Forvarnardagurinn 2019 – Forsetaheimsókn

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar ásamt unglingastigi Grunnskólans í Borgarnesi tekur á móti forsetanum í heimsókn í tilefni af Forvarnardeginum 2019 miðvikudaginn 2. október kl. 9. Forsetinn mun spjalla við nemendur og fylgjast með þeim í hópavinnu um forvarnarmál. Þessi dagur er haldinn að frumkvæði forseta Íslands en auk embættis forseta skipa fulltrúar embætti landlæknis, Sambands Íslenskra sveitarfélaga, Rannsóknar og greiningar, Samtaka félaga …

Kennari á starfsbraut

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara á starfsbraut í 80-100% stöðu í afleysingu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni: • Umsjón með faglegu starfi á starfsbraut • Skipulagning • Kennsla • Upplýsingastreymi og samráð við forráðamenn nemenda og starfsfólk skólans • Vinna með einstaklingsáætlanir nemenda • Skil á skýrslum um starfsemi brautarinnar Hæfnikröfur: • Kennsluréttindi æskileg • …

Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur til 15. október

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2019 – 2020. Nemendur sækja um jöfnunarstyrkinn á heimasíðu LÍN www.lin.is/jofnunarstyrkur Umsóknarfrestur vegna haustannar 2019 er til 15. október næstkomandi.

Ný stjórn nemendafélags MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningu í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2019 – 2020 er lokið. Nýju stjórnina skipa þau Gunnar Örn Ómarsson gjaldkeri, Elís Dofri G. Gylfason formaður, Erla Ágústsdóttir ritari, Daníel F. Einarsson skemmtanastjóri og Bjartur Daði Einarsson meðstjórnandi.

Útivistarferð haust 2019

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Föstudaginn 30. ágúst sl. fóru 12 nemendur ásamt kennurum í útivistarferð á vegum MB. Ferðin í þetta sinn var tveggja daga gönguferð frá Hítardal að Langavatni. Gist var í leitarmannaskóla Álfthreppinga. Ferðin var bæði góð og ánægjuleg að mati nemenda og kennara.

Ánægjuleg viðbót

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Næstu vikur eða til 1. október nk. verður unglingastig Grunnskólans í Borgarnesi, sem telur um 100 manns, staðsett í húsnæði Menntaskólans. Vera nemenda og starfsfólks grunnskólans er ánægjuleg viðbót við daglegt skólastarf MB.

Foreldrafundur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Skólastarf er farið af stað í Menntaskóla Borgarfjarðar en nemendur mættu skv. stundaskrá í dag. Þriðjudaginn 20. ágúst klukkan 17:00 er svo foreldrafundur sem sértaklega er hugsaður fyrir foreldra nýnema en allir foreldrar eru velkomnir. Á fundinum verður farið yfir praktísk mál er varða nám í MB. Vonumst til að sjá sem flesta.

Skólabyrjun í Menntaskóla Borgarfjarðar

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Skólastarf hefst á haustönn 2019 með móttöku nýnema föstudaginn 16. ágúst klukkan 09:00. Dagurinn hefst á sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks en í kjölfarið fá nýnemar kennslu á helstu kerfi skólans.   Við óskum eftir því að nemendur mæti með tölvurnar sínar og snjalltæki þennan dag. Eldri nemendur geta nálgast stundatöflurnar sínar á INNU.is föstudaginn 16. ágúst og er einnig …

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar lokuð vegna sumarleyfa

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 19. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 7. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 663-7642