Fimmtudaginn 25. október verður nemendum MB boðið á leiksýningu í Hjálmakletti. Þá mun Möguleikhúsið flytja Völuspá eftir Þórarin Eldjárn og hefst sýningin klukkan 11. Leikverkið byggir á hinni fornu Völuspá, kvæði sem er lagt í munn völvu sem allt veit og flytur það að beiðni Óðins. Í kvæðinu kemur fram áhugaverð sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Upprifjun völvunnar á …
Æfingar á Litlu hryllingsbúðinni ganga vel
Æfingar Leikfélags MB á Litlu hryllingsbúðinni standa nú yfir og stefnt er að því að frumsýna leikritið þann 16. nóvember næstkomandi. Með helstu hlutverk í leikritinu fara Magnús Kristjánsson sem leikur Baldur, Ísfold Grétarsdóttir leikur Auði, Rúnar Gíslason leikur Orra tannlækni og Egill Lind Hansson er í hlutverki Plöntunnar (Auðar 2). Á þriðja tug nemenda MB tekur þátt í uppfærslunni. …
Samstarfssamningur MB og LbhÍ undirritaður
Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari MB og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands undirrituðu í dag samstarfssamning um tilraunakennslu náttúrufræðibrautar með búfræðisviði til stúdentsprófs. Samningurinn felur í sér að allt að fimm nemendur sem innritast á brautina hjá MB árin 2012 – 20015 eiga vísa skólavist í búfræði hjá LbhÍ eftir að hafa lokið þeim hluta námsins sem fram fer í MB. Við …
Nemendur og starfsfólk MB leggja rödd þjóðarinnar lið
Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, er um þessar mundir að vinna að upptökum á lagi með kórnum en til nýmæla heyrir að stór hluti þjóðarinnar tekur undir í lokakafla lagsins. Að flutningi lagsins, sem nefnist Ísland, koma auk Fjallabræðra og hljómsveitar þeirra, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Unnur Birna Björnsdóttir sem syngur einsöng. Halldór Gunnar samdi lagið en textinn er eftir Jökul …
Aðalfundur foreldrafélags MB
Ágætu foreldrar / forráðamenn. Aðalfundur foreldrafélags Menntaskóla Borgarfjarðar verður haldinn mánudaginn 15. október kl. 18:00 í stofu 101 í Menntaskólanum. Í lögum um framhaldsskóla er skylt að hafa foreldraráð. read more Við hvetjum ykkur eindregið til að mæta og koma með hugmyndir um hvernig við getum stutt við bakið á börnunum okkar. Vinnum saman Kær kveðja stjórnin zp8497586rq
West Side
West Side er samstarfsverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefur staðið um nokkurra ára skeið. Á West Side hittast nemendur skólanna, keppa í ýmsum greinum og dagskránni lýkur með balli. West Side var að þessu sinni haldið í Ólafsvík þann 4. október síðastliðinn. Rúmlega 40 nemendur frá MB lögðu leið sína til Ólafsvíkur. Keppt var í blaki, …
Styrkþegar úr MB
Að minnsta kosti þrír fyrrum nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar hafa hlotið námsstyrki sem veittir eru framúrskarandi námsmönnum nú á haustönn. Ólöf Sunna Gautadóttir hlaut styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Í frétt frá bankanum kemur fram að dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Ólöf Sunna stundar grunnnám í …
Áheyrnarprufur vegna Litlu hryllingsbúðarinnar
Hinn sívinsæli söngleikur, Litla hryllingsbúðin eftir Menken og Ashman, er verkefni Leikfélags Menntaskóla Borgarfjarðar nú á haustönn. Tónlistin í Litlu hryllingsbúðinni er í anda sjöunda áratugar 20. aldar. Mörg þekkt lög eru í söngleiknum; nefna má Þú verður tannlæknir og Gemmér sem Íslendingum eru að góðu kunn. Litla hryllingsbúðin hefur verið sett á svið víða um heim og hefur löngum …
Nýr húsvörður
Guðmundur Jónsson hefur tekið við starfi húsvarðar við Menntaskóla Borgarfjarðar. Um er að ræða 60% starf við umsjón húsnæðis MB og Borgarbyggðar auk verkefna sem tengjast útleigu hátíðarsalarins, Hjálmakletts.
Vettvangsferð í félagsfræði
Námshópur í félagsfræði 304, sem er stjórnmálafræðiáfangi ákvað á dögunum að halda í vettvangsferð. Valið var að fara til Reykjavíkur að heimsækja Valhöll, höfuðvígi Sjálfstæðismanna, skrifstofur Samfylkingarinnar og Ráðhús Reykjavíkur. Afar vel var tekið á móti hópnum á öllum stöðunum. Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Borgnesingur tók á móti hópnum í Valhöll. Hann, ásamt Sigríði, kynningar- og …