Skólastarf er farið af stað í Menntaskóla Borgarfjarðar en nemendur mættu skv. stundaskrá í dag. Þriðjudaginn 20. ágúst klukkan 17:00 er svo foreldrafundur sem sértaklega er hugsaður fyrir foreldra nýnema en allir foreldrar eru velkomnir. Á fundinum verður farið yfir praktísk mál er varða nám í MB. Vonumst til að sjá sem flesta.
Skólabyrjun í Menntaskóla Borgarfjarðar
Skólastarf hefst á haustönn 2019 með móttöku nýnema föstudaginn 16. ágúst klukkan 09:00. Dagurinn hefst á sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks en í kjölfarið fá nýnemar kennslu á helstu kerfi skólans. Við óskum eftir því að nemendur mæti með tölvurnar sínar og snjalltæki þennan dag. Eldri nemendur geta nálgast stundatöflurnar sínar á INNU.is föstudaginn 16. ágúst og er einnig …
Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar lokuð vegna sumarleyfa
Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 19. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 7. ágúst. Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 663-7642
Lára Karítas dúx við brautskráningu MB
Í dag var brautskráning Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem 24 nemendur voru brautskráðir við hátíðlega athöfn. Nemendur útskrifuðust af Félagsfræðabraut, Náttúrufræðibraut, Íþróttafræðibraut, Opinni braut og af starfsbraut. Hæst á stúdentsprófi að þessu sinni var Lára Karítas Jóhannesdóttir. Lára fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur þar á meðal fyrir besta námsárangur á stúdentsprófi og Menntaverðlaun Háskóla Íslands. Kristján Guðmundsson var næsthæstur á …
Brautskráning MB 2019
Brautskráning frá Menntaskóla Borgarfjarðar fer fram föstudaginn 31. maí klukkan 14:00 í Hjálmakletti.
Innritun á haustönn 2019
Innritun eldri nemenda (fæddir 2002 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst föstudaginn 7. apríl og lýkur fimmtudaginn 31. maí. Innritað er á www.menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 6. maí til 7. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum …
Aðalfundur MB 17. maí 2019
Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar verður haldinn í Hjálmakletti föstudaginn 17. maí klukkan 12:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 3. Kosning stjórnar 4. Kosning endurskoðunarfélags til eins árs 5. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins og framlög í varasjóð 6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna …
Leikhópur MB á uppskeruhátíð á Hólmavík
Menntaskóli Borgarfjarðar tekur þátt í verkefninu Þjóðleikur í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Þetta er verkefni sem hefur verið í gangi í tíu ár með það að markmiði að tengja þjóðleikhúsið á lifandi hátt við ungt fólk á landsbyggðinni og að efla þannig bæði áhuga þess og þekkingu á listforminu. Annað hvert ár eru þrjú til fjögur þekkt íslensk leikskáld fengin til …
Skóladagur í Borgarbyggð
Skóladagur Borgarbyggðar var haldinn á laugardaginn og þótti takast einmuna vel. Þar komu saman öll skólastig í Borgarbyggð en sveitarfélagið hefur sterka sérstöðu hvað varðar skóla í sínu samfélagi allt frá leiksskólum og upp í háskóla. Tilgangur dagsins var að gera eitthvað skemmtilegt og gagnlegt saman og að stimpla vel inn þýðingu skólanna í samfélaginu, kynna skólastarfið og skapa jákvæðni …
Menntaskóli Borgarfjarðar í Laugardalshöll
MB var með sýningarbás á framhaldsskólakynningum í Laugardalshöll fimmtudaginn og föstudaginn 14. og 15. mars. Nemendur úr MB kynntu skólann en gestir í Laugardalshöll sýndu MB mikinn áhuga. Viðburðurinn ber heitið Mín framtíð 2019 og er Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningar. Þessi viðburður er haldinn annað hvert ár en þetta er í annað sinn sem MB tekur þátt. Forseti …