Margir nemendur MB leggja stund á hinar ýmsu íþróttir. Um helgina fór fram kjör á íþróttamanni Borgarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Nemendur MB voru áberandi þegar kom að verðlaunum og má nefna að fjórir af fimm efstu í kjörinu eru annaðhvort núverandi eða fyrrverandi nemendur við skólann. Við óskum þeim og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju.
Vorönn 2020
Stundatöflur vorannar 2020 eru nú aðgengilegar í Innu. Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 7. janúar kl. 8:20. Bókalista annarinnar má finna á heimasíðu skólans á slóðinni https://menntaborg.is/namid/bokalistar/ Óskir um breytingar á stundatöflu verða afgreiddar frá þriðjudegi 7. janúar til föstudags 10. janúar.
Jólaleyfi og lokun skrifstofu
Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 20. desember til 3. janúar. Hafa má samband við aðstoðarskólameistara á netfangið lilja@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 7. janúar kl. 8.20 samkvæmt stundaskrá.
Kakó, smákökur og spil
Í dag var var boðið upp á kakó og smákökur í MB. Nemendur og kennarar tóku í spil og margir klæddust jólapeysum í tilefni dagsins.
Nútímalegt námsumhverfi
MB er verkefnamiðaður skóli þar sem er lögð áhersla á fjölbreytni í kennsluháttum. Því höfum við á undanförnum mánuðum verið að skoða möguleika á nýrri útfærslu á skólastofum skólans þ.e. húsgögnum og uppröðun þeirra. Kennsluumhverfið þarf að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir í námi og kennslu t.d. hópavinnu, einstaklinsbundna vinnu og heildstæða vinnu til jafns við miðlun kennarans. Rannsóknir sýna …
Erasmus+ verkefni – 2smart 2start
Nú í vikunni hófst formlega tveggja ára Erasmus+ verkefni sem MB tekur þátt í ásamt fulltrúum frá Finnlandi, Póllandi, Rúmeníu og Tyrklandi. Fulltrúar MB í hópnum eru Ásthildur Magnúsdóttir kennari og Elín Kristjánsdóttir námsráðgjafi. Þær eru nú staddar í Rúmeníu þar sem fram fer undirbúningsfundur verkefnisins og það skipulagt tvö ár fram í tímann. Fyrsta heimsókn með nemendum verður til …
Nemendur í íþróttafræði hjálpa til í íþróttaskólanum
Nemendur í íþróttafræði 1ÞÞ06 við MB sáu um íþróttaskóla fyrir 2 – 6 ára börn í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi laugardaginn 26. október sl. Umsjón með tíma í íþróttaskólanum er hluti af verkefnavinnu nemenda í áfanganum. Tíminn tókst sérstaklega vel og og að sögn Sigurðar Arnar Sigurðssonar kennara fóru allir glaðir og ánægðir heim jafnt menntaskólanemar sem börnin.
Innritun á vorönn 2020
Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2020 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700
Nýr skólameistari MB
Bragi Þór Svavarsson hefur verið ráðinn skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann tekur við starfinu þann 1. janúar 2020. Bragi Þór lauk prófi frá kennaradeild Háskólans á Akureyri árið 1999 og meistaraprófi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Hann hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2007, fyrst um fjögurra ára skeið sem þjónustustjóri en frá árinu 2011 sem …
Námsmatsdagur – vetrarfrí
Föstudagurinn 25. október er námsmatsdagur (varða nr. 2). Að öllu jöfnu fellur kennsla niður þennan dag, en nemendur geta þurft að mæta í viðtal hjá kennara eða ljúka einhverjum verkefnum. Kennarar munu senda upplýsingar um það til nemenda. Vetrarfrí verður svo dagana 28. og 29. október. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 30. október.