í framtíðinni. Á myndinni má sjá helming hópsins ásamt …

Innritun á vorönn 2021

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2021 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Málstofa – lokaverkefni

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Útskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt má þar nefna; Fangelsi á Íslandi, betrun eða refsing, vísindabyltingin, Albert Einstein, José Mourinho og árangur hans, þróun tónlistar, Akira Kurosawa og áhrif hans á kvikmyndir og leiðir til að læra nýtt tungumál. Nemendur kynntu verkefni sín í morgun og svöruðu fyrirspurnum á málstofu. Kynningarnar voru …

Fjarkennsla á Teams á morgun 5. október

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nú er orðið ljóst að vegna fjölgunar kórónuveirusmita og hertra fyrirmæla um sóttvarnir þurfum við að færa kennsluna á morgun (5. okt) yfir í fjarkennslu á Teams. Við höldum stundaskrá og í staðinn fyrir að mæta í skólann þá opna nemendur tölvuna sína heima og fara inn á Teams og mæta þar í kennslustund. Nánari upplýsingar verða sendar út á …

Breytingar á sóttvarnarreglum mánudag 7. september

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Breytingar á sóttvarnarreglum taka gildi mánudaginn 7. september (áfram 1 meters reglan en breyting á fjöldatakmörkunum; 200 í stað 100).  Þessar breytingar hafa eftirfarandi áhrif í MB:   Áfram höldum við meters reglunni Sumir hópar færast í sínar stofur – skoða Innu og endurhlaða (refresh) stundatöflu Allir ganga inn um aðalinngang skólans og innangengt á milli hæða ALLIR HALDA ÁFRAM PERSÓNULEGUM SÓTTVÖRNUM – þvo hendur, …

Heimsókn 10 ára stúdenta MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í gær heimsóttu okkur, í MB, fulltrúar 10 ára stúdenta. Okkur fannst nú eins og þau hafi rétt verið að klára síðustu verkefnin, svona líður tíminn. Það var reglulega ánægjulegt  að hitta þessa frábæru fyrrverandi nemendur MB. Skólinn stefnir að því, í samvinnu við útskrifaða nemendur, að halda góðum tengslum við sína fyrrverandi nemendur og hittast reglulega á a.mk. 10 …

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Boðað er til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. miðvikudaginn 3. júní nk.     kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kjósa skal stjórn félagsins og endurskoðanda eða skoðunarmenn (á síðasta aðalfundi, haustið 2019, var ný stjórn kosin til næstu þriggja ára) Kosning formanns …

Ný stjórn nemendafélags MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2020 – 2021 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þeir Marinó Þór Pálmason formaður, Daníel Fannar Einarsson gjaldkeri, Bjartur Daði Einarsson skemmtanastjóri og Gunnar Örn Ómarsson ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema.

Skólahald eftir 4. maí

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Mánudaginn 4. maí kl. 8:20 opnum við skólann eins mikið og hægt er, miðað við þær reglur og takmarkanir sem okkur eru settar sem við að sjálfsögðu hlítum. Mjög mikilvægt er að allir sýni ábyrgð og fylgi reglum sóttvarnayfirvalda um handþvott, sótthreinsun og fjarlægðarmörk. Opnunartími skrifstofu verður með hefðbundnum hætti og þar geta nemendur leitað upplýsinga um allt sem þeim þykir …