Í dag verður MB formlega þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Verkefnið snýr að heildrænni stefnu í forvarna- og heilsueflingarmálum sem gerir framhaldsskólum kleift að marka skýra stefnu, skerpa á aðgerðaráætlunum og forvörnum. Markmiðið með verkefninu er að stuðla að velferð og góðri heilsu framhaldsskólanemenda. Skólaárið 2011-2012 var undirbúningsár þar sem lögð var áhersla á næringu. Þetta skólaár verður aðal áherslan …
Skólaráð
Skólaráð Menntaskóla Borgarfjarðar er skólameistara til aðstoðar við stjórn skólans og fjallar um starfsáætlun skólans, skólareglur og fleira. Stjórn nemendafélags skólans hefur kosið fulltrúa nemenda í skólaráð, þær Lilju Hrönn Jakobsdóttur og Eyrúnu Baldursdóttur. Af hálfu kennara sitja í skólaráði Anna Guðmundsdóttir og Ingibjörg Ingadóttir. Auk þeirra eiga sæti í skólaráði Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari og Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari.
Kynningarfundur fyrir foreldra
Miðvikudaginn 22. ágúst klukkan 17.00 verður sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema. Fundurinn verður í stofu 101 í skólanum. Foreldrar eru eindregið hvattir til að koma og kynna sér starfsemi skólans.
Haustönn 2012 hefst 20. ágúst
Mánudaginn 20. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks. Að morgunverði loknum fá nýnemar afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Eldri nemendur koma til starfa sama dag kl. 11:00 og fá afhentar stundaskrár, lykilorð og önnur tilheyrandi gögn. Skólastarf hefst þriðjudaginn 21. ágúst samkvæmt stundatöflu. Nemendur …
Skrifstofa skólans opin frá 8 – 16
Skrifstofa skólans hefur opnað eftir sumarfrí og er opin frá 8 – 16. Símanúmer skólans er 433-7700 og netfangið menntaborg@menntaborg.is Nýtt skólaár hefst 20. ágúst nk.
Þrír nemendur MB í læknisfræði og sjúkraþjálfun í haust
Niðurstaða inntökuprófs fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun við Læknadeild Háskóla Íslands, sem haldið var dagana 13. og 14. júní 2012, liggur nú fyrir. Þrír nemendur úr Menntaskóla Borgarfjarðar þreyttu inntökupróf, Alexander Gabríel Guðfinnsson þreytti inntökupróf í læknisfræði ásamt 307 öðrum nemendum og var einn af 48 sem náðu því prófi. Birna Ósk Aradóttir og Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir þreyttu inntökupróf …
Sumarleyfi – lokun skrifstofu
Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst. Hægt er að ná í skólameistara í síma 866 1314 eða senda tölvupóst á kolfinna@menntaborg.is
Fékk styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ
Alexander Gabríel Guðfinnsson dúx Menntaskóla Borgarfjarðar frá því í vor var einn af tuttugu og sex afburðanemendum sem fengu afhenta styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlegaathöfn á Háskólatorgi í gær þriðjudaginn 19. júní. Alls sóttu 77 nemendur um styrki. Við val ástyrkhöfum var litið til afburðaárangurs á stúdentsprófi. Styrkur til hvers nemandanam 300.000 …
40 nemendur brautskráðir
Föstudaginn 8. júní brautskráðust 40 nemendur frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Að þessu sinni brautskráðust 22 nemendur af félagsfræðabraut, 15 nemendur af náttúrufræðibraut, einn nemandi með viðbótarnám til stúdentsprófs og tveir nemendur af starfsbraut. Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál þar sem hún fór yfir það helsta í skólastarfinu. Kór Menntaskóla Borgarfjarðar flutti nokkur lög undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur. Þá komu …
Opið fyrir umsóknir eldri nemenda
Opið er fyrir innritun eldri nema, nemendur sækja um skólavist inn á www.menntagatt.is Sjá námsbrautir og áfanga í boði á haustönn á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Nánari upplýsingar um innritun á skrifstofu skólans í síma 433-7700.