Hestahópur NMB

Hestamenn í MB

RitstjórnFréttir

Innan Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) er meðal annars starfræktur hestahópur. Í hópnum eru 8 nemendur, þau Auður Ósk Sigurþórsdóttir, Axel Örn Ásbergsson, Ágústa Rut Haraldsdóttir, Berglind Ýr Ingvarsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Klara Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Axel Björnsson og Sigrún Rós Helgadóttir. Þau undirbúa sig nú af kappi fyrir framhaldsskólamótið í hestaíþróttum og eru á  keppnisnámskeiði undir leiðsögn Birnu Tryggvadóttur. Mótið verður haldið …

Lionsklúbburinn Agla styrkir starfsbrautina

Starfsbrautin fær gjöf frá Lionsklúbbnum Öglu

RitstjórnFréttir

Starfsbraut Menntaskóla Borgarfjarðar leitaði í nóvember síðastliðnum til Lionsklúbbsins Öglu um styrk til kaupa á Ipad spjaldtölvu og kennsluforritinu Clicker 6. Skemmst er frá því að segja að klúbburinn brást vel við erindinu og hefur nú fært starfsbrautinni þessa höfðinglegu gjöf.  Ipad spjaldtölvan hentar vel við kennslu nemenda með sérþarfir og mikið er til af kennsluforritum, fyrir slíka tölvu, sem …

Í Steinaríki Íslands

Vettvangsferð í Steinaríki Íslands

RitstjórnFréttir

Í dag fóru nemendur í JAR 1A06 (jarðfræði) í árlega í vettvangsferð í Steinaríki Íslands á Akranesi ásamt Þóru Árnadóttur raungreinakennara. Nemendur skoðuðu safnið og öfluðu sér gagna í verkefni sem þeir vinna í næstu tímum og tengist helstu flokkum íslenskra steintegunda. writing services zp8497586rq

Innritun á starfsbraut hefst 1. febrúar

RitstjórnFréttir

Innritun á starfsbrautir framhaldsskólanna fyrir fatlaða nemendur hefst þann 1. febrúar næstkomandi og stendur til 28. febrúar. Auglýsing þess efnis var birt í dagblöðum um síðustu helgi. Þar sem menntamálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar um nöfn nemenda í grunnskólum sem sækja munu um á starfsbrautum fá grunnskólar send bréf til foreldra/forráðamanna sem þeir verða beðnir að koma til skila til hlutaðeigandi. …

Jón Steinar Gunnlaugsson í lögfræðitíma

Fyrrverandi hæstaréttardómari spjallar við nemendur

RitstjórnFréttir

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttadómari, kom í heimsókn í lögfræðitíma í MB fyrir skömmu. Hann ræddi við nemendur um íslenskt réttarkerfi og starfsemi þess. Hann lagði áherslu á  mikilvægi þess að farið væri að lögum þegar úrskurðað væri um sekt eða sakleysi einstaklinga og að huglægt mat ætti ekki við í því sambandi. Jón Steinar vitnaði í raunverulega dóma sem …

MB-ingar eiga sæti á framboðslistum fyrir Alþingiskosningar

RitstjórnFréttir

Þrír fyrrum nemendur og einn núverandi nemandi úr Menntaskóla Borgarfjarðar eiga sæti á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi. Þetta eru þau Klara Sveinbjörnsdóttir, sem skipar 13. sæti á lista Framsóknarflokksins, Inga Björk Bjarnadóttir, sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar, Ólafur Þór Jónsson, sem skipar 9. sæti á sama lista og Bjarki Þór Grönfeld, sem skipar 9. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar …

Á Uglukletti

Íþróttasvið í MB

RitstjórnFréttir

Síðastliðið haust hófst kennsla á íþróttasviði við félags- og náttúrufræðibrautir MB. Á íþróttasviði er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun auk kjarna á viðkomandi brautum.  Um er að ræða 220 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími að jafnaði er 6 annir. Námsbrautum með íþróttasviði er ætlað að veita nemendum undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta-, …

Bjarki Pétursson kylfingur

Bjarki kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar og íþróttamaður Borgarbyggðar

RitstjórnFréttir

Bjarki Pétursson kylfingur úr Golfklúbbi Borgarness og nemadi við MB hefur verið útnefndur íþróttamaður Borgarfjarðar og íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2012. Fyrri útnefningin var kynnt við athöfn á Íþróttahátíð UMSB sem fram fór í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi laugardaginn 2. febrúar síðastliðinn. Stjórn sambandsins og stjórnir aðildarfélaga þess velja íþróttamann ársins. Þetta er í þriðja skipti sem Bjarki er kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar. …

Fjölbreytt lokaverkefni í MB

RitstjórnFréttir

Frá upphafi skólastarfs við Menntaskóla Borgarfjarðar hafa nemendur unnið sérstök lokaverkefni á síðustu námsönn sinni við skólann. Um er að ræða einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og yfirleitt velja nemendur sér viðfangsefni sem tengjast sérstökum áhugasviðum hvers og eins. Vinnan við …

Sigurvegarar í söngvakeppni ásamt dómnefnd

Magnús Kristjánsson vann sigur í söngvakeppni MB

RitstjórnFréttir

Söngvakeppni Menntaskóla Borgarfjarðar fór fram fimmtudagskvöldið 31. janúar sl. Flutt voru átta lög. Sigurvegari að þessu sinni varð Magnús Kristjánsson, í öðru sæti var Gunnlaugur Yngvi Sigfússon og þær Angela Danuta Gonder, Elín Heiða Sigmarsdóttir og Helga Björg Hannesdóttir hlutu útnefninguna „bjartasta vonin“. Allir þátttakendur stóðu sig vel og var dómnefndinni því nokkur vandi á höndum. Hana skipuðu Theódóra Þorsteinsdóttir, …