Nemendur í áfanganum Saga3B05 vinna nú að heimasíðu sem tengist námsefninu. Í áfanganum er lögð áhersla á sögu Afríku, Asíu og Ameríku. Heimasíðuna er að finna á slóðinni https://sites.google.com/site/fjarlaegarslodir/ og er allt efnið unnið af nemendum. Í seinni hluta áfangans er svo stefnt að því að gefa út tímarit. Sögukennari og umsjónarmaður verkefnisins er Ívar Örn Reynisson.
Innritun á starfsbraut MB
Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst þann 3. febrúar næstkomandi og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja sjálfir veflykil á menntagatt.is en að öðru leyti er þessi innritun með sama hætti og almenn innritun. Upplýsingar um skóla sem bjóða upp á starfsbrautir má finna á menntagatt.is. Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski …
Prjónamaraþon
Útskriftarhópur MB tekur nú þátt í prjónamaraþoni. Það fé sem safnast með áheitum rennur í útskriftarsjóð nemenda. Maraþonið hófst á hádegi þann 28. janúar og stendur í sólarhring. Handavinnuhúsið, Nettó og fleiri aðilar gáfu garn en nemendur munu gefa afurðirnar til Rauða krossins. Það eru einkum treflar sem krakkarnir prjóna. Á myndinni má þó sjá dæmi um frumlega hannað höfuðfat. …
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk rennur út 15. febrúar
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2014 er til 15.febrúar næstkomandi. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn í gegnum sitt svæði í heimabankanum sínum og/eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna. Nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili og fjölskyldu eiga rétt á jöfnunarstyrk. Upplýsingar um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu er að finna á www.lin.is https://www.lin.is/jofnun/skolar/innskr.jsp
MB mætir MH í annarri umferð Gettu betur
Spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hófst nú í janúar. Lið MB sigraði Framhaldsskólann í Austur Skaftafellssýslu í fyrstu umferð með 19 stigum gegn 10. Í næstu umferð mætir lið MB liði Menntaskólans við Hamrahlíð og fer keppnin fram í útvarpshúsinu við Efstaleiti þann 26. janúar næstkomandi. Lið MB skipa Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sandri Shabansson og Þorkell Már Einarsson og varamaður er …
Góður árangur nemenda MB á Íslandsmeistaramóti í dansi
Um síðustu helgi fór fram Íslandsmeistaramót í suður-amerískum dönsum með frjálsri aðferð (meistaraflokkur). Samhliða mótinu fór einnig fram bikarmeistaramót í standarddönsum með frjálsri aðferð, bikarmeistaramót í grunnsporum og opið wdsf (world dancesport federation) mót á Reykjavíkurleikunum. Tveir fulltrúar MB, Daði Freyr Guðjónsson og Arnar Þórsson, tóku þátt í mótinu ásamt sínum dömum, en báðir keppa þeir fyrir Dansíþróttafélag Borgarfjarðar og …
Gettu betur – MB mætir FAS á sunnudag í útvarpssal
Spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hófst nú í janúar. Lið MB mætir Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu í útvarpshúsinu við Efstaleiti þann 19. janúar og hefst viðureignin kl 13:00. Lið MB skipa þau Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sandri Shabansson og Þorkell Már Einarsson og varamaður er Anna Þórhildur Gunnarsdóttir. urticaria treatment Boðið verður upp á rútuferð frá skólanum á sunnudaginn ef næg þátttaka …
Ný ritnefnd skólablaðsins Eglu tekin til starfa.
Nýverið tók ný ritnefnd skólablaðsins Eglu til starfa. Ritstjóri er Ellen Geirsdóttir og aðstoðarritstjóri Sigrún Rós Helgadóttir. Aðrir meðlimir ritnefndar eru Anton Freyr Arnarsson, Arna Fannberg Þórsdóttir, Guðbjörg Halldórsdóttir og Egill Þórsson. Stefnt er að útkomu fjórða tölublaðs Eglu með vorinu og eru allar ábendingar um efni vel þegnar. software buy Myndin er af fráfarandi ritstjórn sem annaðist útgáfu 3. …
Leikfélag NB setur upp söngleikinn Grease
Æfingar á söngleiknum Grease standa nú yfir af fullum krafti í Hjálmakletti. Mikill fjöldi nemenda tekur þátt í sýningunni. Með aðalhlutverk fara þau Ingibjörg Jóhanna Kristjánsdóttir sem leikur Sandy og Stefnir Ægir Stefánsson sem leikur Danny. Leikstjóri er Bjarni Snæbjörnsson. Stefnt er að því að frumsýna söngleikinn í byrjun febrúar.
Upphaf skólastarfs á vorönn 2014
Skólastarf á vorönn hefst mánudaginn 13. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar afhentar klukkan 9.00 og kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá klukkan 10.00. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu frá hádegi föstudaginn 10. janúar. Skólagjöld fyrir vorönn eru 11.000 krónur og samanstanda af 7000 króna innritunargjaldi og 4000 króna tölvuumsjónargjaldi. Eindagi þessara gjalda var 3. janúar síðastliðinn. argumentative synthesis …