Spænskukennsla í eldhúsinu

RitstjórnFréttir

Noemi Cubas settist að í Borgarnesi nú í haust ásamt eiginmanni sínum og tveimur ungum sonum þeirra. Fjölskyldan kemur frá Spáni. Noemi kennir ensku og spænsku við MB. Hún hefur gaman af því að kenna á hagnýtan hátt og þegar námsefnið gaf tilefni til fór hún með spænskuhópinn í skólaeldhúsið þar sem nemendur elduðu spænska tapas rétti, patatas bravas og …

Nemendur í heilbrigðisfræði bjóða upp á dagskrá í tilefni hreyfiviku

RitstjórnFréttir

Hreyfivikan „MOVE WEEK“ fer fram um alla Evrópu dagana 29. september – 5.október nk. Hreyfivikan er hluti af herferð International Sport and Culture Association (ISCA) sem hefur að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar. Framtíðarsýn herferðarinnar er að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið …

Jöfnunarstyrkur til náms – umsóknarfrestur til 15. okt.

RitstjórnFréttir

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá nemendur sem stunda nám fjarri heimilum sínum. Nemendur sem dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu vegna náms eiga rétt á dvalarstyrk en nemendur sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla eiga rétt á …

Mjólk, kökur og vörðukaffi

RitstjórnFréttir

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar bauð upp á ískalda mjólk og glóðvolgar kökur fimmtudaginn 18. september síðastliðinn. Þann dag var einmitt fyrsta varða vetrarins birt, nemendur fengu umsagnir kennara um stöðu sína í náminu og leiðbeiningar um framhaldið. En það voru ekki bara nemendur sem gerðu sér dagamun því Veronika sló upp vörðukaffi með tilheyrandi kræsingum á kennarastofunni. Þetta var skemmtileg tilbreyting …

Kennarar í Nannestad á ferð í MB

RitstjórnFréttir

Norskir gestir litu við í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skömmu. Um var að ræða skólameistara Nannestad framhaldsskólans sem staðsettur er í nágrenni Oslóar. Tilefni heimsóknarinnar var áhugi Norðmannanna á samstarfi við íslenskan framhaldsskóla, einkum á sviði sögu og bókmennta. Gestirnir skoðuðu skólann, fræddust um uppruna hans og skólastarf og ræddu við skólameistara, kennara og nemendur. Ein úr hópnum, Mona Dybdahl, spjallaði …

Nemendur fræðast um Hugheima

RitstjórnFréttir

Nemendur í frumkvöðlafræði í MB fóru nýverið, ásamt kennara sínum Helgu Karlsdóttur, í heimsókn í nýsköpunar- og frumkvöðlasetrið Hugheima í Borgarnesi.  Þar fengu nemendur kynningu á starfsemi Hugheima ásamt því að sjá hvernig þrívíddarprentari virkar. Nemendur fengu líka nytsamlegar upplýsingar um hvernig þer eigi að bera sig að fái þeir hugmynd að verkefni á sviði nýsköpunar.

Egill í Landnámssetri

RitstjórnFréttir

Í íslensku 3A06 er fjallað um bókmenntir frá landnámi til siðaskipta. Meðal námsefnisins er Egils saga Skalla-Grímssonar. Landnámssetrið hefur um árabil boðið nemendum í áfanganum  á sýninguna um Egil. Að þessu sinni var haldið í Landnámssetrið miðvikudaginn 3. sept. Sýningin varpar skemmtilegu og nýju ljósi á ýmsa atburði þessarar margbrotnu sögu og nemendur höfðu bæði gagn og gaman af því …

Félagslíf byrjar af krafti

RitstjórnFréttir

Nemendafélag MB hefur nú hafið starfsemi af fullum krafti að nýju. Þrír klúbbar hafa nú þegar tekið til starfa; nördaklúbbur sem einkum er ætlaður áhugafólki um tölvur og tölvuleiki, hestaklúbbur og leiklistarklúbbur. Sá síðastnefndi starfar í tengslum við Sv1, en svo nefnist leikfélag skólans. Nú er unnið að því að velja leikrit til sýningar á þessu skólaári og verða leiksýningin …

KB og Nettó styrkja nemendagarðana

RitstjórnFréttir

Kaupfélag Borgfirðinga og Nettó í Borgarnesi hafa fært nemendagörðum Menntaskóla Borgarfjarðar höfðinglega gjöf. Fyrirtækin gáfu hvort um sig 500.000 krónur, samtals eina milljón, sem ætluð er til húsgagnakaupa. Nemendagarðarnir eru við Brákarbraut 8 og voru teknir í notkun í haust. Þeir eru í eigu Menntaskóla Borgarfjarðar og Borgarbyggðar og þar er rúm fyrir allt að 8 nemendur.

Nýnemadagur á miðvikudag

RitstjórnFréttir

Nýnemadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 27. ágúst næstkomandi. Byrjað verður á sameiginlegum morgunverði og síðan verður kennt til hádegis. Þá hefjast hátíðahöld til heiðurs nýnemum og verður margt til skemmtunar sem ekki verður upplýst hér. Svokallaðar busavígslur hafa aldrei tíðkast í MB en þess í stað eru nýnemar boðnir velkomnir í skólann og félagslífið með skemmtilegum hætti. …