Undanfarnar vikur hefur verið gestkvæmt í MB. Síðastliðinn mánudag kom Magnús B. Jónsson, stjórnarmaður í Borgarfjarðardeild Heimssýnar, í heimsókn til að ræða ESB-aðildarviðræður Íslendinga. Í síðustu viku komu Sema Erla Serdar og Hörður Unnsteinsson frá samtökunum Já Ísland og ræddu við nemendur um sama mál. Báðar þessar heimsóknir voru í áfanganum félagsfræði 304 sem fjallar um stjórnmálafræði. writing service Þann …
Grjóthrun á lóð Menntaskóla Borgarfjarðar
Gríðarstórt bjarg og nokkrir smærri grjóthnullungar hafa hrunið úr klettavegg og ofan í port við suðvesturhlið skólahússins. Talið er að þetta hafi gerst aðfaranótt miðvikudagsins 14. nóvember. Hurð skall nærri hælum því aðeins munaði um fingurbreidd að bjargið lenti á skólahúsinu. Ef svo hefði farið má gera ráð fyrir að tjón hefði orðið umtalsvert. Nú velta menn vöngum yfir því …
Ný sýn á Egils sögu
Nemendur í íslensku 304 sitja þessa dagana með sveittan skallann við lestur Egils sögu. Af því tilefni fór hópurinn ásamt Önnu Guðmundsdóttur íslenskukennara í heimsókn á Landnámssetrið til þess að skoða Egilssýninguna svokölluðu. Á sýningunni er efni Egils sögu komið til skila á nútímalegan hátt með aðferðum leikhússins og hjálp fjölda listamanna sem myndgerðu atriði sögunnar í tré. writing service …
Miðasala hafin á Litlu hryllingsbúðina
Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýnir Litlu hryllingsbúðina föstudaginn 16. nóvember næstkomandi. Miða má panta í síma 616-7417 (Bjarki Þór) eða 862-8582 (Berglind) en einnig er hægt að panta miða með því að senda póst á netfangið: leikfelag@menntaborg.is. Æfingar á Litlu hryllingsbúðinni hafa staðið undanfarnar vikur. Með helstu hlutverk í leikritinu fara Magnús Kristjánsson sem leikur Baldur, Ísfold Grétarsdóttir leikur Auði, Rúnar Gíslason …
Ferðamálafræði í MB
Undanfarin ár hefur verið boðið upp á valáfanga í ferðamálafræði í Menntaskóla Borgarfjarðar. Meginmarkmið áfangans er að efla þekkingu og skilning nemenda á ferðaþjónustu og kynna grundvallarhugtök ferðaþjónustugeirans. Áhersla er lögð á nærumhverfið, landafræði, sögu, þjónustu, fræðslu, handverk og afþreyingu í Borgarfirði. Sú venja hefur skapast að fá fyrirlesara úr héraði til að kynna ýmis málefni er tengjast ferðaþjónustu. Nú …
Forvarnadagurinn 2012
Forvarnadagurinn er nú haldinn í áttunda sinn en til þessa hefur athygli dagsins beinst að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. Vímuefnaneysla hefur minnkað jafnt og þétt undanfarin ár meðal grunnskólanema en sem þekkt er eykst neysla vímugjafa, sérstaklega áfengis, nokkuð hratt eftir að nemendur komast á framhaldsskólaaldur. Því var ákveðið að bjóða framhaldsskólum að taka þátt í Forvarnadeginum 2012, með …
Innritun á vorönn 2013
Innritun í framhaldsskólanna á vorönn 2013 fer fram á menntagatt.is dagana 1. – 23. nóvember. Sjá áfanga í boði á heimasíðu skólans undir flipanum >námið. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 433-7700
Norskir meistaranemar í heimsókn
Fimm norskir meistaranemar í nýsköpunarmennt heimsóttu Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir stuttu ásamt kennara sínum. Norðmennirnir, sem allir eru framhaldsskólakennarar, komu hingað til lands meðal annars í þeim tilgangi að kynna sér nýsköpun í skólastarfi. Þeir stunda nám við Nordland háskólann í Bodö en skólinn tekur ásamt háskólanum í Umeaa í Svíþjóð og menntavísindasviði Háskóla Íslands þátt í samstarfsverkefni um frumkvöðlamennt og …
Möguleikhúsið flytur Völuspá í Hjálmakletti
Fimmtudaginn 25. október verður nemendum MB boðið á leiksýningu í Hjálmakletti. Þá mun Möguleikhúsið flytja Völuspá eftir Þórarin Eldjárn og hefst sýningin klukkan 11. Leikverkið byggir á hinni fornu Völuspá, kvæði sem er lagt í munn völvu sem allt veit og flytur það að beiðni Óðins. Í kvæðinu kemur fram áhugaverð sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Upprifjun völvunnar á …
Æfingar á Litlu hryllingsbúðinni ganga vel
Æfingar Leikfélags MB á Litlu hryllingsbúðinni standa nú yfir og stefnt er að því að frumsýna leikritið þann 16. nóvember næstkomandi. Með helstu hlutverk í leikritinu fara Magnús Kristjánsson sem leikur Baldur, Ísfold Grétarsdóttir leikur Auði, Rúnar Gíslason leikur Orra tannlækni og Egill Lind Hansson er í hlutverki Plöntunnar (Auðar 2). Á þriðja tug nemenda MB tekur þátt í uppfærslunni. …