Nemendur í íslensku 304 sitja þessa dagana með sveittan skallann við lestur Egils sögu. Af því tilefni fór hópurinn ásamt Önnu Guðmundsdóttur íslenskukennara í heimsókn á Landnámssetrið til þess að skoða Egilssýninguna svokölluðu. Á sýningunni er efni Egils sögu komið til skila á nútímalegan hátt með aðferðum leikhússins og hjálp fjölda listamanna sem myndgerðu atriði sögunnar í tré. writing service …
Miðasala hafin á Litlu hryllingsbúðina
Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýnir Litlu hryllingsbúðina föstudaginn 16. nóvember næstkomandi. Miða má panta í síma 616-7417 (Bjarki Þór) eða 862-8582 (Berglind) en einnig er hægt að panta miða með því að senda póst á netfangið: leikfelag@menntaborg.is. Æfingar á Litlu hryllingsbúðinni hafa staðið undanfarnar vikur. Með helstu hlutverk í leikritinu fara Magnús Kristjánsson sem leikur Baldur, Ísfold Grétarsdóttir leikur Auði, Rúnar Gíslason …
Ferðamálafræði í MB
Undanfarin ár hefur verið boðið upp á valáfanga í ferðamálafræði í Menntaskóla Borgarfjarðar. Meginmarkmið áfangans er að efla þekkingu og skilning nemenda á ferðaþjónustu og kynna grundvallarhugtök ferðaþjónustugeirans. Áhersla er lögð á nærumhverfið, landafræði, sögu, þjónustu, fræðslu, handverk og afþreyingu í Borgarfirði. Sú venja hefur skapast að fá fyrirlesara úr héraði til að kynna ýmis málefni er tengjast ferðaþjónustu. Nú …
Forvarnadagurinn 2012
Forvarnadagurinn er nú haldinn í áttunda sinn en til þessa hefur athygli dagsins beinst að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. Vímuefnaneysla hefur minnkað jafnt og þétt undanfarin ár meðal grunnskólanema en sem þekkt er eykst neysla vímugjafa, sérstaklega áfengis, nokkuð hratt eftir að nemendur komast á framhaldsskólaaldur. Því var ákveðið að bjóða framhaldsskólum að taka þátt í Forvarnadeginum 2012, með …
Innritun á vorönn 2013
Innritun í framhaldsskólanna á vorönn 2013 fer fram á menntagatt.is dagana 1. – 23. nóvember. Sjá áfanga í boði á heimasíðu skólans undir flipanum >námið. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 433-7700
Norskir meistaranemar í heimsókn
Fimm norskir meistaranemar í nýsköpunarmennt heimsóttu Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir stuttu ásamt kennara sínum. Norðmennirnir, sem allir eru framhaldsskólakennarar, komu hingað til lands meðal annars í þeim tilgangi að kynna sér nýsköpun í skólastarfi. Þeir stunda nám við Nordland háskólann í Bodö en skólinn tekur ásamt háskólanum í Umeaa í Svíþjóð og menntavísindasviði Háskóla Íslands þátt í samstarfsverkefni um frumkvöðlamennt og …
Möguleikhúsið flytur Völuspá í Hjálmakletti
Fimmtudaginn 25. október verður nemendum MB boðið á leiksýningu í Hjálmakletti. Þá mun Möguleikhúsið flytja Völuspá eftir Þórarin Eldjárn og hefst sýningin klukkan 11. Leikverkið byggir á hinni fornu Völuspá, kvæði sem er lagt í munn völvu sem allt veit og flytur það að beiðni Óðins. Í kvæðinu kemur fram áhugaverð sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Upprifjun völvunnar á …
Æfingar á Litlu hryllingsbúðinni ganga vel
Æfingar Leikfélags MB á Litlu hryllingsbúðinni standa nú yfir og stefnt er að því að frumsýna leikritið þann 16. nóvember næstkomandi. Með helstu hlutverk í leikritinu fara Magnús Kristjánsson sem leikur Baldur, Ísfold Grétarsdóttir leikur Auði, Rúnar Gíslason leikur Orra tannlækni og Egill Lind Hansson er í hlutverki Plöntunnar (Auðar 2). Á þriðja tug nemenda MB tekur þátt í uppfærslunni. …
Samstarfssamningur MB og LbhÍ undirritaður
Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari MB og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands undirrituðu í dag samstarfssamning um tilraunakennslu náttúrufræðibrautar með búfræðisviði til stúdentsprófs. Samningurinn felur í sér að allt að fimm nemendur sem innritast á brautina hjá MB árin 2012 – 20015 eiga vísa skólavist í búfræði hjá LbhÍ eftir að hafa lokið þeim hluta námsins sem fram fer í MB. Við …
Nemendur og starfsfólk MB leggja rödd þjóðarinnar lið
Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, er um þessar mundir að vinna að upptökum á lagi með kórnum en til nýmæla heyrir að stór hluti þjóðarinnar tekur undir í lokakafla lagsins. Að flutningi lagsins, sem nefnist Ísland, koma auk Fjallabræðra og hljómsveitar þeirra, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Unnur Birna Björnsdóttir sem syngur einsöng. Halldór Gunnar samdi lagið en textinn er eftir Jökul …